Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 32
32 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 OFT hef ég verið spurður þessarar spurningar og vefst mér þá oft- ast tunga um tær, eins og skáldið kvað forðum. Kúlulán er málamynda- gjörningur sem virðist til þess fallinn að hækka verð á hlutabréf- um, eða hugsanlega að skjóta und- an illa fengnu fé. Tökum dæmi: Ég er starfsmaður í hlutafélagi, eða banka. Mér er boðið að fá kúlulán upp á 1 milljarð og ég veit að ég er ekki sá eini. Lánið er fært inn í lánabækur og ég þarf ekki að greiða af því fyrr en á gjalddaga og þá á það að greiðast upp. Ég fæ ekkert fé út, (eða lítið), heldur er ætlunin að eyða láninu út úr lána- bókum á gjalddaga og þá er lánið upp greitt. Þetta verður til þess að hlutir snarhækka, hlutafjáreigendur eru með evrur í augunum og ganga um með dökk sólgleraugu til að bjart- sýnin byrgi þeim ekki sýn. Eig- endur og stjórnendur eru him- insælir, þá verða arð- og bónusgreiðslur hærri o.s.frv. Veð er bara í bréfunum sjálfum þannig að ég get ekki tapað á þessu. Á gjald- daga hverfur lánið úr lánabókum og ég sit uppi með gróðann af mismun- inum á gengi bréfanna þá og nú. Ef þetta er ekki kolólöglegt þá er eitthvað að lögunum, sem er svo sem engin nýlunda. Gjörningurinn var til þess að blekkja almenning þannig að þetta gæti talist auðg- unarbrot á mjög háu stigi. Mér verður hugsað til siðferðisvitundar þessara einstaklinga. Ekki er þá samfélagsvitundin heldur upp á marga fiska. Ég legg til að ráðist verði í byggingu nýs fangelsis fyrir þessa kúlulánsþega og þeirra vitorðsmenn. Það á að vera fjórar hæðir og byggt niður í jörðina. Það er atvinnuskapandi að- gerð. Á neðstu hæðinni verða þessir kúlulánsþegar og stjórnendur. Á næstu hæð fyrir ofan verða spilltir þing- og embættismenn. Á næst- efstu hæðinni verða þing- og emb- ættismenn sem sváfu á verðinum og jarðhæðin verður nýtt fyrir aðra. Dæma þarf þá sem lægst sitja í lágmark 16 ár án náðunar. Þeir verði látnir vinna frá kl 07:00 til kl. 19:00 við að þvo þvott og strauja frá sjúkrahúsum (samfélagsleg að- gerð). Þeir verði vaktir upp kl. 06:00 við sjónvarpsstöðina Omega og þegar vinnu þeirra er lokið þá er það eina sjónvarpsstöðin sem þeir hafa aðgang að (til að bæta siðferð- ið). Tölvusamband er ekki leyft og heimsóknir undir eftirliti. Í klef- anum þeirra eru einungis tvær bækur Biblían og Kóraninn (aftur til að lappa upp á siðferðið). Svo er hægt að selja aðgang að fangelsinu þannig að gestir og gangandi geti virt fyrir sér vist- menn gegnum gler (samfélagsleg aðgerð). Auk þess legg ég til að byrjað verði á að loka sendiráðum okkar í ríkjum Evrópusambandsins, sendi- herrar kallaðir heim og í náinni framtíð verði húsakosturinn seldur þegar viðunandi verð fæst fyrir. Varnarmálaskrifstofu verði lokað og að við segjum okkur úr NATO hið bráðasta. Þetta allt ætti að hverfa áður en farið er að skera verulega í heilbrigðis- og félags- þjónustunni. ES. Vísan sem vitnað var til í upphafi greinarinnar er svohljóð- andi: Já, víst er þjóðin orðin ær og orðlaus á bankaránum. Enn vefst þó mönnum tunga um tær sem tóku við kúlulánum. (N. Að.) EINAR S. ÞORBERGSSON, kennari. Kúlulán, hvað