Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Kristinn Skotið með linsunni Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi iðnaðarráðherra var gríðarlega einbeittur þar sem hann mundaði myndavélina á umhverfisþinginu í gær. London | Kreppan í fjármálakerfum um allan heim endurspeglar allsherj- arbilun í regluverkinu og fyrir vikið verða kröfur um meira og betra eft- irlit háværar. Ákall um slíkt mátti heyra að nýju á G-20 fundinum í Pittsburgh og Evrópusambandið brást nýlega við með því að greina frá áætlun um nýja eftirlitsstofnun, sem hefði Evrópu undir. Í hnattvæddu fjármálakerfi er lykilatriði að ná réttu jafnvægi á milli heima- og gistiríkis og þjóðríkisins og hins yfirþjóðlega. Lítum á Evrópu. Evr- ópskar fjármálastofnanir og markaðir ná yf- ir landamæri í slíkum mæli að það á sér ekki fordæmi, en yfirvöld í hverju ríki fyrir sig ráða samt enn för í reglusetningu. Með því að taka á evrópska vandamálinu gæti fundist lausn á hnattræna vandanum. Núverandi líkan Evrópusambandsins, sem kennt er við „eitt vegabréf“ og byggist á því að heimalandið setji fjármálastofnunum reglur, hefur brugðist svo hrapallega að það er vandræðalegt. Hagkerfi Eystrasaltsríkj- anna eru ef til vill sorglegustu fórnarlömbin, en skaðinn teygir sig eftir Mið- og Austur- Evrópu alveg niður á Balkanskaga. Eftir hin hrikalegu áhrif kreppunnar á hagkerfi þeirra er ekki hægt að búast við að ríki, sem hýsa starfsemi dótturfyrirtækja og útibúa vestrænna banka, sætti sig við óbreytt ástand. En líklegt er að hinar nýju evrópsku eftir- litsstofnanir verði ófullnægjandi. Evrópskt kerfisáhætturáð (The European Systemic Risk Council, ESCR) á aðeins að fylgjast með. Nýju eftirlitsstofnanirnar þrjár hjá ESB sem eiga að fylgjast með bönkum, tryggingastarfsemi og verðbréfamörkuðum eiga að samræma störf eftirlitsmanna, sem fyrir eru í hverju landi fyrir sig. Þau munu ekki hafa neitt vald til að fylgja hlutum eftir og stjórnir einstakra ríkja eru þegar farnar að leita leiða til að grafa undan valdi þeirra og (fjárhagslegri) getu. Tímabært er að hugsa um varaáætlun – hvað gerist ef þessar umbætur skila ekki því sem þarf til að vernda löndin, sem á mæðir. Þau lönd, sem nú skorast undan – innan Evrópu er það einkum Bretland – þurfa að átta sig á að ná- ist ekki lausn, sem tekur til alls ESB, er hinn kosturinn róttæk viðbót á reglum í gest- gjafaríkjum. Þetta er enn líklegra í ríkjum, sem ekki búa við sömu höft gegn leiðum bundnum við einstök ríki og aðildarríki ESB – og ber þar hæst Indland og Kína, sem opn- uðu ekki landamæri sín fyrir beinni erlendri fjárfestingu í fjármálageiranum fyrr en ný- verið. Í húfi er nokkurra áratuga samruni í fjár- málum í Evrópu. Ólíkt flestum öðrum hlut- um heimsins hefur fjármagn í Evrópu flætt frá ríkum löndum til fátækra – einkum frá vestri til austurs og suðurs. Í Austur-Evrópu hefur fjármagn leitað uppi löndin með hrað- asta hagvöxtinn og fylgt ríkjandi mynstri ný- markaða. Almennt hefur samþætting í fjármála- heiminum átt stóran þátt í hagvexti í Austur- Evrópu. Iðngreinar, sem eiga mikið undir fjármögnun að utan, uxu hraðar í löndum, þar sem mikið fjármagn streymir inn, en í löndum með lítið innstreymi peninga. En hin hraða aukning lánsfjár fyrir tilstilli erlendra milliliða eftir ýmsum leiðum (þar á meðal bein lán og lán frá dótturfyrirtækjum banka og fjármögnunarstofnana) hefur blásið lofti í eignabólur og aukið gengisáhættu. Vegna skorts á skilvirku regluverki gerir samruni í fjármálum að verkum að þetta svæði stendur berskjaldað þegar farvegir lánsfjár þorna skyndilega upp. Þeir kostir, sem nú eru á borðinu, hreyfa vart við grundvallarreglunni um að uppruna- ríkið setji reglurnar. Þó er áberandi að þetta líkan hefur brugð- ist í því að vernda gistiríki gegn kerfisbund- inni áhættu vegna þess innsteymi fjármagns varð of mikið og fór úr böndunum. Það skapar vandamál að veita gestgjafa- ríkjum aukið vald yfir móðurfyrirtækjum, sem eru utan þeirra lögsögu. Flest gistiríki hafa takmarkaða burði til að átta sig á flók- inni uppbyggingu víðfeðmra fjármálafyrir- tækja og máttur þeirra til að fylgja eftir reglum og eftirliti er takmarkaður. Tillaga ESB um „ráð eftirlitsmanna“ leys- ir málið aðeins að hluta, jafnvel að viðbættri evrópskri „kerfisáhættunefnd“, vegna þess að hún staðfestir æðri sess regluvaldsins