Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 ✝ Grétar Þór Brynj-ólfsson fæddist á Ekkjufelli í Fellum 26. mars 1930 og ólst þar upp. Hann lést á sjúkradeild HSA á Egilsstöðum 5. okt. sl. Foreldrar hans voru hjónin Solveig Jóns- dóttir, f. 1902, d. 1988, og Brynjólfur Sigbjörnsson, f. 1898, d. 1979, bændur á Ekkjufelli. Systkini Grétars eru Vignir, f. 1926, d. 1983, Sig- björn, f. 1928, Þórunn f. 1938 og Sigrún, f. 1939. Grétar tók gagnfræðapróf frá Eiðaskóla 1949 og próf frá Sam- vinnuskólanum í Reykjavík 1950. Árið 1951 kvæntist Grétar Þór- unni Önnu Maríu Sigurðardóttur, frá Sólbakka í Borgarfirði eystra, f. 1930. Þau reistu nýbýlið Skipa- læk í landi Ekkjufells 1951. Börn: 1. Solveig Brynja kennari, f. 1951, m. Kári B. Gestsson tónlistarkennari, f. 1948, búa í Hafnarfirði. Börn þeirra: a. Selma Þórunn kennari, f. 1971, m. Ólafur Þór Magnússon líf- efnafræðingur, f. 1970, búa í Reykjavík, börn, Kjartan Ísak, f. 2001 og Iðunn Margrét, f. 2004. b. gerður, nemi í Brúarásskóla, f. 1995. Búskapur var blandaður á Skipa- læk fyrstu árin. Jafnhliða honum vann Grétar hjá Vegagerð ríkisins og víðar á sumrum. Hann var for- maður UMF Hugins í Fellum 1952- 54, sat í stjórn Búnaðarfélags Fellahrepps 1959-60 og síðar í Fjárræktarfélaginu. Hreppstjóri Fellamanna var hann á árunum 1955-64 og sat í sveitarstjórn í nokkur ár. Hann átti sæti í stjórn- um ýmissa fyrirtækja og félaga, s.s. Verslunarfélags Austurlands, Ak- urgulls o.fl. Árið 1955 tók hann far- skólann til sín og sá um kennsluna í eitt ár og aftur á árunum 1960-63. Eftir kalárin 1960-62 fækkaði Grét- ar bústofninum og reisti í félagi við aðra síldarsöltunarstöðina Þór hf í landi Sörlastaða í Seyðisfirði. Hana ráku þau hjónin árin 1963-1968 eða þar til síldin hvarf. Þá var snúið aftur til bústarfanna og hafin frek- ari uppbygging á Skipalæk með áherslu á garð- og sauðfjárrækt. Árið 1978 hófu Grétar og Þórunn ferðamannaþjónustu samhliða bú- skapnum og hefur hún vaxið jafnt og þétt á staðnum fram til þessa en hefðbundinn búskapur lagst af. Síðustu þrjú árin dvaldi Grétar á sjúkradeild HSA á Egilsstöðum eft- ir heilablæðingu en við góða and- lega heilsu. Útför Grétars verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag,10. október kl. 14. Jarðsett verður í kirkjugarði Ás- sóknar í Fellabæ. Ágúst Bergur osteó- pati, f. 1973, m. Álf- heiður Maren Páls- dóttir ritari, f. 1977, búa á Dalvík. 2. Sig- urður tæknifræð- ingur, f. 1956, d. 2007. m.1. Anna Guðný Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1956, býr á Egils- stöðum. Börn þeirra, a. Þórunn Gréta tón- listarnemi, f. 1981, samb.m. Davíð Þór Jónsson guð- fræðinemi, f. 1965, búa í Reykja- vík, hann á þrjú börn og eitt barnabarn. b. Kristín Arna hönn- uður, f. 1984. m.2. Gréta Jóna Sig- urjónsdóttir tónlistarkennari, f. 1965, býr í Fellabæ. Sonur þeirra Sigurjón Torfi, f. 2007. 