Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 og persóna hans, flækingurinn, er ekki bara fyndinn heldur fær mann einnig til að fella tár. Flækingurinn brosir með öðru auganu og grætur með hinu. Þetta túlkar Chaplin svo snilldarlega vel að það er dauður maður sem hrífst ekki með.“ Hjartað á borðið Víkjum að leikhúsgagnrýn- endum, hvað fer í gegnum huga þinn þegar minnst er á þá? „Ég hef fengið alls konar krítík, bæði góða og slæma. Sumt hef ég ef- laust átt skilið og annað ekki. Ég skal alveg viðurkenna að þegar ég les leikhúsgagnrýni um sýningu, sem ég hef leikið í, leita ég fyrst að nafninu mínu og skoða hvað er sagt um mig. Síðan les ég greinina. Ég er alveg sannfærður um að allir aðrir leikarar gera þetta líka þótt sumir þeirra viðurkenni það alveg örugg- lega ekki. Mér hefur fundist í gegnum tíðina að það sé ósanngjarnt og beinlínis rangt þegar leikhúsgagnrýnendur gefa í skyn að í leikhúsinu séu menn ekki að leggja sig fram. Við í leik- húsinu erum alltaf að gera okkar allra besta og leggjum sannarlega hjarta okkar í vinnuna. Við veljum ekki alltaf rétta leikverkið og það er ekki alltaf rétta fólkið í hlutverk- unum en ég hef aldrei unnið með leikhúsmanni sem hefur ekki lagt hjarta sitt á borðið. Það gengur eng- inn inn á leiksvið nema gefa allt sem hann á til í sálarkompunni sinni. Mér finnst gagnrýnendur stundum ekki átta sig á þessu. Það er ekki sjálfsagt að ganga inn á svið fyrir framan 500 manns þó maður sé þjálfaður í því. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að gera það og maður reynir að vanda sig eins mikið og maður getur.“ Þú ert ekki bara leikari, þú hef- ur líka verið að leikstýra. Finnst þér það gaman? „Leikstjórnin er nokkuð sem ég ætlaði mér aldrei að gera en þróað- ist í þá átt og hefur átt prýðilega við mig. Ég er og verð alltaf leikari en get vel hugsað mér að feta mig áfram í leikstjórastólnum. Ég hef ýmislegt fram að færa þar, hef mikla reynslu sem leikari, sem er gott veganesti. Ég er með nokkur gæluverkefni í kollinum sem mig langar til að leikstýra og verða að raunveruleika næstu misserum ef allt gengur eftir. En meira get ég ekki sagt um þau mál í bili.“ Hvernig leikstjóri ertu, ertu mildur og leiðbeinandi eða harður og ákveðinn? „Ég held að ég sé mildur og leið- beinandi. En fyrst og fremst vona ég að ég sé leikara-leikstjóri sem eys úr þeim brunni sem hann á.“ Lifi lífinu hlæjandi Þú virkar sem mjög jarðbundinn maður. Ertu þannig? „Ég er jarðbundinn í mínu hvers- dagslífi. En ég þykist ekki vera jarðbundinn í vinnunni því þar verð ég að leyfa mér að fljúga mjög hátt, taka alls konar beygjur og reyna allt.“ Það er sagt að margir grínistar hafi sem börn verið feimnir og hlé- drægir. Hvað með þig? „Það á reyndar við um mig. Ég er hlédrægur í eðli mínu, hef alltaf ver- ið og mun alltaf verða. Þetta háir mér hins vegar ekki neitt í starfi, bara hreint ekki. Það er bara þann- ig. Manneskjur eru svo ólíkar og ég er þessi rólega týpa. En ég er ekk- ert feiminn í listinni sjálfri. Ég er fremur léttlyndur maður og flestum stundum lifi ég lífinu hlæjandi og brosandi. Og hef ekki ástæða til annars því ég fæ að vinna við það sem mér finnst skemmtileg- ast. Það eru afskaplega fáir sem hafa séð mig reiðan. En ég viður- kenni ekki að ég sé skaplaus. Ég hef það orð á mér að vera ýtinn og af- spyrnu þrjóskur, allt að því þver. Á þann hátt fæ ég mínu framgengt en ekki með því að öskra og láta illum látum.“ Mér er sagt að þú sért mikill fjöl- skyldumaður. „Mér finnst ég vera það en því verður náttúrlega mótmælt á heim- ilinu af því ég er aldrei heima. Ég á þrjú börn og bestu stundir mínar eru með fjölskyldunni. Ég á tvö barnabörn, þriggja ára strák og eina stelpu, gullmola, sem er viku- gömul. Svo á ég von á þriðja barna- barninu í janúar. Þá verð ég orðinn býsna ríkur. Að vera afi er lang- besta og skemmtilegasta hlutverk sem ég hef leikið um dagana. Reyndar þarf ég ekkert að leika það því mér finnst ég vera fæddur afi.“ Eftir hvaða lífsskoðunum lifirðu, ertu til dæmis trúaður? „Þetta er stór spurning og það eru til mörg og flókin svör við henni. Ég hef velt trúmálum talsvert fyrir mér eins og ég held að flestir geri þegar árin færast yfir. Já, ég er trú- aður maður og hef lesið talsvert um trúmál. Ég sæki kirkju og mér líður vel í kirkjunni minni. Ég trúi á þær leiðbeiningar sem eru settar fram í kristninni. Þær eru umferðarregl- urnar okkar. Fallegar reglur sem við eigum að fara eftir. Það tekst ekki alltaf en breytir ekki því að ég trúi á þær.“ inni » Við Íslendingarerum bara 320.000 og það ætti að vera til- tölulega auðvelt fyrir okkur að standa saman sem einn maður og hreinsa borðið svo hægt sé að byrja upp á nýtt. Ég veit að við getum það. Meinið er að þjóð- ina vantar sterkan og drífandi leiðtoga. Hann er ekki í brúnni. Þetta segi ég með fullri virð- ingu fyrir því fólki sem er þar núna. Morgunblaðið/Kristinn – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Meðal efnis verður: Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna. Góðir skór fyrir veturinn. Húfur, vettlingar, treflar, lopapeysur og fl. Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra húð. Flensuundirbúningur, lýsi, vítamín og fl. Ferðalög erlendis. Vetrarferðir innanlands. Bækur á köldum vetrardögum. Námskeið og tómstundir í vetur. Heitir pottar og sundlaugar góð afslöppun Bíllinn tekinn í gegn. Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying. Útilýsingar – góð ljós í myrkrinu. Þjófavörn fyrir heimili og sumarbústaði. Mataruppskriftir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 19. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað Vertu viðbúinn vetrinum föstudaginn 23. október. Vertu viðbúinn vetrinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.