Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Spunameistarar ríkisstjórnar-innar eru af ýmsu tagi. Stækk- andi hópur hefst við í stjórnarráðinu við Lækjargötu, sumir spinna frá öðrum ráðuneytum og enn aðrir ut- an ríkisstjórnar. Einn hinna síðast- nefndu er Stefán Ólafsson sem spinnur frá Háskóla Íslands, en hann hefur um árabil verið liðtækur í póli- tískum spuna.     Stefán heldurþví fram í grein í Frétta- blaðinu í gær að Icesave- skuldabagginn sem ríkisstjórnin vill leggja á þjóð- ina sé „auka- atriði“ og að Ice- save-málið hafi „fengið allt of stórt hlutverk í umræðunni“.     Þetta rökstyður prófessorinn meðþví að einungis nálægt 15% af þeim skuldum sem ríkissjóður þurfi að bera verði vegna Icesave, en 85% verði af ýmsum öðrum ástæðum.     Ein af forsendunum er að Icesave-skuldin verði 300 milljarðar króna. Sú tala er sem von er ekki rökstudd, því Icesave-málið snýst um að ríkið gangist í ábyrgð fyrir meira en tvöfaldri þeirri upphæð.     En hver sem upphæðin nákvæm-lega verður þá verða aðrir en spunameistarar að horfa til þess að hún bætist við þær skuldir sem óhjá- kvæmilega munu leggjast á ríkissjóð og hún er öll í erlendri mynt.     Þá verða greiðslur vaxta og af-borgana nægar til að valda verulegum erfiðleikum í velferð- arkerfinu.     Einhvern tímann hefði prófess-orinn haft áhyggjur af því, en nú er samúðin öll með ríkisstjórninni. Hún má ekki fyrir nokkra muni falla. Stefán Ólafsson. „Aukaatriðið“ Icesave Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 rigning Lúxemborg 15 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Bolungarvík 5 rigning Brussel 15 skýjað Madríd 22 léttskýjað Akureyri 4 alskýjað Dublin 13 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Egilsstaðir 4 rigning Glasgow 11 skúrir Mallorca 25 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 7 rigning London 14 skýjað Róm 26 heiðskírt Nuuk -3 heiðskírt París 18 skýjað Aþena 26 heiðskírt Þórshöfn 8 alskýjað Amsterdam 13 heiðskírt Winnipeg 2 snjóél Ósló 7 heiðskírt Hamborg 11 skýjað Montreal 11 skúrir Kaupmannahöfn 9 skýjað Berlín 12 léttskýjað New York 17 alskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Vín 13 alskýjað Chicago 9 skúrir Helsinki 4 heiðskírt Moskva 7 skúrir Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 10. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.46 1,0 10.10 3,5 16.35 1,2 22.47 3,1 8:04 18:26 ÍSAFJÖRÐUR 6.00 0,6 12.15 1,9 18.56 0,7 8:14 18:26 SIGLUFJÖRÐUR 2.31 1,2 8.13 0,5 14.32 1,3 21.02 0,4 7:57 18:09 DJÚPIVOGUR 0.52 0,5 7.14 1,9 13.42 0,7 19.24 1,6 7:35 17:54 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Norðaustan 8-13 m/s og dálítil él NA-lands, en annars bjart. Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp SV-lands seinni- partinn. Hiti víða 1 til 6 stig, en 0 til 5 stiga frost NA-lands. Á mánudag Suðaustan 13-18 m/s og rign- ing S- og V-lands, en hægara og úrkomuminna norðaustan til. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst. Á þriðjudag og miðvikudag Suðlæg átt og dálítil væta S- og V-lands, en annars þurrt. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast NA-lands. Á fimmtudag Suðvestanátt með skúrum, en bjart fyrir austan. Milt veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Búast má við stormi NV-lands og við SA-ströndina. Norð- austlæg átt, 18-23 m/s NV- lands um tíma og við SA- ströndina síðdegis, en annars 13-18 m/s. Víða rigning eða slydda, en léttir til S- og V- lands. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast á V-landi. FJÓRIR alþingismenn fara um helgina til New York til að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Þingmennirnir verða ytra í hálfan mánuð. Þingmennirnir fjórir eru Oddný Harðardóttir og Róbert Marshall frá Samfykingu, Einar K. Guðfinns- son Sjálfstæðisflokki og Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum. Vara- menn koma inn fyrir þessa þing- menn, meðan þeir sitja allsherj- arþingið. Venjan hefur verið sú að sex al- þingismenn sæki allsherjarþingið á hverju hausti. Nú var brugðið á það ráð að fækka þeim um tvo í sparn- aðarskyni, að sögn Helga Bernód- ussonar, skrifstofustjóra Alþingis. sisi@mbl.is Færri fara á þing SÞ NÝLEGA var forsvarsmönnum Laugardælakirkju, þeim Sr. Kristni Ágústi Friðfinnsyni og Ólafi Þóri Þór- arinssyni, fulltrúa sóknarnefndar, af- hentir nokkrir gripir og pappírar til vörslu til minningar um Bobby Fisc- her, heimsmeistara í skák, sem hvílir þar í garðinum. Stöðugur straumur ferðamanna er að gröf meistarans í Laugardæla- kirkjugarði rétt við Selfoss. Nú síðast heimsótti garðinn Milos Forman, kvikmyndaleikstjórinn heimskunni. Áhugi er á því hjá sóknarnefndinni að bæta þarna aðstöðu til móttöku ferðamanna og jafnvel að koma þar upp litlu safni til minningar um skákmeistarann og minjagripa- sölu. Umræddir munir eru vísir að því safni. Er þar um að ræða tvö skrín, annað með minningarbók, sem lá frammi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík eftir andlát hans og fjölmargir, bæði fyrirmenn þjóðarinnar, skákmeistar- ar og almenningur rituðu nöfn sín í, í virðingar- og samúðarskyni við hinn látna. Einnig mappa með minningarræðu sr. Gunnþórs Ingasonar og fyrirbænum sr. Kristins, ásamt minningarorðum Guðmundar G. Þórarins- sonar, frá kveðjustund er fram fór að tilhlutan RJF baráttu- og stuðningshóps Bobby Fischers, skömmu eftir fráfall hans og útför. Ennfremur grein Einars S. Einarssonar um baráttuna fyrir frelsi hans og hingaðkomu til Íslands, ásamt myndum ofl. Hins vegar lítinn rósaviðarkassa með minningarkveðjum, bréfum og kortum er stuðn- ingshópi hans bárust víða að og ýmsu smálegu tengdu minningu hans. Skrínunum fylgja tveir talfkóngar úr blýi, annar silfraður en hinn blakk- ur, sem tákn um að þar hvílir konungur skáktafls- ins. Þá fylgdi og með innrömmuð viðhafnarsálma- skrá og minningarkort frá athöfninni. sisi@mbl.is Afhentu muni tengda Bobby Bobby Fischer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.