í upprunalandinu og tekur ekki á möguleik- anum á hagsmunaárekstri milli reglna og eftirlits í upprunalandinu og gestgjafaland- inu. Gestgjafaríkin gætu verndað hagsmuni sína með því að grípa til róttækrar lausnar, sem fæli í sér einhliða fjármagnshöft og ann- að til að vernda heimamarkaðinn. Auðvitað gæti þetta hæglega gert að engu allt það, sem unnist hefur í sambandi við samruna í fjármálum. Við leggjum til annan kost, sameiginlega staðla um „lögsögu byggða á áhrifum“. Það yrði þá þannig að þegar áhrif starfsemi fjár- málastofnunar eru nægilega mikil ætti land- ið, sem verður fyrir þeim, að fá að fara með regluvaldið óháð því hvar stofnunin hefur að- setur. Slík lögsaga byggð á áhrifum á sér langa hefð í beitingu laga gegn hringamynd- un bæði í Bandaríkjunum og Evrópusam- bandinu. Þá hefðu ríki í hlutverki gestgjafa leyfi til að setja hömlur á lánsfjáraukningu burtséð frá því með hvaða hætti fjármála- stofnun kýs að koma fé á markað og það myndi styrkja rétt gestgjafaríkisins til að krefjast upplýsinga frá regluvaldinu í upp- runalandinu. Lögsaga byggð á áhrifum gæti vakið áhyggjur innan Evrópusambandsins um frjálst flæði fjármagns. Evrópusáttmálinn viðurkennir hins vegar undantekningar í al- mennri stefnumótun. Þess utan er í nokkr- um tilskipunum ESB gengist við hagsmun- um landa þar sem fjármagnsgjörningar fara fram (til dæmis í líftryggingasamningum) með því að veita þeim lögsögu yfir slíkum viðskiptum. Besta leiðin til að vernda bankastarfsemi þvert á landamæri og fjármálalega samþætt- ingu væri að koma á fót skilvirku regluverki og eftirliti um allt ESB og betra væri að stofnunin yrði alþjóðleg og gæti fylgst með sambandi upprunalanda og gestgjafa. Án viðunandi framfara í þá átt verður hins vegar að veita gestgjafaríkjunum meiri vernd. Við teljum að áhrifanálgun með samkomulagi um þröskuld myndi draga úr neikvæðum áhrifum þess að gestgjafaríki hefðu meira vald í setningu reglna og eftirliti. Eftir Erik Berglof and Katharina Pistor »Með því að taka á evr- ópska vandamálinu gæti fundist lausn á hnattræna vandanum. Erik Berglöf Erik Berglöf er aðalhagfræðingur Endur- reisnar- og þróunarbanka Evrópu. Katharina Pistor er lagaprófessor við lagaskóla Col- umbia-háskóla. © Project Syndicate, 2009. www.project-syndicate.org Villan í regluverki fjármála í Evrópu Katharina Pistor Á SUMARÞINGI hef ég ásamt fjölmörgum öðrum þingmönnum reynt að fá fram hvaða stefnu rík- isstjórnin hefur í orku- og at- vinnumálum. Umhverf- isráðherra og iðnaðarráðherra hafa þar tal- að í kross. Þó hefur komið fram að mikilvægt sé að fjölga störfum í landinu. Grímunni kastað Grímunni er loks kastað með ákvörðun iðnaðarráð- herra um að framlengja ekki viljayfirlýsingu um álver á Bakka sem og úrskurði um- hverfisráðherra að fella úr gildi ákvörðun Skipulags- stofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvest- urlína og öðrum tengdum framkvæmdum. Allt er gert til að stöðva það að fleiri álver verði að veruleika hér á landi. Það er stefna ríkisstjórnarinnar. Óvissan enn aukin Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, hversu brýn þörf er á atvinnuuppbyggingu á Íslandi einmitt nú. Er- lendir fjárfestar hafa sýnt mikinn áhuga á því að koma að ýmsum verkefnum hér á landi sem tengjast flest orkufrekum iðnaði. Ákvarðanir ráðherranna tveggja þýða að langþráðum atvinnutækifærum er í besta falli frestað en í versta falli kastað á glæ. Enn er aukið á óvissuna varðandi atvinnutækifæri til framtíðar. Að byggja upp Verkefnið sem liggur fyrir er að endurreisa íslenskan efnahag. Atvinnulífið byggjum við upp með því að treysta grunnstoðirnar, byggja upp í orkufrekum iðnaði, nýta auðlindir landsins og skapa eðlileg skilyrði fyrir rekstur og atvinnulíf. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa þau skilyrði að atvinnulífið geti blómstrað en ekki að bregða fæti fyrir þau tækifæri sem í augsýn eru. Í hnotskurn Í orði skal fjölga störfum, á borði er tækifærum kastað á glæ. Það er atvinnustefna ríkisstjórnarinnar. Atvinnustefna ríkisstjórnarinnar komin í leitirnar Unnur Brá Konráðsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. » Í orði skal fjölga störf- um, á borði er tækifærum kastað á glæ. Það er atvinnu- stefna ríkis- stjórnarinnar. Eftir Unni Brá Konráðsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.