Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Í LJÓSI þeirrar um- ræðu sem átt hefur sér stað um Peningabréf Landsbankans ISK og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 7. októ- ber sl. þar sem Lands- vaki hf. var sýknaður af aðalkröfu stefnenda er rétt að neðangreindum atriðum sé haldið til haga. Fjárfestingar og eignasamsetning Fjárfestingar og eignasamsetning voru í samræmi við fyrirfram kunn- gerða fjárfestingarstefnu, lög og reglugerðir eins og staðfest var í dómi héraðsdóms. Innlán sjóðsins voru um 30 millj- arðar króna við slit hans og veð voru gagnvart eign sjóðsins í skuldabréfum Stoða, Baugs og Samson. Við slit voru um 60% af skulda- bréfaeign sjóðsins útgefin af íslensku viðskiptabönkunum og þar var stærst eign sjóðsins á skuldabréfum útgefn- um af Kaupþingi, 32,3%. Þessir útgef- endur voru taldir traustastir og kerf- islega mikilvægir. Auk þess nutu þeir hæsts lánshæfismats innlendra fyr- irtækja. Árið 2008 var unnið að því að tak- marka fyrirtækjaáhættu sjóðsins verulega. Þannig voru stöður ekki auknar á fyrirtæki eða fjárfesting- arfélög, utan Marel. Áhersla var lögð á að bæta tryggingastöðu gagnvart einstökum skuldurum. Áhættuflokkun Áhættuflokkun sjóðsins var byggð á leiðbeinandi tilmælum FME sem reist eru á samevrópskum reglum, og miðaðist við sögulegar sveiflur í ávöxt- un sjóðsins. Peningabréf Landsbank- ans ISK voru stofnuð 1995 og ávöxtun sjóðsins var alla tíð mjög stöðug fram að hruni. Í kynningarefni sjóðsins var að- ferðafræði við röðun á áhættu- mælikvarða útskýrð. Markaðssetning Markaðssetning og kynning sjóðs- ins var í samræmi við reglur hans, út- boðslýsingu og laga- ákvæði. Í dómi héraðsdóms er tiltekið að kynningarefni hafi verið skýrt, aðgengi- legt og markaðssetning á engan hátt villandi. Meginorsök taps Lækkun á gengi sjóðsins var að um 2/3 hlutum vegna verð- lækkunar á skuldabréf- um íslensku viðskipta- bankanna. Sú lækkun er að stórum hluta afleiðing af laga- setningu Alþingis þar sem innlán bankanna voru gerð rétthærri en skuldabréf útgefin af þeim. Lagaleg staða fyrir hrun Innlán viðskiptabankanna voru tryggð samkvæmt lögum um Trygg- ingasjóð innstæðueigenda og nam sú trygging ákveðnu hámarki sem mið- aðist við 20.887 evrur. Hærri fjár- hæðir voru ótryggðar af inn- stæðutryggingum og hefðu flokkast sem almenn krafa á viðkomandi fjár- málafyrirtæki ef illa færi. Landsvaki hf. Landsvaki hf. er dótturfélag NBI hf. en var áður dótturfélag Lands- banka Íslands hf. Starfsmenn Lands- vaka hf. voru 13 um mitt ár 2008 og 30 sjóðir voru í rekstri félagsins auk þess sem það sinnti fjárfestingarráðgjöf fyrir fjóra sjóði. Sjóðirnir voru í öllum helstu eignaflokkum. Peningabréf Landsbankans ISK og Landsvaki hf. Eftir Sigurð Óla Hákonarson » Í ljósi dóms Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 7. október sl. þar sem Landsvaki hf. var sýknaður af aðalkröfu stefnenda er rétt að neðangreindum atriðum sé haldið til haga. Sigurður Óli Hákonarson Höfundur er fyrrverandi framkvæmda- stjóri Landsvaka hf. og sjóðfélagi í Peningabréfum Landsbankans ISK Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin (WHO) áætlar að á ein- hverjum tíma ævi- skeiðs síns muni einn af hverjum fjórum landsmönnum upplifa röskun á geði. Á tím- um sem þeim er við lifum