Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 ✝ Friðrik ÁrniKristjánsson fæddist í Stapadal í Arnarfirði 1. ágúst 1922. Hann lést á heimili sínu í Tálkna- firði 1. október 2009. Foreldrar hans voru Kristján Krist- jánsson, f. 24. októ- ber 1844 á Borg í Arnarfirði, d. 8. apríl 1928, og Guðný Guð- mundsdóttir, f. 7. okt. 1881 á Horni í Mos- dal í Arnarfirði, d. 5. sept. 1957. Fósturforeldar Friðriks voru Bjarni Árnason, f. 28. júní 1897, d. 19. maí 1972, og Kristjana Th. Ólafsdóttir, f. 6. janúar 1898, d. 11. maí 1983, en þau bjuggu m.a. í Laufási í Bakkadal í Arn- arfirði, en til þeirra kom hann átta ára gamall. Friðrik kvæntist 4. janúar 1947 Nönnu Júlíusdóttur frá Bíldudal, f. 9. júní 1926. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Júlíus Nikulásson, f. 1. júlí 1884 á Uppsölum í Ket- ildalahreppi, d. 15. desember 1939, og María Guðbjörg Jónsdóttir, f. 30. nóvember 1886 í Reykjafirði í Suðurfjarðahreppi, d. 17. ágúst mars 1982. Dóttir hennar og fyrr- verandi eiginmanns, Ómars Awad, er Miriam Petra, f. 10. júlí 1990. 5) Kristján, f. 24. febrúar 1954, maki Guðbjörg Lára Wathne, f. 5. des- ember 1958, dætur þeirra Ásta Hrönn, f. 12. janúar 1990, og Marí- anna, f. 5. nóvember 1995. Dóttir Kristjáns og Lilju Einarsdóttur var Kristín Björk, f. 11. apríl 1982, d. 5. febr. 2009. 6) Guðný, f. 10. jan- úar 1956, d. 25. ágúst 1969. Friðrik lærði vélstjórn og var vélstjóri á ýmsum fiskiskipum til 1956, síðar verksmiðjustjóri í Fiskimjölsverksmiðjunni á Bíldu- dal ásamt vinnu við viðgerðarþjón- ustu fyrir Hraðfrystihús Suður- fjarðahrepps og á bátum þess til áramóta 1970-71 þegar hann og fjölskyldan fluttu búferlum til Tálknafjarðar. Hóf hann þá störf hjá Vélsmiðju Tálknafjarðar þar sem hann vann um nokkurt árabil en fór síðan aftur á sjóinn og var vélstjóri á ýmsum skipum hjá Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar og fleirum. Hann var á sínum tíma í stjórnum Sparisjóðs Arnfirðinga, Rafveitu Suðurfjarðahrepps og í Hafnarstjórn Bíldudalshafnar og einnig í sóknarnefndum og kirkju- kórum bæði í Bíldudalskirkju og eftir að hann fluttist í Tálknafjörð í kirkjunum þar. Útför Friðriks fer fram frá Tálknafjarðarkirkju í dag, 10. október og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Bíldudals- kirkjugarði. 1976. Börn Friðriks og Nönnu eru: 1) María Birna, f. 19. október 1946, maki Bárður Árnason, f. 17. október 1944, börn þeirra: Nanna Björk, f. 29 júní 1966, Árni Gunnar, f. 27. júní 1967, og María Guðbjörg, f. 12. febr- úar 1981, barnabörn- in eru fimm. 2) Bjarney Kristjana, f. 4. júlí 1949, maki Pétur Sveinsson, f. 8. janúar 1941. Börn Bjarneyjar og fyrrverandi maka, Höskuldar Dav- íðssonar, f. 1. janúar 1948, eru: Guðný, f. 30. desember 1969, Frið- rik, f. 24. janúar 1971, og Davíð, f. 30. janúar 1981, barnabörnin eru sex. 3) Ingvi, f. 16. ágúst 1950, maki Elín Ellertsdóttir, f. 22. ágúst 1954, börn þeirra: Guðni, f. 2. maí 1977, Ellert Geir, f. 13. febrúar 1980, Sindri Snær, f. 21. ágúst 1984, Ægir Örn, f. 5. október 1986, og Friðrik Árni, f. 1. desember 1994, barnabörnin eru fjögur. 