er nú það? Frá Einari S. Þorbergssyni Einar S. Þorbergsson STEINGRÍMUR J. er óvenjusnjall ræðumaður. Slíkir geta verið stór- hættulegir áhrifavaldar og fara því létt með að snarrugla skoðanir fólks, en þessa dagana má geta þess að mikil pressa er á Steingrími, sem nauð- ugum er beitt fyrir ESB-vagn Jó- hönnu. Bresku hryðjuverkalögunum áttum við að taka mannlega á móti, með taf- arlausri málsókn, því það er óreiknað dæmi það gífurlega tjón, sem þessi framkoma við oss hefur valdið. Icesave áttum við eða eigum að láta breska og hollenska sækja okkur um, ef þeir vildu reyna. Landsbankinn var ekki ríkisfyrirtæki. Fæ ég því ekki séð hvernig má sækja ríkið til ábyrgðar. Þeir sem lögðu inn á þessa reikninga voru að taka áhættu með von um mun meiri vaxtatekjur. Vogun vinnur – vogun tapar. Fyrir okkur er borið, að á okkur yrði lokað einhverjum dyrum, ef við neituðum að borga. Og hvað með það? Við erum að miklu leyti sjálfbær þjóð og vel það og gætum síðan snúið viðskiptum okkar á einhverju tímabili meira til austurs og/eða vesturs og skilið þar með ESB eftir eins og skít í polli. Þetta er mín skoðun og ég veit að verulega margir Íslendingar eru sama sinnis. HARALDUR LÝÐSSON, verslunarmaður. Mín skoðun Frá Haraldi Lýðssyni VEGNA þess að nú virðist allt í einu hægt að skipta um vísitölu á lánum til hús- næðiskaupa datt mér í hug að- koma með eft- irfarandi tillögu um lánafyr- irkomulag! Fundin verði ný fasteignaverðsvísitala eða bara markaðsverð eigna endurmetið reglulega! Segjum að aðili kaupi fasteign á 20 milljónir með 70% þátttöku lána- stofnunar og fyrsta árið lækkar íbúðarverðið um 10%. Þá legg ég til að lánið og eignarhlutur kaupand- ans lækki hlutfallslega! Þessi sjálf- virkni hefði kannski komið sér vel í hruninu! Ef hins vegar íbúðarverðið hækkar um 10% legg ég til að 70% af verðmætaaukningunni lækki lán- ið en lánastofnunin fái í staðinn jafngildan hlut í íbúðinni! Sem sagt lánið lækkar í báðum tilfellum! Vinsamlegast leiðrétti mig ein- hver eða endurbæti svo ég vaði ekki í villu og svíma með þetta! JÓN HELGI GUÐMUNDSSON ofngæslumaður. Tillaga í húsnæðismálum Frá Jóni Helga Guðmundssyni: Jón Helgi Guðmundsson Í LÝÐVELDINU Íslandi er það eitt af stjórnskipunarúrræð- um að skipa nefndir til að rannsaka mál. Ótal nefndir hafa verið skip- aðar til að rannsaka misgjörðir af hálfu framkvæmdaaðila stjórnkerfisins og þar hefur komið eitt og ann- að upp. Má þar nefna meintar misgjörðir í barnauppeldi, fjármálamisferli innan banka og fjár- málastofnana o.fl. Einn þáttur stjórnkerfisins virðist vera í flokki með heilögu kúnum á Indlandi. Það er bannað að gagnrýna hið heilaga réttarkerfi landsins. Þrátt fyrir fjölda dæma um mis- notkun og lögbrot þeirra sem fara með úrskurðarvaldið í ágreinings- málum innan þjóðfélagsins er engin leið fyrir þolendur valdníðslunnar til að ná rétti sínum. Réttleysisvaldið er svo öflugt og samtryggingin svo rík innan réttleysisaflanna að hver sá er vogar sér að gagnrýna misgjörðir hinna ósnertanlegu er sviptur mann- réttindum þrátt fyrir að stjórn- arskráin sé talin verja þau réttindi. Með vísan til þeirra mannréttinda- brota sem framin hafa verið fyrir til- stilli úrskurðaraðila