Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Sudoku Frumstig 8 1 7 1 2 3 5 2 9 3 6 8 7 9 4 1 6 7 5 8 3 2 4 6 7 6 2 8 2 4 3 4 7 4 5 9 6 3 6 9 8 8 1 8 2 4 1 6 9 7 7 2 6 8 2 1 5 1 5 4 9 2 7 6 3 5 3 9 7 5 6 8 2 9 4 8 7 2 6 5 3 4 1 9 4 9 3 2 7 1 5 6 8 1 6 5 9 4 8 3 7 2 2 5 9 3 6 7 8 4 1 6 8 7 1 2 4 9 5 3 3 1 4 5 8 9 6 2 7 9 4 6 7 3 2 1 8 5 7 3 8 4 1 5 2 9 6 5 2 1 8 9 6 7 3 4 4 7 9 1 5 6 3 2 8 3 5 6 9 8 2 4 7 1 2 1 8 4 7 3 9 5 6 5 9 7 2 3 1 8 6 4 1 6 3 8 4 7 5 9 2 8 2 4 6 9 5 7 1 3 7 8 2 3 6 9 1 4 5 9 4 1 5 2 8 6 3 7 6 3 5 7 1 4 2 8 9 8 5 2 9 4 1 3 7 6 6 9 3 5 7 8 2 4 1 1 7 4 3 6 2 9 8 5 3 4 1 6 2 5 7 9 8 2 8 5 1 9 7 4 6 3 9 6 7 4 8 3 5 1 2 5 3 8 7 1 4 6 2 9 7 1 6 2 5 9 8 3 4 4 2 9 8 3 6 1 5 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 10. október, 283. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Víkverji horfði nýlega á þýskumyndina Die Welle, eða Bylgj- una. Myndin er byggð á samnefndri bók, The Wave, sem Víkverji var lát- inn lesa í gagnfræðaskóla, en hún fjallar um tilraun menntaskóla- kennara, sem fer úr böndunum. Hann ætlar að kenna nemendum sínum sitthvað um einveldi og býr til fasíska hreyfingu sem lýtur eigin lögmálum og endar með blóðbaði. Víkverji mælir með Die Welle. x x x Sagan er byggð á sönnum atburð-um, þótt blóðbaðið í lokin sé seinni tíma viðbót. Árið 1967 gerði sögukennarinn Ron Jones, við Cub- berley High School í Palo Alto í Kali- forníu, tilraun. Tilefnið var að hann átti í erfiðleikum með að útskýra fyrir nemendum hvernig Þjóðverjar, sem upplifðu stríðsárin, gátu varpað af sér ábyrgð á helförinni. Hann skapaði því „Þriðju bylgjuna“, félag gegn lýðræði og einstaklingshyggju. x x x Jones byrjaði á því að þjálfa nem-endur sína í mannasiðum. Hann kenndi þeim að standa upp þegar þeir vildu tala og ávarpa hann alltaf sem „herra Jones“. Hann fékk þeim verkefni, eins og að búa til skjald- armerki og kveðju fyrir innvígða, og fyrirskipaði þeim að nota hana utan kennslustunda. Á örskömmum tíma gengu fjölmargir nemendur við skól- ann í hreyfinguna, þótt þeir væru ekki í tímum hjá „herra Jones“. Á þriðja degi voru um 200 manns komnir í hópinn og athygli kenn- arans vakti að sumir nemendur töldu sér skylt að láta hann vita ef aðrir fóru ekki eftir reglum félagsins utan kennslustunda. Til að ljúka til- rauninni tilkynnti Jones að „Þriðja bylgjan“ væri til á landsvísu og for- setaframbjóðandi hennar yrði kynntur í sjónvarpsávarpi á sal. Í stað ávarpsins horfðu nemendurnir í eftirvæntingu á auðan skjá í nokkrar mínútur, en var svo tilkynnt að þeir hefðu verið þátttakendur í tilraun um fasisma. Þeir hefðu alið með sér sömu kenndir og yfirburðatilfinn- ingu og Þjóðverjar upplifðu á stríðs- árunum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 kjarnyrtur, 8 skott, 9 gömul, 10 reið, 11 aumar, 13 ljúka, 15 sveigur, 18 sálir, 21 gró- inn blettur, 22 taldi úr, 23 hæfnin, 24 barátta. Lóðrétt | 2 stórfljót, 3 framkvæmir, 4 stétt, 5 snúin, 6 lof, 7 ljúka, 12 elska, 14 greinir, 15 svöl, 16 hindra, 17 spök, 18 ilmur, 19 féllu, 20 hljóp. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 strák, 4 kólfs, 7 lýgur, 8 sýpur, 9 net, 11 aurs, 13 hani, 14 úldna, 15 sver, 17 kröm, 20 orf, 22 felur, 23 lúður, 24 renna, 25 kerra. Lóðrétt: 1 sulla, 2 ragur, 3 korn, 4 kost, 5 loppa, 6 syrgi, 10 eldar, 12 súr, 13 hak, 15 sefur, 16 ellin, 18 ræður, 19 merla, 20 orga, 21 flak. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be3 Be7 7. f3 Rc6 8. Dd2 d5 9. Bb5 Bd7 10. Bxc6 bxc6 11. e5 Rg8 12. Rb3 f6 13. f4 Rh6 14. exf6 Bxf6 15. O-O-O O-O 16. h3 Rf5 17. Bc5 Be7 18. g4 Rd6 19. Hhf1 a5 20. a4 Hb8 21. Dd3 Kh8 22. h4 Rc4 23. Re4 Be8 24. Rg5 Bg6 25. Bxe7 Dxe7 26. Dc3 h6 27. h5 Be8 28. Rh3 Bd7 29. Hde1 Dh4 30. Rc5 De7 31. Rxd7 Dxd7 32. b3 Rd6 33. g5 Kh7 34. gxh6 gxh6 35. Hg1 Hg8 36. Rf2 Rf5 37. Rg4 Hxg4 38. Hxg4 d4 39. Dc4 He8 40. Hg6 Rg7 41. Dd3 Rf5 Staðan kom upp í A-flokki Haust- móts Taflfélags Reykjavíkur sem stendur yfir þessa dagana. Sig- urður Daði Sigfússon (2335) hafði hvítt gegn Júlíusi Friðjónssyni (2216). 42. Hgxe6! og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Feitir bitar. Norður ♠G92 ♥KG3 ♦10952 ♣D83 Vestur Austur ♠83 ♠64 ♥875 ♥D109642 ♦Á83 ♦KD ♣ÁG765 ♣1094 Suður ♠ÁKD1075 ♥Á ♦G764 ♣K2 Suður spilar 4♠. Austur opnaði á veikum 2♥ og þar ríður vestur á vaðið í vörninni. Við sagnhafa blasa fjórir tapslagir – þrír í tígli og ♣Á. Hvað er til ráða? Fyrst er rétt að draga ályktanir af útspilinu. Vestur hefði byrjað á tígli með ♦ÁK og því má búast við að austur sé með nokkurn styrk í litnum, sem þýðir að ♣Á er líklegur í vestur. Eftir tromptökuna spilar sagnhafi því ♣2 undan kóng að drottningu blinds. Ef vestur víkur undan mun drottn- ingin halda og síðan fer ♣K niður í nafna sinn í hjarta. Sjái vestur þá framvindu fyrir gæti hann rokið upp með ♣Á til að spila tígli, en stíflan í litnum kemur í veg fyrir að vörnin nái slögum sínum í hús. Þegar sagnhafi kemst aftur að kjötkötlunum gæðir hann sér á tveimur feitum bitum – ♥K og ♣D. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur alltaf verið mjög frum- legur hugsuður, það er augljóst þessa dagana. Láttu það því eftir þér að byggja þig upp með jákvæðum hætti. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vertu einbeitt/ur. Notaðu næstu fjórar vikurnar til að rækta þín nánustu sambönd og einnig að bæta það sem bet- ur má fara. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú gætir fengið tækifæri til þess að sýna kunnáttu sem þú felur alla jafna frammi fyrir hópi fólks. Láttu reyna á hvað gerist. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú átt að leyfa sem flestum að koma að þeim málum, sem þú vinnur að. Reyndu að gera ekki alveg svona miklar kröfur til sjálfrar/sjálfs þín. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ekki ýta á eftir hlutunum, þá taka þeir bara lengri tíma en annars. Vertu óhræddur við að leita til vinar er veitir þér visku og skjól þegar þú þarft á slíku að halda. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Minniháttar árekstur getur leitt til margskonar erfiðleika, ef þú tekur ekki strax af skarið og leysir málið. Inn- blásturinn færðu í þínu nánasta um- hverfi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Lausn mála er nær en þú heldur. Aðstæður batna þegar líður á daginn og þú verður í stuði í kvöld. Gangið skipu- lega til verks þá hefst það. