Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 10 °C | Kaldast 1 °C  Búast má við stormi NV-lands og við SA- ströndina. Víða rigning eða slydda, en léttir til S- og V-lands. »10 Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 124,94 199,6 118,76 24,73 22,123 17,896 121,25 1,4058 198,27 184,11 Gengisskráning 9. október 2009 125,24 200,09 119,11 24,802 22,188 17,948 121,59 1,4099 198,86 184,63 237,1425 MiðKaup Sala 125,54 200,58 119,46 24,874 22,253 18 121,93 1,414 199,45 185,15 FÓLK Í FRÉTTUM» FÓLK» Kvennaskóli og MH tók- ust á. »46 Hljómsveitin Sixties klæðist Bítlajakka- fötum og heldur upp á fimmtán ára af- mælið á Players í kvöld. »49 TÓNLIST» Afmæli Sixties FÓLK» Marge fækkar fötum fyrir Playboy. »49 FÓLK» Spelling segist vera 107 pund, tæp 49 kg. »45 Það er synd hve bæði ljóð og skáld- sögur sem ekki reiða sig á söguþráð, fá litla athygli, segir Ásgeir H. »48 Deilur rithöfunda AF LISTUM» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Bubbi dró úr okkur lífsneistann“ 2. Þök og bílar fjúka í Eyjum 3. Ofsaveður á Kjalarnesi 4. Listaverk og trampólín á lofti  Íslenska krónan styrktist um 0,46%  Tónlistarkonan Kristín Anna Val- týsdóttir, sem eitt sinn söng með múm en starfar nú sem sólólistamaður í Brooklyn, ætlar að bregða á leik í Ásmundarsafni ásamt Guðrúnu Ás- mundsdóttur leikkonu nú á sunnu- daginn. Guðrún og Kristín bjóða fjölskyldufólki að slást í för með sér og skoða sýninguna Rím í Ásmund- arsafni í tali og tónum, en þær munu staldra við ákveðin verk á sýning- unni og segja af þeim sögur. MYND- OG TÓNLIST Kristín Anna og Guðrún Ásmunds sýna og syngja  Haraldur Þór Ólason, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar, lýsti því yfir á fundi full- trúaráðs Sjálfstæð- isflokksins í Hafn- arfirði í fyrrakvöld að hann gæfi ekki kost á sér næsta kjörtímabil. „Þetta er orðið gott,“ segir Har- aldur, sem hefur verið bæjarfulltrúi síðan 2002. Hann bætir við að lífs- nauðsynlegt sé að sjálfstæðismenn sameinist til að koma Samfylkingunni frá völdum í bænum og vonast til þess að ákvörðun sín verði til þess. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi segist alvarlega vera að íhuga að sækjast eftir oddvitasætinu. STJÓRNMÁL Haraldur gefur ekki aftur kost á sér í bæjarstjórn  Markatalan 14:2 er fræg í íslenskri knattspyrnusögu. Árið 1967 beið landsliðið sögu- legan ósigur á Idrætsparken í Kaupmannahöfn í vináttulandsleik gegn Dönum. Slík- ar tölur eiga vart eftir að sjást aftur en Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins, getur nú státað af 14:2, reyndar í tveimur leikjum. Strákarnir hans burstuðu San Mar- ínó, 8:0, í gær og höfðu áður unnið Norður-Íra, 6:2, á útivelli. | Íþróttir ÍÞRÓTTIR Eyjólfur með markatöluna 14:2 í tveimur leikjum Ljósmynd/Súsanna M.B. Helgadóttir Stoltur Steinn náði góðum árangri í járnkarlakeppninni í Barcelona. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is STEINN Jóhannsson þríþrautar- kappi náði fyrir skömmu því lang- þráða markmiði sínu að æfa í 1.000 daga í röð. Hann hefur því ekki misst úr dag síðan í desember 2006. „Það er mottó hjá mér að æfa á hverjum degi, óháð keppnum,“ segir Steinn sem um síðustu helgi tók þátt í sinni annarri járnkarlakeppni (e. Ironman) í Barcelona, ásamt fimm öðrum Íslendingum. Í járnkarla- keppni felst að synda 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa maraþon, 42,2 km. Steinn náði mjög góðum árangri, varð í 61. sæti af 1.500 körlum, en í sínum aldurshópi, þar sem kepptu 400 manns, varð hann í 11. sæti. Steinn hefur aðeins æft þríþraut í þrjú ár en hann segist hafa æft íþróttir meira og minna frá árinu 1983. Hann æfði hlaup þegar hann var yngri, byrjaði svo að synda reglulega árið 2003 og fannst hann þá vera kominn með góðan grunn til að byrja á þríþrautinni. „Svo hefur allur árangur verið vonum framar í þríþrautinni. Hún hentar mér ein- hverra hluta vegna mjög vel og mér hefur gegnið vonum framar í keppn- um erlendis og hér heima.