nú mætti ætla að sú tala væri hærri, en enn sem komið er hefur geð- heilbrigðistengt álag á geðsvið LSH og heilsugæslustöðvar ekki aukist nema lítillega (komum á bráðamóttöku geðdeildar LSH hefur fjölgað um 7,4% það sem af er árinu, samanborið við sama tíma í fyrra). Hins vegar má búast við að ásókn vaxi til lengri tíma. Þema alþjóðageðheilbrigðisdags- ins er öflugri og aðgengilegri geð- heilbrigðisþjónusta. Hvernig greining, meðferð og geðrækt í grunnheilsugæslu og félagslegri þjónustu skuli efld. Það að auka vægi og efla geð- heilbrigðisþjónustu í grunnþjón- ustu er verkefni sem flestar vest- rænar þjóðir hafa tekist á við á undanförnum árum. Í þeim lönd- um sem við berum okkur saman við er geðheilbrigðisþjónustan þrí- skipt: Í fyrsta lagi er heilsugæsla sem sinnir flestum þeim vanda- málum sem upp koma. Í öðru lagi er almenn og sérhæfð geðheil- brigðisþjónusta utan spítala, bæði í formi göngudeilda og samfélags- teyma (sem geta verið á forsvari geðsjúkrahúsa eða í samvinnu við heilsugæslu/félagsþjónustu). Í þriðja lagi er um að ræða geðspít- ala/geðdeildir sem sinna jafnt bráðveiku fólki, sérhæfðum vanda- málum (vímuefnavanda, barnageð- deild o.s.frv.) sem og endurhæf- ingu. Á Íslandi er geðheilbrigðisþjón- usta í nærumhverfi skammt á veg komin. Þótt ágæt dæmi séu um einstök samfélagsverkefni skortir skilvirkan ramma í almannaþjón- ustu um slíka þjónustu. Þróun skipulagðrar samfélagsþjónustu yrði framfaraskref. Tilfærslan á þjónustu frá stofnun út í nærsam- félagið er hins vegar vand- meðfarin. Lykilatriði í slíkum flutningi eru annars vegar endur- menntun og þjálfun starfsfólks heilsugæslunnar, hins vegar áheyrslubreyting sérhæfðrar geð- heilbrigðisþjónustu með aukinni aðkomu að verkefnum utan spít- ala. Kostir slíkrar tilfærslu eru margir. Almenningur getur nálg- ast þjónustuna nær heimilum og notið aukins stuðnings fjölskyldu. Geðheilbrigðisþjónusta sem innt er af hendi í nærsamfélagi er ólík- legri til að valda fordómum og mismunun. Samvinna geðheil- brigðiskerfisins, heilsugæslu og fé- lagsþjónustunnar við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra verður einnig auðveldari og markvissari og samfella í þjónustu tryggari. Allar rannsóknir, yfirlýsingar, aðgerðaáætlanir og samþykktir Sameinuðu þjóðanna og Evrópu- sambandsins síðustu árin, m.a. Helsinki-samþykktin um geðheil- brigðismál, hvetja til samhæfingar geðheilbrigðisþjónustunnar inn í grunnþjónustuna. Stefnumót- unardagur geðsviðs LSH í júní síðastliðnum með aðkomu fólks víða að úr velferðarkerfinu komst að svipaðri niðurstöðu. Rætt var um mikilvægi þess að efla sam- félagsgeðþjónustu. Geðsvið LSH sinnti vel bráðaþjónustu og end- urhæfingu en skýrara þyrfti að vera að þar lægju sérhæfðari verkefni. Hins vegar ætti eft- irfylgd sem og meðferð vægari geðheilbrigðisvanda í miklu ríkari mæli að liggja í grunnþjónustunni; fyrst og fremst hjá heilsugæslunni en einnig félagsþjónustunni. Til þess að þetta sé unnt er nauðsyn- legt að styrkja grunnþjónustuna. Áskorunin um það hvernig þetta verði gert er margþætt. Við þurf- um að endurmennta og gera heim- ilis- og heilsugæslulækna hæfari í mati, greiningu, meðferð og til- vísun þegar það á við. Við þurfum að efla samfélagsgeðþjónustu, í samstarfi sérhæfðrar geðþjónustu við heilsugæslu