4) Margrét Elín, f. 24. mars 1952, sambýlismaður hennar var Pétur Þór Elíasson, f. 26. júlí 1948, d. 11. Elsku hjartans pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Í barnsminni finnst mér þú alltaf hafa verið að vinna, mikið á sjó og lengi í burtu, ef ekki á sjó fórstu eldsnemma á morgnana og komst oft ekki heim fyrr við vorum sofnuð, þínir vinnu- dagar oftast alltof langir. Í Græna- bakkakjallaranum vaktir þú fyrir mörg jólin við að smíða gjafir handa okkur, bíla, sófa og stóla úr litlum kubbum, klædda flaueli og m.fl. Þá sat mamma við saumavélina og saumaði okkur jólafötin, tvö sett á hvert okkar, því ekki voru sauma- efnin þannig þá að skellt væri í þvottavél oft á dag. Þá vantaði ef- laust nokkra tíma í sólarhringinn. Allir vildu láta þig vinna fyrir sig því þú varst klár á flestar vélar, gerðir við fljótt og örugglega. Þú hafðir sterka réttlætiskennd og kunnir því illa ef hlutir stóðust ekki. Eftir að þú hættir vinnu dundaðir þú við ýmislegt, enda handlaginn mjög bæði á tré og járn, margar stundirnar varst þú við rennibekk- inn í bílskúrnum, til urðu ýmsir fal- legir gripir. Fórst suður á námskeið í útskurði og skarst út muni sem eru okkur afar dýrmætir. Erfið veikindi þurftir þú að ganga í gegnum en stóðst þau að mestu af þér en þau tóku samt sinn toll. Þá fékkstu áhuga fyrir golfi og voru þær ófáar dagstundirnar sem þið Valdi fermingarbróðir þinn röltuð um Hólstúnið með kerrurnar ykkar. Þú hafðir mjög gaman af að ferðast, fórst víða. Þið mamma eignuðust einstaka vini, Skarphéð- inn og Ragnheiði, sem þið voruð með í mörg ár á Kanarí. Gaman var að heyra ykkur rifja upp hvað oft hafði verið glatt á hjalla, mikið hleg- ið, spilað og skellt í slagina. Margar ferðirnar fórum við Pétur með ykk- ur t.d. til Cork, Prag, Kanarí svo og sumarbústaðaferðir hér heima. Í öllum þessum ferðum brást ekki að spilaðir voru nokkrir „Fávitar“ Hafði ég gaman af að hlusta á „Væ- lutríóið“ sem söng alltaf með sínu nefi hvar sem var, breyttist ekki einu sinni tóntegundin. Við skoðuðum margt, nautst þú þess og dáðist að þeim stórkostlegu byggingum og listaverkum er fyrir augu bar, landslagi og framandi gróðri. Því miður kom að því að heilsan leyfið ekki fleiri ferðalög. Þú varst alltaf svo áhugasamur ef við vorum að fara eitthvað, fylgdist með hvert við fórum, varst held ég alltaf með okkur í huganum. Sem dæmi nú síðast er Ingvi var við Grænland var skoðað oft á dag hvernig gengi hjá stráknum. Með nafna þínum hjá Gæslunni fylgdist þú ætíð hvort hann væri á sjó eða á þyrlunni. Þú hafðir yndi af allri tónlist og varst góður söngmaður. Starfaðir í kirkjukórnum á Bíldudal, síðan eftir að þið fluttuð á Tálknafjörð fórstu að syngja þar í kirkjunni, varst í sóknarnefndinni þegar byrjað var að byggja nýju kirkjuna á Hólnum, þessi bygging var þér afar hjart- fólgin og þú stoltur af henni. Við kveðjum þig þaðan í dag. Elsku mamma mín, missir þinn er mikill eftir 64 ára samveru, megi góður Guð styðja þig og styrkja, við systkinin munum standa við hlið þér og gæta þín. Við Pétur kveðjum þig með söknuði, ástarþakkir fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Bjarney Kristjana (Badda.) Það er komið að kveðjustund, elsku pabbi minn. Það er skrýtið að sitja við skrifborðið þitt og skrifa á tölvuna þína þar sem þú sast svo oft, skoðaðir blöðin og fylgdist með fréttum. Þú varst ótrúlegur maður, sem varst oft búinn að glíma við erfið veikindi, en seiglan í þér kom þér á fætur aftur og aftur. Það er gott til þess að vita að þú fékkst að sofna heima og ég veit að þú fórst sáttur. Það eru svo ótal, ótal minning- arnar sem koma upp í hugann, en ég ætla að geyma þær í hjarta mér. Þú barst hag okkar allra fyrir brjósti og fylgdist vel með því sem við vorum að gera. En við vitum að öllu er ætluð stund en erum kannske ekki alltaf viðbúin. Þakka