réttarkerfisins, sem nokkrum sinnum hefur verið stefnt fyrir svokallaðan Mannrétt- indadómstól, hafa verið færðar sönn- ur á þá valdníðslu sem á sér stað í þjóðfélaginu. Ástæða þess að ekki hefur fleiri málum verið vísað til umrædds dómstóls er sú að það er ekki á færi annarra en vel efnaðra manna að reka mál fyr- ir dómstólum og koma því síðan til umrædds mannréttinda- dómstóls. Er ekki kominn tími fyrir alþingismenn að skipa enn eina nefnd- ina til að rannsaka mis- gjörðir, valdníðslu og meint lögbrot hins ís- lenska dómskerfis. Hægt er að leggja fram gögn er sanna að í þremur tilvikum mála- reksturs á nokkrum árum hafa dóm- arar notað fölsuð gögn við sínar úr- lausnir gegn sama aðila án þess að hann næði rétti sínum. Hvað eru mörg slík tilfelli sem hafa viðgengist í dómskerfinu? Það tók sveitarstjóra í Rang- árvallasýslu 10 ár að berjast við rétt- leysið innan dómskerfisins. Var þar um misbeitingu valds að ræða? Þrátt fyrir skýr ákvæði laga, því ekki hefur verið sýnt fram á að Al- þingi setji ólög, hafa dómarar hunsað ákvæði laganna og túlka þau á einn hátt í dag, á annan hátt á morgun og þriðja háttinn næst þegar það hent- ar. Lögin sem þegnar þjóðfélagsins telja að séu sett til að auðvelda sam- skipti við aðra þegna þjóðfélagsins eru aðeins til að róa þegnana svo að ekki komi til uppþota. Dómurum er leyft í skjóli ósnertanleika að túlka lögin að eigin geðþótta. Þrátt fyrir skýrt orðalag sumra greina varðandi tilgang laganna er allt slíkt hunsað þegar það hentar ekki dómaranum til að ná fram einkahagsmunum sínum. Í slíkum tilvikum eru lögin með- höndluð eins og hjá barni sem er að hnoða leir. Túlkun laganna á að þjóna hagsmunum hinna ósnertanlegu. Þegar dómari bókar ósannindi í gerðabók dómsins er það ekki kallað fölsun af þeim sem koma nálægt dómsmálum, þ.e. dómurum og lög- mönnum, heldur túlkað sem afar óheppilegt orðaval. Ósannindin eru ekki ósannindi heldur afar óheppi- legt orðaval. Ef taka á mark á aðvörun dómara til vitnis um að skýra satt og rétt frá og draga ekkert undan að viðlagðri refsingu ef ósannindi eru fram borin þá nær það ekki til starfa dómara að vinna samkvæmt því sem er satt og rétt ef það hentar ekki hans hags- munum. Ósannindi dómara eru ekki refsiverð eins og annarra þegna þjóð- félagsins. Því er spurt: Er ekki kominn tími til að Alþingi skipi nefnd til að rannsaka meint misferli og lögbrot í réttarkerfinu ef það myndi leiða til þess að þegnarnir fengju lítilsháttar traust á dómskerf- inu? Mannréttindi eða dugleysi réttarfarsins Eftir Kristján Guðmundsson »Er ekki kominn tími til að skipa nefnd til að rannsaka réttleysi þegnanna og réttar- farsmistök dómstóla? Kristján Guðmundsson Höfundur er skipstjóri. GÚSTAF Adolf Svav- arsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku, skrifar grein í Morgun- blaðið sl. föstudag undir fyrirsögninni „Hvað á ráðherrann við?“ Aug- ljóslega er kveikjan að greininni viðtal sem birt- ist við mig sl. miðviku- dag eftir ferð sem ég hafði farið til að skoða fiskeldisstöðvar á norð- austurhorni landsins. Eins og fyrirsögn greinar Gústafs Adolfs bendir til þá virðist hann ekki hafa skilið hvað ég átti við í umræðu minni um raforkumálin í viðtalinu. Ekki er nema sjálfsagt að verða við þeirri ósk Gústafs Adolfs að ég út- skýri mál mitt betur. Það sem ráðherrann á við er þetta: 1. Er eðlilegt að raforkuverð til eins fiskeldisfyrirtækis (Silfurstjörn- unnar) á landsbyggðinni hækki á sex ára tímabili um 270%? 