og félagsþjónustu. Við þurfum íslenska geðheilbrigð- isstefnu sem tekur á geðheilbrigði í víðum skilningi og eflir geðheil- brigði í gegnum félagslegar og efnahagslegar leiðir. Samkvæmt nýlegri grunnlínukönnun WHO á stöðu 42 landa af 53 á Evr- ópusvæði WHO höfðu öll þeirra nema Aserbaídsjan, Eistland, Georgía og Moldóva tekið upp, þróað og innleitt stefnu í geðheil- brigðismálum. (Policies and prac- tice for mental health in Europe, 2008). Viljum við Íslendingar vera í þessum hópi? Við þurfum geð- heilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun sem tekur á geðrækt og vellíðan allra borgara, vinnur gegn for- dómum, mismunun og félagslegri einangrun. Yfirskrift alþjóðageðheilbrigð- isdagsins í ár er „geðheilsa í grunnþjónustunni; öflugri og að- gengilegri geðheilbrigðisþjónusta“. Efla má þjónustuna með marg- víslegum hætti en í því árferði sem nú ríkir næst bestur árangur með því að skilgreina á skýran hátt hverjir fá þjónustu á hverju stigi. Aukin áhersla á eflingu geðheil- brigðisþjónustu í samfélaginu bæt- ir aðgengi og getur komið betur til móts við þarfir fólks, auk þess sem hún veitir sérhæfðari þjónustuað- ilum meira svigrúm til að rækta sitt hlutverk vel við veikasta fólk- ið. Ef hægt á að vera að ná mark- miðum um öflugri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónustu má líka minna á mikilvægi þess að skiln- ingur ráðamanna á hlutverki geð- heilbrigðisþjónustu sé til staðar og þess gætt að fjármunir skerðist ekki til geðræktar, meðhöndlunar og stuðnings við þá sem eiga við geðheilbrigðisvanda að stríða. Minnumst þess að kreppa eins og sú sem Ísland er að ganga í gegn- um hefur lítil eða engin áhrif á tíðni margra heilbrigðisvandamála og öðrum fækkar (t.d. slysum). Hins vegar sýnir reynsla annarra þjóða sem hafa gengið í gegnum kreppur að vanlíðan og geð- heilsuvandi eykst. Jafnframt sýnir reynsla frænda okkar Finna, úr þeirra slæmu kreppu fyrir 15 ár- um síðan, að með því að sinna ekki þörfum þeirra sem eiga í geðheil- brigðisvanda, sérstaklega fjöl- skyldufólks, eykst hættan á lang- vinnum geðheilbrigðisvanda. Langtímaatvinnuleysi er okkar stærsta geðheilbrigðisvá nú, Hin félagslega og geðheilsufarslega af- leiðingaalda efnahagshrunsins er að myndast. Við þurfum að aðlag- ast sem þjóð áður en hún fellur að landi. Við verðum að læra af reynslu annarra og búa í haginn með forvörnum, s.s. að halda sem flestum í vinnu og virkni, með því að skera þjónustuna sem minnst niður, endurskipuleggja og halda áfram hugmyndafræðilegum breyt- ingum. Breyttar áherslur í geðheilbrigðisþjónustu Eftir Héðin Unn- steinsson og Pál Matthíasson » Við þurfum geðheil- brigðisstefnu og að- gerðaáætlun sem tekur á geðrækt og vellíðan allra borgara, vinnur gegn fordómum, mis- munun og félagslegri einangrun. Héðinn Unnsteinsson Héðinn er stefnumótunarsérfræð- ingur hjá heilbrigðisráðuneytinu. Páll er geðlæknir og fram- kvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. Páll Matthíasson Kærleiksríki Guð og eilífi faðir! Þú sem skapaðir himin og jörð og sendir okkur son þinn til að taka á sig misgjörðir okkar, fyr- irgefa okkur og frelsa frá böli, myrkri og dauða. Líttu í náð þinni til okkar og miskunna okkur á þeim tímum sem við nú lifum! Þökk sé þér fyrir þau forréttindi að hafa fengið að