Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 8
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is LJÓSMYNDIR Ragnars Axelssonar munu prýða íslenska skálann á heimssýningunni miklu í Sjanghæ í Kína, sem opnuð verður á næsta ári. Myndir Ragnars, sem eru nær- myndir af ís í Breiðamerkurlóni, verða settar á striga og hengdar upp á alla fjóra veggi byggingarinnar. Þegar myrkva tekur verða myndir- nar upplýstar. Íslendingar fengu skálann afhent- an 25. september sl. Jafnframt var undirrituð þátttökuyfirlýsing af Ís- lands hálfu. Að sögn Hreins Páls- sonar, framkvæmdastjóra íslensku þátttökunnar stóð til að undirrita þessa yfirlýsingu í október í fyrra, í miðju hruninu. Sú athöfn var blásin af þegar tíðindin bárust heiman frá Íslandi, enda ríkti þá óvissa um það hvort af þátttökunni yrði. Að sögn Hreins var mikið gert úr undirrituninni í kínverskum fjöl- miðlum. Hann segir að Ísland hafi fengið ótrúlega mikla athygli þar í landi vegna kreppunnar og frétta- flutningurinn sé í engu samræmi við stærð þjóðarinnar. Þá hafi borist gríðarlegu fjöldi fyrirspurna til ís- lenska sendiráðsins í Kína. „Okkar verkefni hefur verið að nýta þennan áhuga til að snúa um- ræðunni. Þegar Kínverjar spyrja hvort ekki sé allt í klessu á Íslandi höfum við bent þeim á að ástandið sé vissulega erfitt en hér sé að finna mörg tækifæri. Jafnframt höfum við hvatt Kínverja til að heimsækja land- ið,“ segir Hreinn. Nokkrar tegundir húsa voru í boði. Upphaflega ætlaði Ísland að leigja 1000 fermetra skála en á endanum var leigður 500 fermetra skáli. Stórar þjóðir, þar á meðal öll Norðurlöndin, byggja sína eigin skála, og eru þeir 3- 12 þúsund fermetrar að stærð. Kín- verjar sjálfir slá öllum við og hafa reist 60 þúsund fermetra skála. Að sögn Hreins taka Íslendingar við skálanum tilbúnum undir tré- verk. Nú verður hafist handa við að ganga frá skálanum að innan sem ut- an og laga hönnun Páls Hjaltasonar arkitekts og hönnunarteymis á veg- um Plús-arkitekta og Saga film. Hef- ur verið gerður samningur um það verk við kínverkst verktakafyrir- tæki, en Íslendingar munu hafa um- sjón með framkvæmdunum. Áherslur Íslands á sýningunni verða á sviði endurnýjanlegra orku- gjafa, þekkingariðnaðar og ferða- mennsku undir yfirskriftinni „Hrein orka, heilbrigt líferni“. Á sýningunni munu íslensk orku- fyrirtæki, í samstarfi við verk- fræðistofur, kynna nýtingu endur- nýjanlegra orkugjafa á Íslandi og samstarfsverkefni á sviði nýtingar jarðhita víða um heim. Íslenskir sjónvarps- og kvik- myndagerðarmenn munu kynna framleiðslu sína. Þá mun Hönn- unarmiðstöð Íslands kynna íslenska hönnun og byggingarlist. Einnig verður íslenskri tónlist komið á fram- færi á sýningunni. Icelandair, Ferðamálastofa, Reykjavíkurborg, Iðnaðarráðuneytið og Útflutningsráð munu vinna saman að því að kynna Ísland sem áfanga- stað fyrir Kínverja og aðra gesti sýn- ingarinnar. Nærmyndir af ís setja svip á íslenska EXPO-skálann Kínverjar hafa sýnt málefnum Íslands gríðarlegan áhuga sem getur nýst vel Skálinn Ljósmyndir Ragnars Axelssonar af ísnum munu setja mikinn svip á íslenska skálann í Sjanghæ. Í HNOTSKURN »Kínverjar tóku svæði ástærð við Kópavog, rifu gamlar verksmiðjur og eru að reisa EXPO-borg í miðri Sjanghæ. »Sýningin sjálf verður opn-uð í maí á næsta ári og stendur yfir í sex mánuði. »Kínverjar fullyrða að þettaverði mesta heimssýning allra tíma. Þeir gera ráð fyrir því að 70 milljónir manna sæki sýninguna eða 380 þúsund manns að meðaltali á dag. 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 SEXTÍU manns sóttu um að taka þátt í verkefni um endurgerð gam- alla húsa í Reykjavík. Meðal um- sækjenda voru 45 smiðir og 15 arki- tektar. Að loknu mánaðarlöngu undirbúningsnámskeiði verður svo 16 smiðum og 2 arkitektum boðið að taka þátt í því. Að námskeiðinu loknu bjóðast þátttakendum störf á byggingarstað eða teiknistofu í 2-5 mánuði. Verkið er samvinnuverk- efni Reykjavíkurborgar, Vinnu- málastofnunar, Minjasafns Reykja- víkur, Iðunnar-fræðsluseturs og Húsafriðunarnefndar og er ætlað að bæta þekkingu á viðhaldi gam- alla húsa í Reykjavík. Endurbætur á gömlum húsum ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans lagði fram bókun á fundi borgarráðs á fimmtudag sl., þess efnis að Reykjavíkurborg sjái eftirleiðis um þá þjónustu sem Al- þjóðahús hefur séð um fyrir hönd borgarinnar, en mikið vantar á að samskipti milli borgarinnar og rekstraraðila Alþjóðahúss séu í lagi. Alþjóðahús BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar mótmælir harðlega ákvörðun um- hverfisráðherra að tefja enn frekar vinnu við raforkulagnir um Suð- urnes og tefla þannig mikilvægri uppbyggingu í atvinnumálum í hættu. Undirbúningur hefur staðið yfir sl. fimm ár og var fyrirhugað að hefja að fullu mannaflsfrekar framkvæmdir eftir þrjá mánuði. Þúsundir manna hefðu þá fengið nýja vinnu. Morgunblaðið/RAX Mótmæla töfum STJÓRN Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga varar við þeim alvar- legu afleiðingum sem stórfelld skerðing á fjárframlögum til Land- spítal, sem fjárlagafrumvarp næsta árs, leiðir af sér. Undanfarin ár hef- ur Landspítalanum verið gert að hagræða svo í rekstri að nú er kom- ið að þolmörkum, að mati félagsins. Ef boðuð lækkun á fjárframlögum til Landspítalans nær fram að ganga mun það leiða til verulegrar skertrar þjónustu við sjúklinga ógna öryggi þeirra. Morgunblaðið/Ómar Niðurskurður ógnar öryggi sjúklinga BYGGÐARÁÐ Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhug- aðrar skerðingar á fjárframlögum til opinberra stofnanna í sveitarfé- laginu og fækkunar starfa sem af því mun leiða, án þess að sýnt sé að af því hljótist raunverulegur sparn- aður. Á móti niðurskurði STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.