Morgunblaðið - 10.10.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 10.10.2009, Síða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 HORFU til himins, með höfuðið hátt, söng hljóm- sveitin Nýdönsk um árið. Konan á myndinni hefði vel getað kyrjað lagið er hún leit til himins í miðbæ Reykjavíkur í gær, í miðjum storminum og bleytunni sem fylgdi. Borgarbúar fengu svo sannarlega að finna fyrir fyrstu alvöruhaust- lægðinni. Konan á reiðhjólinu lét sig ekki muna um að fara út í óveðrið en það fylgir ekki sög- unni við hvern hún er að tala í farsímann. Sam- kvæmt spám verður eitthvað betra veður um helgina og þá óhætt að fara út á hjólinu eða stunda aðra meinholla útivist. Vinda- og votviðrasamt í henni Reykjavík Morgunblaðið/Ómar Horft til himins með höfuðið hátt Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „Á bak við þessa ákvörðun liggur mismunandi sýn í kjaramálum, en ekki að ég hafi ekki verið að vinna vinnuna mína,“ sagði Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, en uppstillingarnefnd á þingi Starfsgreinasambandsins ákvað að gera ekki tillögu um að Að- alsteinn yrði áfram formaður mat- vælasviðs sambandsins. Halldóra Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bárunnar á Selfossi, var kosin for- maður matvælasviðs í stað Aðal- steins. Uppstillingarnefnd gerði til- lögu um Halldóru. Aðalsteinn fór ekki fram gegn tillögu nefndarinnar. Ágreiningur hefur verið innan Starfsgreinasambandsins um störf formanns matvælasviðs sambands- ins. Aðalsteinn hefur verið formaður sviðsins í u.þ.b. 10 ár, en innan þess er m.a. fólk sem starfar við fisk- vinnslu. Aðalsteinn segir að bæði Sigurður Bessason, formaður Eflingar, og Skúli Thoroddsen, framkvæmda- stjóri SGS, hafi unnið gegn sér. Hann sagðist ekki hafa haft geð í sér til að fara fram gegn tillögu uppstillingar- nefndar. „Ég hef ekki áhuga á að vinna með þessum mönnum.“ Kristján Gunnarsson var endur- kjörinn formaður Starfsgreinasam- bandsins. Hann sagði, þegar hann sleit þingi sambandsins, að það væri mikilvægt að „við töluðum einum rómi. Það er okkar sterkasta vopn.“ Ef til vill hefði Starfsgreinasamband- ið ekki hugað nægilega vel að því á undanförnum árum. Kristján bauð Halldóru Sveinsdóttur velkomna í framkvæmdastjórn sambandsins. Hann þakkaði Aðalsteini Baldurs- syni fyrir kröftug störf hans á um- liðnum árum. „Við Aðalsteinn mun- um áfram vinna saman af heilindum og ég treysti honum til góðra verka. Ég veit að hann mun standast þær væntingar.“ Aðgerða krafist nú þegar Í ályktun Starfsgreinasambands- ins um málefni heimilanna var skerð- ing á kjörum aldraðra og öryrkja gagnrýnd. Þingið krafðist þess að af- koma heimila í landinu yrði tryggð nú þegar. „Háir vextir, mikil verðbólga, fall krónunnar, lækkun húsnæðis- verðs og versnandi atvinnuástand hafa skilið fjölmargar fjölskyldur og einstaklinga eftir á barmi eignamiss- is og gjaldþrots, auk þeirra sem nú þegar hafa misst allt sitt.“ Halldóra kom inn fyrir Aðalstein  Skipt var um formann matvælasviðs á þingi Starfsgreinasambands Íslands  Þingið vill fá niðurstöðu um Icesave-málið sem fyrst og fagnaði umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu Aðalsteinn Baldursson Kristján Gunnarsson umbíu í Kanada hafa sett fram kenningar þessa efnis og telja hugsanlegt að þorskur á Bretlandsmiðum haldi á næstu áratugum norður á bóginn. Þá segja þeir að hlýnunin Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is TALSVERÐAR breytingar hafa þegar orðið á síðustu árum á göngum fisktegunda norður á bóginn. Í íslenskri lögsögu er nærtækast að nefna makrílinn sem komið hefur upp að land- inu í miklu magni á allra seinustu árum. Auk hans mætti síðan nefna aukna útbreiðslu ýsu og skötusels. Sömuleiðis hefur aukning orðið á nokkrum suðlægum tegundum þorskfiska í „röllum“ Hafrannsóknastofnunarinnar, eins og til dæmis lýsu og spærlings. Á hinn bóginn hefur loðnan færst norðar og stofninn hefur minnkað. Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar, segir að hafvís- indamenn um allan heim fylgist með þessari þróun. Ekki segist Ólafur tilbúinn á þessu stigi að skrifa undir að fiskigengd muni aukast um tugi prósenta á norðlægum slóðum fyrir miðja öldina. Vísindamenn við háskólann í Bresku Kól- kunni að leiða til útrýmingar fisktegunda á heitari svæðum. Ólafur segir að hver fisktegund eigi sér sín- ar kjöraðstæður. Taka megi makrílinn sem dæmi og hann sæki í sinn kjörhita og sín kjör fæðuskilyrði. Makríllinn sé þó ekki einn í sjón- um og því ráðist stofnþróun hans m.a. af því hvernig öðrum tegundum í vistkerfinu vegni, þ.e. þær sem lifa á makríl og þær sem hann lif- ir á. Þetta sé því á hverjum tíma spurning um aðstæður í umhverfinu, um ástand einstakra fiskstofna, samspilið þeirra á milli og fæðu- framboðið, en allt spili þetta saman í nátt- úrunni sem og hvernig fiskveiðum er háttað. Ólafur segir að fiskifræðingum hafi vegna margra óvissuþátta og flókinna vistfræðilegra tengsla stundum reynst erfitt að spá um fram- vindu fiskistofna til skamms tíma, hvað þá til 50 ára eins og kanadísku vísindamennirnir hafi nú gert. Hann segist ekki hafa séð forsendur þeirra og heildarniðurstöður. Hér er hins vegar mikið í húfi og hagsmunir sem snerta marga og því sé t.d. á vegum Haf- rannsóknastofnunarinnar og innan Alþjóða- hafrannsóknaráðsins lögð aukin áhersla á rannsóknir tengdar viðbrögðum fiskistofna við fyrirsjáanlegri hlýnun sjávar. Aukin útbreiðsla suðlægra þorskfiska sjáanleg  Hver fisktegund á sínar kjöraðstæður  Stundum erfitt að spá um framvinduna til skamms tíma hvað þá til 50 ára  Hafvísindamenn um allan heim fylgjast með þróun sem tengist hlýnun sjávar Vísindi Staðsetningartæki sett í þorsk, en vel er fylgst með þróuninni sem fylgir hlýnun sjávar. Morgunblaðið/Skapti Hallgríms KAJ Leo Holm Johannesen, lög- maður Færeyja, kemur í opinbera heimsókn til Íslands dagana 12.-14. október nk. og á hann meðal annars fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra heldur lögmanni kvöldverðarboð og hann heimsækir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Lögmaðurinn skoðar Landnáms- sýninguna í Reykjavík, Þingvelli, Geysi, Gullfoss og Skálholt, auk þess sem hann heimsækir Alþingi og Háskóla Íslands. Lögmaður Fær- eyja í heimsókn BÆJARRÁÐ Vesturbyggðar hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega fyr- irhuguðum til- lögum um fækk- un ferða Breiðafjarð- arferjunar Bald- urs úr daglegum ferðum í 3-5 ferðir á viku. Þetta virðist áformað, ásamt verulega skertri vetrarþjónustu á Vest- fjarðavegi 60. Bæjarráð Vest- urbyggðar krefst þess að hvorki verði dregið úr ferðum Baldurs yfir Breiðafjörð né vetrarþjónustu vegakerfisins á svæðinu. Mótmæla fækkun ferða með Baldri Baldur Mikilvægt samgöngutæki. Þing Starfsgreinasambandsins samþykkti ályktun þar sem hvatt er til þess að Icesavemál- inu verði lokið hið fyrsta. „Ljóst er að endurreisn efnahagslífs- ins hefur tafist vegna þessa nöturlega máls og litlar líkur á því að kraftur komist í uppbygg- ingu efnahags- og atvinnulífs- ins á meðan því er ólokið og mikil hætta er á einangrun landsins.“ Sambandið fagnaði umsókn Íslands að ESB, en lagði áherslu á að tekið yrði til- lit til krafna Ísland í sjávar- útvegs- og landbúnaðarmálum. Klára þarf Icesave

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.