“ Mikilvægt að hlusta á líkamann „Mitt markmið er að hreyfa mig á hverjum einasta degi – synda, hjóla eða hlaupa, en fyrir keppni tek ég mjög léttar æfingar. Ég get því dreift álaginu vel. Ef maður er í þremur greinum er meiðslahætta minni og svo slakar maður á að hlaupa einn daginn, hjóla næsta og synda hinn,“ segir Steinn en að hans sögn er ekki hætta á ofþjálfun ef æf- ingarnar eru byggðar upp með skynsamlegum hætti og passað er upp á að hlusta á líkamann. Sé mað- ur þreyttur eigi maður að slaka á og taka létta æfingu. Steinn segir mik- inn undirbúning liggja að baki þátt- töku í járnkarlakeppni. „Ég tek að jafnaði tólf æfingar í hverri viku í 5-6 mánuði fyrir keppni. Ég æfi tvisvar á dag alla virka daga, nánast und- antekningarlaust, og um helgar hjóla ég í nokkra klukkutíma og hleyp langt.“ Hann lætur heldur ekki veikindi aftra sér frá því að æfa. „Ég hef verið ótrúlega heppinn því hafi ég fengið flensu hefur hitinn ekki verið mikill. Ég hef ekki látið veikindi stoppa mig heldur hjóla ég inni á þrekhjóli, en sleppi því að fara í sund eða út að hlaupa,“ segir Steinn, og segir hann æfingar í veik- indum hafa gefist vel. „Ég hef á til- finningunni að það hafi styrkt ónæmiskerfið að vera svona stífur á að æfa.“ Steinn hefur engan frídag tekið síðan hann náði 1.000 daga tak- markinu heldur gælir hann við að ná fimm árum samfellt. Eftir að hann kom heim frá Barcelona hefur hann látið sundið nægja þar sem járnkarl- inn tekur mikið á en hann segist vera orðinn svo hress núna að hann gæti hugsað sér að keppa aftur um helgina, væri það í boði. Sleppir ekki úr degi Hefur æft á hverj- um degi í yfir þús- und daga samfleytt Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is SAGA Þórunnar sem undrabarns á Íslandi má ekki gleymast, segir Elín Albertsdóttir blaðamaður sem er höfundur ævisögu Þórunnar Jó- hannsdóttur Ashkenazy sem kemur út fyrir þessi jól hjá Bókafélaginu. Bókin ber titilinn Íslenska undra- barnið – saga Þórunnar Ashkenazy. „Í bókinni kemur fram margt óvænt varðandi barnæsku Þórunn- ar og án þess að ég vilji upplýsa það núna held ég að fólk skilji betur þegar það er búið að lesa bókina af hverju hún lagði píanóleik á hill- una,“ segir Elín. „Þórunn átti mjög óvenjulega æsku, svo vægt sé til orða tekið, og líf hennar hefur ver- ið viðburðaríkt alla tíð, eins og rak- ið er í bókinni, en flestir Íslend- ingar, sem komnir eru á miðjan aldur, muna eftir fjölmiðlafárinu þegar Þórunn og eiginmaður henn- ar, Vladimir Ashkenazy, ákváðu að yfirgefa Sovétríkin árið 1963.“ Þórunn fagnaði sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári. Elín segist allt frá barnsaldri hafa haft mikinn áhuga á lífi hennar. „Tveggja ára gömul var Þórunn byrjuð að spila á píanó og þriggja ára var hún farin að spila opinberlega. Í bókinni er sögð óvenjuleg lífssaga Þórunnar, hvort sem er sem undrabarns í píanóleik eða sem eiginkonu og hægri handar eins mesta píanósnill- ings veraldar.“ Undrabarn Þórunn sjö ára á tón- leikum. Ævisaga er á leiðinni. Ævisaga Þórunnar Jóhannsdóttur Ashkenazy – Saga undrabarns ÍSLENSKA fjármálahrunið hafði m.a. það í för með sér að mun fleiri ungir og fótboltamenn uppaldir hjá félögunum fengu tækifæri en áður á nýliðnu keppnistímabili. Félögin tólf í úrvalsdeild karla tefldu sam- tals fram 141 uppöldum leikmanni á árinu 2009, í stað 120 árið á und- an. Í 1. deild karla fengu 165 upp- aldir leikmenn að spreyta sig á móti 143 árið 2008. Bikarmeistarar Breiðabliks voru með hæsta hlutfall uppalinna leikmanna í úrvalsdeild- inni 2009, eða 77%. Áberandi fjölg- un var á ungum heimamönnum í liðum FH, Fylkis, Fram og Kefla- víkur. Í 1. deild voru HK og ÍA með 82% hlutfall uppalinna leikmanna í sínum hópi. | Íþróttir Morgunblaðið/Ómar Fótbolti Ungir Fylkismenn fagna einu af mörkum sumarsins. Ungir leikmenn fengu tækifæri HÖFUNDUR nýútkominnar ævi- sögu Magnúsar Eiríkssonar, segir að tónlistarmaðurinn hafi sam- þykkt að segja sögu sína ef hann fengi að gera það á ökuferðum um landið. Þeir félagar hafa því lagt um sjö þúsund kílómetra að baki og Magnús rifjað upp ýmis atriði á leiðinni, sum hver heldur spaugi- leg. Magnús er engin tepra og dregur ekkert undan. Samhliða ævisögunni kemur út diskur með völdum perlum Magnúsar og er það engin eftirhermuplata, eins og þeir orða það félagar hans í hljómsveit- inni Buff. | 44 Sagði frá ævi sinni keyrandi um landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.