3. Baldur, f. 1961, m. Katrín Malmquist Karlsdóttir, f. 1961, bændur í Kirkjubæ í Hróarstungu. Börn þeirra, a. Bryngeir Daði hót- elstjóri, f. 1982, samb.k. Bylgja Dröfn Sigurðardóttir leiðbeinandi, f. 1984, búa í Fellabæ, sonur Unn- ar Karl, f. 2005. b. Antonía Malm- quist leiðbeinandi, f. 1986. c. Sölvi nemi í ME, f. 1990. d. Karítas Hvönn nemi í ME, f. 1993. e. Álf- Nú þegar mágur okkar Grétar á Skipalæk er fallinn frá, koma fram margar og góðar minningar. Heimili hans og Þórunnar systur okkar var fastur punktur í okkar lífi og stóð okkur alltaf opið jafnt á nóttu sem degi. Þar nutum við ávallt gestrisni og góðs atlætis. Grétar var dulur og ekki margmáll en í þéttu, traustu handtaki hans fundum við hlýju og velvild. Grétar var greindur maður og hugsuður mikill og kom víða við í sínu sam- félagi. Hann var áræðinn og fram- kvæmdasamur og ber öll uppbygging á Skipalæk merki þess og mun halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Við mágkonurnar kveðjum Grétar með söknuði og þökkum samfylgdina. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Þórunni, Brynju, Baldri og fjölskyld- um þeirra, vottum við innilega sam- úð. Ásthildur, Björg og Nellý. Grétar á Skipalæk, vinur okkar og fóstri, er látinn, farinn að loknu góðu og árangursríku ævistarfi. Við minn- umst Grétars með innilegu þakklæti fyrir þann þátt sem hann átti í upp- eldi okkar systkina. Með Grétari og Þórunni var bú- stangað daginn út og daginn inn í mörg ár. Það var smalað, féð baðað, kartöflur og rófur teknar upp, heyj- að, þá voru útreiðar, rúið, skítur mok- aður, fjárflutningar til og frá, sauð- burður, gefið á garðann og margt fleira. Börn og barnabörn þeirra voru eins og systkini okkar. Þekking okk- ar á landbúnaði og náttúru er mikið að þakka Grétari og konu hans, dugn- aðarforkinum Þórunni. Það er margs að minnast frá þessum árum, efni í heila bók ef tekið væri saman. Við minnumst þessara stunda með hlýju og oftar en ekki með brosi því margt var brallað. Vinna var gerð að leik og ungu fólki komið í skilning um ábyrgð án þess að tíunda þyrfti. Grétar var fæddur alþingshátíðar- árið 1930. Hann ólst upp á Ekkjufelli í Fellahreppi, í þjóðbraut og á miklu menningarheimili. Hann var Ekkju- fellsmaður eins og þeir gerast bestir, greindur, framsýnn, áræðinn, fastur fyrir og útsjónarsamur. Hann gekk til mennta og lauk námi í Samvinnuskólanum á Bifröst, sem í þá tíð þótti góð menntun. Þó að Grét- ar hefði getað orðið hvað sem var og farið hvert sem var, kaus hann að fara á heimaslóð og reisti nýbýlið Skipalæk úr landi Ekkjufells. Þar stundaði hann hefðbundinn búskap í mörg ár, aðallega var Grétar þó sauð- fjárbóndi, rak bú sitt með myndar- brag og átti gott sauðfé og lagði upp úr að rækta það. Grétar hafði þá eðliseiginleika Ekkjufellsmanna, framsýni og áræðni, í ríkum mæli. Tvö góð dæmi eru um það. Þegar kal var mikið í túnum á Hér- aði á sjöunda áratugnum réðst hann í byggingu síldarsöltunarstöðvar á Seyðisfirði, rak hana í nokkur sumur og náði þannig í lok síldarævintýris- ins. Eftir að hafa stundað hefðbundinn búskap í áratugi hætti Grétar með sauðfé og gerðist einn af frumkvöðl- um í ferðaþjónustu bænda með því að bjóða gistingu á íslensku sveitaheim- ili. Eitt af kennileitunum á Héraði eru sumarhúsin