2. Er einhver enn þeirrar skoðunar að evrópska raforkutilskipunin um markaðsvæðingu íslenska raf- orkukerfisins, sem var innleidd hér fyrir nokkrum árum, henti íslenskum aðstæðum – 300 þúsund manna sam- félagi á eyju úti í miðju Atlantshafi? 3. Ekki er að heyra á garð- yrkjuframleiðendum að þeir séu ánægðir með raforkukostnað sinn, sérstaklega í dreifbýlinu. Víst er um það að íslenskt atvinnulíf til sjávar og sveita telur sig ekki njóta jafnræðis við stóriðjuna hvað raforkuverð varðar. 4. Það má vera að ég hafi hlaupið á mig þeg- ar ég fullyrti að raf- magn til stóriðju hefði verið niðurgreitt. Eins og alþjóð veit er þetta verð eitt best varð- veitta leyndarmál landsins og enginn virðist vita hvert ein- ingaverðið er. Sé hins vegar tekið mið af skýrslu fjármálaráðu- neytisins frá 28. júlí sl. „Mat á arðsemi orku- sölu til stóriðju: Fyrsta áfanga- skýrsla“ verður tæpast hægt að álykta á annan veg en að raf- orkuframleiðslan hafi verið nið- urgreidd til stóriðjunnar. „Helstu niðurstöður skýrslunnar voru annars þessar:  Arðsemi af fjármagni bundnu í orkuvinnslu er rúmlega helmingi minni að jafnaði en í annarri at- vinnustarfsemi að stóriðju og fjár- málastarfsemi undanskilinni.  Arðsemi íslenskra orkufyrirtækja talsvert er lakari en orkufyr- irtækja í Bandaríkjunum og Evr- ópu.  Í Evrópu og Bandaríkjunum standast orkufyrirtæki arðsem- iskröfu betur en aðrar atvinnu- greinar, en á Íslandi gera þau það þriðjungi verr.  Kostnaður vegna kaupa á kolefn- iskvótum getur haft umtalsverð áhrif á arðsemi orkufrekra fyr- irtækja sem losa gróðurhúsa- lofttegundir.  Miðað við líklegan náttúrukostnað af dæmigerðum virkjanafram- kvæmdum er þjóðhagsleg arðsemi þeirra sennilega umtalsvert minni en hefðbundnir arðsemisreikn- ingar gefa til kynna.  Fyrirferð stóriðju jókst mjög í hagkerfinu fram á árið 2008. Ný ál- ver tóku til starfa og verð á áli og orku hækkaði mikið um tíma. Þá hafa framkvæmdir við stóriðju kynt undir þenslu á vinnumarkaði undanfarin ár. Miklar sveiflur eru í þessum geira. Í júní 2009 er verð á áli og rafmagni frá stóriðju rétt rúmur helmingur þess sem var á sama tíma í fyrra í dollurum talið. Tekjur íslenskra orkufyrirtækja minnka að sama skapi og nið- ursveifla í efnahagslífinu verður meiri en ella.“ Skiptar skoðanir geta verið um hvort þessi meinta mismunun í orku- verði sé réttlætanleg á einhvern veg. Hins vegar er það staðreynd að sókn- arfæri okkar liggja nú ekki hvað síst í framleiðslu útflutningsafurða sem skila hvað mestum þjóðhagslegum ábata. Þess vegna er þeirri spurningu varpað fram: Er það eðlilegt að raf- orkuverð til fiskeldisfyrirtækis hafi hækkað um 270% á 6 ára tímabili? 270% hækkun raforkuverðs Eftir Jón Bjarnason »Er eðlilegt að raf- orkuverð til eins fiskeldisfyrirtækis (Silf- urstjörnunnar) á lands- byggðinn hækki á sex ára tímabili um 270%? Jón Bjarnason Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.