þér, pabbi minn, fyrir allar yndislegu stundirnar sem við höfum átt í gegnum árin og fyrir alla um- hyggjuna. Ég mun gera mitt besta til að styðja mömmu en hennar missir er mikill. Farðu í friði. Friður guðs blessi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín elskandi dóttir, Margrét Elín Friðriksdóttir (Gréta.) Elsku besti afi minn, ótrúlega þykir mér sárt að kveðja þig. Ég elska þig og allar minningarnar okkar. Ég læt fylgja ljóðið sem ég gaf þér. Afi minn er maður, maður sem man aðra tíma. Afi minn er persóna, persóna Íslands. Afi minn er lágvaxinn, en þó sé ég stjörnurnar bera við himin þegar ég lít upp til hans. Stoltið sem ég finn, þegar ég sé afa er fólgið í ástinni. Ástin; fegurri en aldrei fyrr, sem eilíft sumar í firði með sóleyjar í brekku og hamingju. Ástarkveðjur, með söknuði í hjarta, Miriam Petra. Friðrik Árni Kristjánsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur ómetanlega hlýju og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HREIÐARS KARLSSONAR fyrrum kaupfélagsstjóra, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fyrir hlýju og umönnun. Jónína Á. Hallgrímsdóttir, Hallgrímur Hreiðarsson, Dagmar Kristjánsdóttir, Kristjana Hreiðarsdóttir, Áki Áskelsson, Herdís Hreiðarsdóttir, Björn Maríus Jónasson, Karl Hreiðarsson, Unnur Ösp Guðmundsdóttir, Snorri, Egill, Bragi, Ásta Ögn, Jónína Huld, Jónas Ingi og Jakob Fróði. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýju við fráfall og útför HELGU SIGRÍÐAR EYSTEINSDÓTTUR húsfreyju á Hrauni í Ölfusi. Þórdís Ólafsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Hjördís Ólafsdóttir, Marc Origer, Ásdís Ólafsdóttir, Sverrir J. Matthíasson, Þórhildur Ólafsdóttir, Hannes Sigurðsson, Herdís Ólafsdóttir, Þórhallur B. Jósepsson og fjölskyldur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar og tengdamóður, HALLDÓRU GUNNARSDÓTTUR frá Steinsstöðum, til heimilis Höfðagrund 19, Akranesi. Árni S. Einarsson, Guðbjörg Halldórsdóttir, Gunnar Einarsson, Ragnheiður Pétursdóttir, Marteinn G. Einarsson, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Einar Halldór Einarsson, Guðmundur Einarsson, Sóley Sævarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGÞÓRS PÁLSSONAR fyrrum bónda á Hjaltastað, síðast til heimilis Laugavöllum 5, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir umönnun hans. Guðný Hildigunnur Sigþórsdóttir, Ingvi Ingvarsson, Páll Sigurbjörn Sigþórsson, Rúnar Sigþórsson, Guðný G. H. Marinósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR HERGEIRSDÓTTUR, Móaflöt 49, Garðabæ. Sérstakar þakkir til Fóstbræðra, Mótettukórs Hallgrímskirkju og starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi. Einar H. Ágústsson, Davíð Einarsson, Ragnhildur Óskarsdóttir, Hergeir Einarsson, Pálína Hallgrímsdóttir, Hafsteinn Már Einarsson, Kristín Jóna Kristjánsdóttir, Einar Örn Einarsson, María Erla Marelsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Ilmur María Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, STEINÞÓR EDVARDSSON, Klettahrauni 17, Hafnarfirði, lést laugardaginn 26. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningar- sjóð Steinþórs Edvardssonar, Klettahrauni 17, reikningur 545-14-402234, kt. 560290-1609. Ósk Skarphéðinsdóttir, Edvard Oliversson, Hólmfríður Edvardsdóttir, Ari Jónsson, Oliver Edvardsson, Sigrún Björk Sigurðardóttir, Edda Lovísa Edvardsdóttir, Agnar Guðmundsson og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.