Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 ✝ Guðrún SvanlaugAndersen fædd- ist í Vestmanna- eyjum 2. mars 1921. Hún lést á Lands- spítalanum í Foss- vogi 25. september 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Hans Peter And- ersen, f. í Fredriks- sund í Danmörku 30. mars 1887, d. í Vest- mannaeyjum 6. apríl 1955, og Jóhanna Guðjónsdóttir, f. í Sigluvík í Landeyjum 27. febrúar 1889, d. í Vestmannaeyjum 23. nóvember 1934. Hinn 12. apríl 1941 giftist Guð- rún Húnboga Þorkelssyni, f. í Vestmannaeyjum 7. janúar 1916, d. 9. apríl 2002. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Peter Andersen, maki Erla Adólfsdóttir. Eiga þau tvo syni og fjögur barnabörn. 2) Þorkell Hún- bogason, sambýliskona Ingunn El- ín Hróbjartsdóttir. Á hann þrjú börn og sex barnabörn. 3) Valur Andersen, maki Ingibjörg F. Bern- ódusdóttir. Eiga þau tvo syni og tvö barnabörn. 4) Eva Andersen, maki Sig- urður G. Sig- urjónsson. Eiga þau tvo syni og sex barna- börn. 5) Bogi And- ersen, maki Hilda Klara Þórisdóttir. Eiga þau þrjú börn. 6) Gunnar Andersen, maki Elísabet Ruth Guðmundsdóttir. Á hann fjögur börn. 7) Arnar Andersen, maki Ragnheiður H. Sigurkarlsdóttir. Eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Guðrún Svanlaug ólst upp á Sól- bakka í Vestmannaeyjum en eftir að hún gifti sig flutti hún að Sand- prýði og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Aðalstarfsvettvangur Guð- rúnar voru húsmóðurstörf og upp- eldi barna ásamt því að sinna stóru og oft gestkvæmu heimili. Guðrún var stofnfélagi í Félagi eldri borg- ara í Vestmannaeyjum og sat þar í stjórn til margra ára. Útför Guðrúnar verður gerð frá Landakirku í dag, 10. október og hefst athöfnin klukkan 11. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel – við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson.) Tengdamóðir mín, Gunna í Sand- prýði, eins og hún var oftast kölluð, er dáin. Ég var svo heppin að fá að kynn- ast henni náið. Hún var hæg aldrei man ég eftir að hún hafi hækkað röddina né talað illa um nokkurn mann. Gunna og Bogi, sem er dáinn fyrir sjö árum, eignuðust sjö börn, allt dug- legt og myndarlegt fólk, enda fengu þau gott uppeldi í Sandrpýði, sem var eins og á fimm stjörnu hóteli, alltaf bakað og smurt brauð á borðum, allt hreint og strokið, straujað og stífað. Það var svo notarlegt að koma til þeirra, hann svo hress og kátur og hún róleg og yfirveguð. Þegar Bogi veikist fluttu þau í Eyjahraun 10, en það eru íbúðir fyrir aldraða. Eftir að Bogi dó bjó Gunna þar ein í sjö ár og sá um sig sjálf, en hún var með liða- gigt á háu stigi frá unga aldri en aldrei kvartaði hún. Einnig hrjáðu hana margir sjúkdómar aðrir en hún tók þessu öllu með æðruleysi. Okkur þótti öllum vænt um hana og ef hún bað okkur um greiða fannst okkur hún sýna okkur mikinn heiður og gerðum allt sem við gátum til að hjálpa henni. Síðustu tvo mánuðina var hún komin á Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra og naut þar mjög góðrar aðhlynningar. Ég vil enga lofræðu þegar ég er dá- in, sagðir þú við mig, en ef einhver ætti skilið lofræðu þá værir það þú. Í huga mínum rifja ég upp hversu mikils virði þú varst börnum þínum, tengdabörn- um og barnabörnum. Þú varst klett- urinn í hafinu og ég kveð þig með söknuði, Gunna mín. Bið að heilsa Boga. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Inga. Elsku amma Gunna, þú varst svo skemmtileg. Þú varst svo góð við alla. Mér fannst svo gott að koma til þín. Ég og amma Eva komum oft og horfðum á fótbolta hjá þér. Stundum hljóp ég til þín í hádeginu. Þú varst alltaf svo þakklát fyrir allt sem þú fékkst. Við afi Magnús komum eitt sinn til þín á spítalann þegar þú varst lasin og gáfum þér blóm, og þú varst svakalega ánægð með það og sagðir öllum hver hafði gefið þér blómin. Nú ertu hjá Guði og honum afa Boga og vonandi líður þér vel. Saknaðarkveðja til þín, elsku amma Gunna. Þinn Magnús Karl. Gunna frænka var yngst sex barna Jóhönnu Guðjónsdóttur og Danska- Péturs Andersen á Sólbakka í Vest- mannaeyjum og sú síðasta til að kveðja. Með fráfalli hennar verða því margföld vatnaskil: það er að hverfa, fólkið sem fæddist inn í sjálfsþurft- arsamfélag sem hafði lítið breyst um margra alda skeið og skilaði okkur þeim allsnægtum sem við búum við í dag. Gunna frænka var litla systir henn- ar mömmu sem alltaf fékk fallegt blik í auga þegar Gunna var annars vegar eða hennar fólk. Og ekki að ástæðu- lausu: litla systir hennar var alla sína tíð manneskja sem aðrir máttu taka sér til fyrirmyndar sökum dugnaðar hennar, þrautseigju og velvilja. Hún var enda lánsöm í sínu lífi. Úr foreldrahúsum á Sólbakka bar hún með sér stillingu og skyldurækni, fyr- ir utan dugnaðinn og snyrtimennsk- una, og svo eignaðist hún skínandi mann, hann Boga heitinn í Sandprýði. Með honum eignaðist hún nær heilt fótboltalið af strákum, annáluðum dugnaðarforkum, og eina dóttur, sem í barnsminninu var líka ein af strák- unum úr Sandprýði og gaf þeim ekk- ert eftir í hverju sem var. Þau voru falleg saman, Gunna og Bogi. Þau voru samhent og æðrulaus, góð heim að sækja og enn skemmti- legri þegar þau komu í heimsókn með bræðrunum frá Sólbakka og konum þeirra. Þá voru sagðar sögur með hlátrasköllum og mamma raulaði yfir vöfflubakstrinum. Einn frændi minn benti mér á að ég skyldi sérstaklega fylgjast með Boga og Willum móður- bróður þegar þeir færu að segja sög- ur: ef þeir lygndu aftur augunum væru þeir að ljúga. Ég sá fljótt að þeir lygndu oft aftur augunum og þeim mun meira sem sögurnar urðu mergj- aðri og fengu skemmtilegri endi. Það dró ekkert af Sandprýðihjón- unum þótt þau færu að eldast því þau urðu fljótt stórvirk í samtökum eldri borgara í Eyjum og vantaði aldrei í ferðalag, á ball eða skemmtun; þá dönsuðu þau fram á rauðar nætur. Bogi var svo kominn í golf fyrir allar aldir næsta dag. Gunna frænka missti mikið þegar hún missti Boga og síðustu árin var hún orðin lúin, næsta blind síðasta ár- ið. Það er því allt eins líklegt að hún hafi verið hvíldinni fegin. En nú er hún aftur komin í dansinn með Boga sínum – ef hann er þá ekki langt úti á himinvöllum að spila golf. En það verður aftur ball í kvöld. Ómar Valdimarsson. Nú er komið að kveðjustund. Sómakonan Gunna í Sandprýði hefur kvatt okkur. Það er margt sem renn- ur gegnum hugann á þessari stundu, allar góðu minningarnar um þig elsku Gunna, Boga og fjölskyldu ykkar. Að- fangadagskvöldin þegar ég rölti yfir frá Felli með gjafirnar mínar undir armi, til að sýna Gunnu hvað ég hafði fengið í jólagjöf, reyndar við litla hrifningu yngri frænda minna (þeir höfðu ekki áhuga á þessu stelpudóti). Appelsínan úr stóru silfurskálinni tilbúin handa mér mjúk og hlaðin af sykurmolum. Allar skemmtilegu afmælisveisl- urnar sem Gunna hélt fyrir yngri kynslóðina á bænum og með fylgdu kvikmyndasýningar sem stundum voru sýndar á gafl eða vegg í næsta húsi, allt gómsæta bakkelsið, pönnu- kökurnar, brúnkakan og ekki má gleyma rúllupylsunni góðu úr tækni- legu pressunni hans Boga frænda. Ég gæti endalaust haldið áfram því margar eru minningarnar en ég læt þetta nægja, geymi aðrar í huga mér og hjarta. Innilegt þakklæti til þín elsku Gunna fyrir tryggð og vináttu ætíð. Blessuð sé minning Guðrúnar Svan- laugar Andersen. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Sandprýðisfjölskyldunni sendi ég mínar innilegust samúðarkveðjur. Hafdís Magnúsdóttir. Á kveðjustund ljúfrar vinkonu hrannast upp minningar frá áratuga vináttu og ótal samverustundum. Kemur fyrst upp í hugann þakklæti og eftirsjá. Þakklæti fyrir að hafa ung kynnst henni og jákvæðu lífsviðhorfi hennar, fyrir trausta vináttu og trún- að, sem aldrei bar skugga á. Eftirsjá vegna þess að þessar samverustundir eru liðnar. Æðruleysi einkenndi allt hennar fas, þrátt fyrir erfiða sjúkdóma allt frá æsku. Aðdáunarverð var umhyggja barna hennar og tengdabarna, sem hún unni mjög og var stolt af. Ekkert auðgar lífið meira en kynni við gott fólk, sem gefur svo vel af sér, að maður er ríkari eftir. Sendi ég fjölskyldu Guðrúnar inni- legar samúðarkveðjur og enda þessi kveðjuorð með tveim erindum eftir Erlu: Þó að sleppi hendi hönd hinsti nálgast fundur. Eigi slitna andans bönd algerlega í sundur. Gegn um tárin geisli skín, gleði og huggun vekur. Göfug andans áhrif þín enginn frá mér tekur. Kristjana Þorfinnsdóttir. Hún var afar fíngerð, hæglát og lát- bragðið allt bar vott um yfirvegun og fágun. Hún var dugnaðarforkur sem skilaði jafnan góðu dagsverki þar sem verkefni voru unnin af nákvæmni og alúð. Hún var áhugasöm um umhverfi sitt og hafði skoðanir á mönnum og málefnum, þó sjaldnast væri hún að flíka því hátt. Hún var greind kona og víðsýn og hefði eflaust náð langt á menntabrautinni hefði hún tekið þann „kúrs“. Hún helgaði sig búi og börnum og stýrði stórum hópi af röggsemi og festu. Minningin um eldhúsið í Sand- prýði verður fyrirferðamikil. Amma svo fínleg og falleg að bera á borð ilm- andi bakkelsi, afi við borðsendann með glettni í auga að segja sögur úr bæjarlífinu, vel ýktar og kryddaðar kímni. Fullsetið við borðið, enda alltaf pláss fyrir gesti og gangandi. Þar var skrafað og skeggrætt, þar ríkti sam- heldni, góðvild og glaðværð. Menn sóttu í Sandprýði sér til líkamlegrar og andlegrar næringar. Sagt er að flestir finni ástina ein- hvern tíma á lífsleiðinni en vandinn sé að viðhalda vináttunni og kærleikan- um. Þá kúnst kunnu þau flestum bet- ur afi minn og amma. Það var hrein unun að sjá þau saman og gott vega- nesti fyrir okkur hin. Amma var mjög félagslynd og tók virkan þátt í starfi eldriborgara. Hún ferðaðist mikið og lét heilsuleysi ekki stöðva sig. Hún var mikið hörkutól þrátt fyrir fínlega og netta líkamsbyggingu. Um leið og ég kveð þig elsku amma mín vil ég þakka fyrir vináttuna, tryggðina og alla umhyggjuna sem þú sýndir mér og börnunum mínum alla tíð. Ég veit að nú hefur þú aftur fund- ið höndina styrku hans afa og þið leið- ist nú á öðrum grundum. Hann horfir á þig með ást í auga og þú á hann. Hann þarf auðvitað að stríða þér svo- lítið – þú skammar hann góðlátlega og brosir. Guðrún Elísa Þorkelsdóttir. Guðrún Svanlaug Andersen Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma systir og mágkona, GUÐRÚN LÁRA KJARTANSDÓTTIR, Heiðarhjalla 29, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 8. október. Bjarni Sólbergsson, Jón Kjartan Kristinsson, Elsa Guðrún Jóhannesdóttir, Arnar Jónsson, Karítas Jónsdóttir, Kjartan Kjartansson, Halla Guðmundsdóttir, Kristín Kjartansdóttir. ✝ Okkar ástkæri SVEINN KR. PÉTURSSON lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 7. október. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Iðunn Jónsdóttir, Gunnar Hrafn Sveinsson, Hannes Jón Lárusson, Elke Zimmermann, Johanna Björg og Jonathan. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÍMA THORODDSEN, Vallargötu 20, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 8. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sumarliði Gunnarsson, Bolli Thor Valdimarsson, Helga Guðjónsdóttir, Gunnar Sumarliðason, Birna Þórðardóttir, Ingibjörg Sumarliðadóttir, Jarl Larsen, Kristín Sumarliðadóttir, E. Roy Arris, Ragnhildur Sumarliðadóttir, Sigurjón Kristjánsson, Ásthildur Sumarliðadóttir, Þröstur Elliðason, ömmubörn og langömmubörn.                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.