fæðast á þessu tæra, fallega og óviðjafnanlega landi sem Ísland er. Hjálpaðu okkur að njóta þess, læra að meta það og þakka fyrir það. Þú sem hefur treyst okkur fyrir þessu yndislega landi, hjálpaðu okkur nú að hlúa hvert að öðru og standa saman á erfiðum tím- um. Styrkja hvert annað og uppörva, því við þurfum nú svo sannarlega meir á því að halda en nokkurn tíma fyrr. Miskunna þig yfir heimsbyggðina alla. Alla þína föllnu sköpun og ekki síst vanmáttuga íslenska þjóð sem leidd hefur verið út af sporinu og ratað hefur í ógöngur. Miskunna þig yfir þá fáu óhófssömu aðila sem gættu ekki að sér og létu sogast inn í hringiðu óstöðvandi spilafíknar og óstjórn- legrar græðgi með ótrúlegum flækjum svo veröldin hefur nú eins og hrunið yfir okkur öll eins og spilaborg. Enda að hluta til alla vega byggð á sandi. Svo fólk- ið í landinu, sérstaklega þeir sem síst skyldi, engist nú saman í kvíða og vonleysi vegna hækkandi skulda og ómetanlegs eignatjóns, almenns samdráttar og atvinnumissis og veit vart hvað skuli til bragðs taka. Já, miskunna þessum mönnum því víst er að eins og sakir standa á almenn- ingur í landinu ekki auðvelt með það, hvað sem síðar kann að verða. Bæn fyrir stjórnvöldum Almáttugi Guð! Blessaðu svo Ís- lensk stjórnvöld, ríkisstjórnina, al- þingismenn alla, ráðgjafa þeirra og embættismenn. Launaðu þeim erfiði þeirra og veit þeim og okkur öllum vísdóm og visku til að takast á við verkefni daganna. Veittu okkur áræði og hugrekki, þrek og þolgæði, þor og úthald, æðruleysi, styrk og aga til að takast á við þann vanda sem við nú stöndum frammi fyrir sem þjóð, þótt vísast þyki sumum þjóðum í öðrum heimsálfum vandinn heldur léttvægur lúxusvandi. Ráðin detta ekki af himnum ofan en vilt þú leiðbeina okkur inn á rétt- ar brautir með endurnýjun hug- arfarsins og breyttu verðmætamati. Víkkaðu sjóndeildarhring okkar og veittu okkur náð til að standa saman og styðja málefnalega við bakið á þeim sem til forystu hafa valist. Þú hefur heitið því að yfirgefa okkur ekki heldur vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar. Og þótt himinn og jörð muni líða undir lok munu orð þín aldrei undir lok líða. Hjálpaðu okkur að minnast þess og taka mið af því sem þú hefur fram að færa inn í mannlegar aðstæður á hverjum tíma því að það breytir við- horfum okkar og sýn okkar á lífið. Fyrir þér er ekkert of léttvægt að þú viljir ekki láta þig það varða og ekkert svo stórt eða flókið að þú hafir ekki ráð til að létta undir og leiða okkur út úr vandanum. Opnaðu einnig augu nágranna- og vinaþjóða okkar fyrir þeirri stöðu sem við nú erum í svo við mættum njóta skilnings þeirra, samstöðu og sanngirni svo við fáum endurheimt trúverðugleika á meðal þjóðanna og getum sýnt alþjóðasamfélaginu fram á að hér býr tiltölulega heiðarlegt fólk sem þráir að láta gott af sér leiða. Miskunna þú okkur, Drottinn Guð, sem allt hefur í þinni hendi og þráir að fá að sjá velferð okkar sem mesta og besta. Allt þetta leyfi ég mér að nefna við þig og bið í nafni sonar þíns, frels- arans okkar, Jesú Krists. Bæn fyrir stjórnvöldum og aðstæðunum í þjóðfélaginu Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Lít í náð þinni til okkar og mis- kunnaðu okkur á þeim erfiðu tímum sem við nú lifum! Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.