á Skipalæk sem standa við Fljótið undir háum fellum sem einkenna svo mjög landslagið í Fella- hreppi hinum forna. Grétar er einn af þeim sem hefur lagt margt gott til samfélagsins með störfum sínum, bæði með beinum og óbeinum hætti, án þess að hátt hafi farið. Við munum eftir að hann og faðir okkar sátu stundum langt fram eftir kvöldi, kannski með örlítið tár í glasi og ræddu bæði þjóðarhag og hag sveitar sinnar, sem þeir báðir unnu svo mjög. Veltu því fyrir sér hvað gæti orðið til framfara og upp- byggingar og það sem meira var, létu verða af því. Þeir voru báðir af þeirri kynslóð sem mundu tímana tvenna, aldir upp í kreppubasli millistríðsár- anna, hernámsárin, viðskiptahöft eft- irstríðsáranna og uppbyggingu eigin rekstrar þegar ekkert var til nema eigin útsjónarsemi og dugnaður. Verk og eiginleikar Grétars hafa verið tíundaðir en eitt er víst að í gegnum tíðina hefur kona hans Þór- unn stutt hann og þau unnið verkin saman. Jón, Sigríður, Anna Birna og Þórhalla Þráinsbörn. Grétar Þór Brynjólfsson Eymundur Magnússon ✝ EymundurMagnússon fæddist í Hvítadal, Saurbæ í Dölum 21. maí 1913. Hann lést 15. september 2009. Útför Eymundar fór fram í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar ✝ Júlíus KristjánThomassen fæddist á Ísafirði 8. júlí 1969, hann lést á heimili sínu hinn 28. september síðastlið- inn. Móðir hans er Ást- hildur Cesil Þórð- ardóttir, f. 11. sept. 1944. Foreldrar hennar eru Að- alheiður Bára Hjaltadóttir, f. 11. okt. 1924, d. 1. nóv. 2000, og Þórður Ing- ólfur Júlíusson, f. 4. ágúst 1918. Faðir: Freddý Thomassen, Dan- mörku. Fósturfaðir er Elías Skaftason, f. 18. júní 1944. For- eldrar hans eru Skafti Sigþórs- son, f. 10. júlí 1911, d. 16. nóv. 1985, og Elín Elíasdóttir, f. 7. nóv. 1909, d. 14. jan. 1989. Synir Júlíusar eru Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, f. 8. mars 1997, móðir hans er Jóhanna Ruth Birgisdóttir. Sigurjón Dagur Júlíusson, f. 16. júní 2005, móðir hans er Sigríður Inga Sigurjóns- dóttir. Systkini Júlíusar eru: Ingi Þór Stefánsson, f. 26. júní 1967. Unnusta hans er Matt- hildur Valdimarsdóttir. Börn þeirra eru Evíta Cesil og Símon Dagur. Önnur börn Matthildar eru Sóley Ebba, Kristján Logi og Aron Máni. Bára Aðalheiður Elíasdóttir, f. 6. sept. 1971. Unnusti hennar er Bjarki Steinn Jónsson. Börn þeirra eru Hanna Sól og Ást- hildur Cesil. Skafti Elíasson, f. 3. júní 1974. Eiginkona hans er Tinna Óð- insdóttir. Börn þeirra eru Óðinn Freyr og Sólveig Hulda. Önnur börn Skafta eru Júlíana Lind og Daníel Örn. Arinbjörn Elvar Elíasson, f. 18. apríl 1968. Eiginkona hans er Marijana Cumba Barn þeirra er Arnar Milos. Júlíus ólst upp á Ísafirði og bjó þar mestan hluta ævinnar. Hann vann ýmis störf um ævina svo sem við sjómennsku, fiskverkun og garðyrkju. Listin átti samt hug hans allan og var hann hag- ur á hin ýmsu náttúruefni, svo sem leður, tré og stein. Hann fékk ekki einungis útrás fyrir listhneigð sína í náttúru- listaverkum, heldur málaði hann einnig og teiknaði. Júlíus var mikill vinur vina sinna og í hjarta sínu góður drengur. Útför