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Lítið reiðikast á réttum stað getur gefið þér góða hugmynd að breyt- ingum, annað hvort í heiminum eða inn- an í þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sú lausn sem virðist best í stöðunni þarf ekki endilega að vera sú rétta. Láttu sem ekkert sé, því þú munt uppskera laun erfiðis þíns. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Öfundin er af hinu illa svo þú skalt varast að láta hana ná tökum á þér. Vinur sem þekkir marga getur kynnt þig fyrir hverjum sem þú þarft að kynnast. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hugsanlegt er að óljósar efa- semdir læðist að þér í dag. Slökktu á gemsanum og þá hefurðu meiri tíma. Gættu þess að gaumgæfa smáatriðin. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur mikla þörft fyrir að kafa til botns í hlutunum. Mundu bara að taka fullt tillit til annarra, þá mun eng- um sárna. Stjörnuspá 10. október 2001 Smáralind í Kópavogi var opn- uð, 10.10. kl. 10.10. Byggingin er yfir sextíu þúsund rúm- metrar og kostnaður var um níu milljarðar króna. Pálmi Kristinsson framkvæmda- stjóri verslunarmiðstöðvar- innar sagði að Smáralind væri „yfirbyggður miðbær Ís- lands“. Fyrstu fimm dagana komu meira en 250 þúsund gestir. 10. október 2001 Smárabíó var tekið í notkun, með fimm sali og sæti fyrir eitt þúsund manns. Það var kynnt sem „fullkomnasta kvik- myndahús landsins,“ og sagt að það byði upp á „allt það besta sem kvikmyndahús get- ur boðið í heiminum í dag“. 10. október 2008 Minningartónleikar um Vil- hjálm Vilhjálmsson söngvara voru haldnir í Laugardalshöll- inni, en þá voru þrjátíu ár síð- an hann lést. „Lífleg stemn- ing,“ sagði Morgunblaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Hjördís María Jónasdóttir, Alda Ægisdóttir og Hlín Sigurðardóttir voru með söfnun í Vogunum í Reykjavík og söfnuðu 4.314 krón- um og færðu Rauða krossinum ágóðann. Söfnun DAVÍÐ Kristján Chatham Pitt arkitekt er fertug- ur í dag. Hann segir að fjölskyldan, hjónin og dæt- urnar tvær, ætli að gera sér dagamun og njóta dagsins í Borgarfirði, en vinafólk hafi verið svo elskulegt að bjóða þeim bústað um helgina. „Við ætlum bara að vera inni og lesa og sennilega að hlusta á veðrið en verði það gott förum við líklega í góðan göngutúr,“ segir hann. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, eiginkona hans, varð fertug í ágúst og Davíð segir að það hafi ver- ið svo mikið að gera hjá henni í kvikmyndageir- anum að þau hafi ákveðið að slá afmælunum saman og halda veislu í desember. „Það hefur ekki gefist tími til þess að hugsa um afmæli,“ segir hann og bætir við að hann hafi reyndar verið óttalega lélegur við að halda upp á afmæli sitt í gegnum tíðina. Hafi í raun aðeins gert það einu sinni á undanförnum 20 árum. „Þegar ég var í námi í Bret- landi komu samstúdentar mínir mér á óvart og héldu partí mér til heiðurs á tuttugu og eins árs afmælinu,“ segir hann. „Mér skilst samt að maður eigi að fagna fertugsafmælinu vegna þess að lífið eftir fer- tugt sé miklu betra. Þeir segja það sem reynt hafa þannig að það er kannski full ástæða til þess að fagna gríðarlega.“ steinthor@mbl.is Davíð Kristján Chatham Pitt fertugur Hlusta á veðrið í Borgarfirði Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.