hans fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju laugardaginn 10. október kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Vorið 2004 kynntist ég þér og fljótlega féll ég kylliflöt fyrir þér. Þú varst hraustur, frískur, fallegur og laus undan fíkninni. Það var yndislegt vor. Þú vannst hörðum höndum í garðvinnu og hellulögn- um og einnig í sjálfum þér og þann- ig kynntumst við. Daginn sem ég missti bílprófið sagðist þú keyra mig hvert sem ég vildi komast. Góð- semin og hjálpsemin var aldrei langt undan. Þú hafðir ríka réttlæt- iskennd og sást alltaf það góða í öllu. Þetta vor fórum við á hestbak í Engidalnum. Þú ljómaðir af ham- ingju. Þú fórst með okkur í Skála- vík. Þú hlóðst bálköst og við grill- uðum með Úlfi þínum og Ólöfu minni. Við fórum í nokkurra daga hestaferð og það var sólskin allt þetta sumar. Lágum í tjaldinu og horfðum á hval svamla í sjónum í Arnarfirðinum. Ég man að eitt kvöldið í hestaferðinni fórum við að veiða og þú sem varst svo fiskisæk- inn veiddir helling svo að við íhug- uðum að opna fiskibolluverksmiðju. Það var mikil hamingja þegar Sigurjón Dagur fæddist sumarið 2005. Það var stoltur faðir sem tók á móti honum. En óveðurský hrönnuðust upp það haust og leiðir okkar skildu. En þú komst alltaf reglulega að heimsækja okkur. Sonur okkar varð þeirra gæfu að- njótandi að kynnast þínum besta manni. Tíminn sem hann fékk með þér var dýrmætur og þetta voru miklar gæðastundir. Veiðiferðirnar ykkar voru óteljandi og margar ferðir í pitsubúðina. Snemma í vor komst þú og keyptir með mér tré í garðinn sem þú gróðursettir fyrir okkur. Þú valdir trén af kostgæfni og alúð. Við áttum góðar stundir saman í sumar og lofuðum hvort öðru að vera alltaf vinir. Betri vin er ekki að finna. Tómleikinn innra með okkur er mikill og söknuðurinn sár. Hvíl þú í friði, elsku Júlli okkar. Undir hundruðum járnaðra hæla dreymdi mig drauminn um þig, sem gengur eitt haustkvöld í hljóðum trega dúnléttum sporum hinn dimmleita stig, dúnléttum sporum veg allra vega og þú veist að ég elska þig. (Steinn Steinarr.) Sigríður Inga Sigurjónsdóttir. Í dag kveðjum við Júlíus syst- urson okkar með hlýju og söknuði. Hann fæddist rúmu ári eftir að litli bróðir okkar með sama nafni lést, aðeins nokkurra mánaða gamall. Júlli ólst upp á Seljalandsveginum steinsnar frá Vinaminni, sem er æskuheimili okkar móðursystkina hans. Þar var hann löngum stund- um og var augasteinn ömmu sinnar. Júlíus var fjörmikill strákur og snemma kom í ljós hversu mikill ljúflingur hann var. Lífshlaup hans var viðburðaríkt og margs er að minnast. Hann elskaði náttúruna, og æskuslóðir afa hans í Fljótavík á Hornströndum voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hann eign- aðist tvo yndislega syni sem hann elskaði og átti með þeim góðar stundir úti í náttúrunni sem hann þekkti svo vel. Það er með trega í hjarta sem við systur kveðjum þennan frænda okkar og biðjum góðan guð að geyma hann. Halldóra, Inga Bára og Sigríður Þórðardætur. Júlíus Kristján Thomassen AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.