Morgunblaðið - 10.10.2009, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.10.2009, Qupperneq 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 America’s Next Top Model er ágætis dæmi um afþreyingu, ég hef fáa heyrt tala um söguþráð- inn þar 48 » HVAÐA leikir finnast 10 ára börnum skemmtilegir? Hverjir þekkja og kunna „ripp rapp rúrí“ eða „sí sí kom pleimó“? Reynt verð- ur að svara þessum spurningum og mörgum fleiri í verkefninu Samtímasöfnun – leikir barna sem Þjóðminjasafn Íslands stendur fyr- ir í samvinnu við Byggðasöfn Árnesinga og Reykjaness, Lækningaminjasafn Íslands, Minjasöfn Austurlands, Akureyrar og Reykja- víkur og Þjóðfræðistofu. Að sögn Önnu Lísu Rúnarsdóttur, sviðstjóra rannsókna- og varðveislusviðs Þjóðminjasafns, er markmiðið að safna fróðleik um leiki barna við upphaf 21. aldar, ásamt leikföngum og ljós- myndum. Söfnunin nær til nemenda í nokkrum 5. bekkjum víðsvegar um landið. Í verkefninu er stuðst við aðferð er kallast „samdok“ og þróuð hefur verið í Svíþjóð. „Hugmyndin er að safna ekki bara gripum, ljósmyndum eða þjóðháttum heldur láta þetta allt spila saman og fá þannig betri mynd af því sem verið er að safna,“ segir Anna Lísa. „Eitt af markmiðunum er að þjálfa starfs- fólk safna í að nota þessa aðferðafræði. Við völdum að taka leiki barna í samtímanum. Þetta er ekki fyrsta söfnunin sem tengist barnaleikjum, til eru eldri leikföng og efni sem tengist leikjum, en flestar rannsóknir hafa ekki tengst börnunum beint heldur er oft rætt við foreldra eða kennara. Við vildum virkja börnin sem þátttakendur og komum til með að leggja fyrir þau spurningar, fylgjast með þeim í frímínútum, einhver viðtöl verða tekin og ljósmyndir. Þegar búið er að vinna úr gögn- unum verður reynt að safna inn tiltölulega fáum gripum, en einhverju sem er lýsandi fyr- ir leiki barna í dag.“ Anna Lísa segir að safnað verði sameig- inlegum safnkosti, ekki þurfa öll söfnin að eiga sömu gripina. „Það er lykill að þessari sam- tímasöfnun að hafa slíka verkaskiptingu. Í nú- tímanum er svo mikið af hlutum og þá þarf að vanda hvað valið er til varðveislu sem sneið- mynd af þema eða samfélaginu.“ efi@mbl.is Safna samtímaleikjum  Leika börn ripp rapp rúrí og sí sí kom pleimó?  Söfn afla upplýsinga um leiki 10 ára barna Í ripp rapp rúrí Fyrirhugað er að safna upp- lýsingum um leiki barna í dag. ÞAÐ er hefð fyrir því að Banda- ríkjaforseti velji sér listaverk frá völdum ríkis- listasöfnum Bandaríkjanna til að prýða veggi heimilis síns, þ.e. Hvíta hússins. Það hafa nú Obama-hjónin, þau Barack og Michelle, gert í sam- vinnu við innanhússhönnuðinn Mich- ael Smith og urðu 36 verk fyrir val- inu. Þeir sem fara í heimsókn til Barack og Michelle geta m.a. virt fyrir sér verk eftir Edgar Degas, Ed Ruscha, Rothko, Diebenkorn, Ed- ward Corbett og Susan Rothenberg. Listasöfnin sem valið er úr eru National Gallery of Art, Hirshhorn- safnið og skúlptúrgarðurinn og Smithsonian-safnið sem hafa að geyma bandarísk verk. Flest verkin er að finna á annarri og þriðju hæð Hvíta hússins og var þeim flestum komið þar fyrir áður en Obama- fjölskyldan flutti inn. „Obama- hjónin vildu fá stórfengleg nútíma- og samtímalistaverk í híbýli sín,“ segir Harry Cooper, sýningarstjóri hjá National Gallery of Art. Þau gættu þess þó að velja úr geymslum safnanna, þ.e. ekki verk sem voru al- menningi til sýnis. Flest verkanna eru bandarísk nútímamálverk. List fyrir forsetahjón Gamalli hefð fylgt Málverk eftir Rothko. NÝJASTA glæsi- hýsi Barselóna, hundrað metra há hótelbygging sem líkist segli á skútu, hefur vakið mikla óánægju meðal fjölda borg- arbúa sem telja háhýsið skemma útsýni sitt yfir Miðjarðarhafið. Mótmælendur halda því fram að hótelbyggingin sé ólögleg og hafa kært framkvæmdina. Hótelið heitir W Hotel Barcelona en hefur verið kallað Seglhótelið. Einn mótmælenda, Gloria Melich, segir það skammarlegt að byggja fimm stjörnu lúxushótel á svæði sem tilheyri borginni, sérstaklega í ljósi þess að ein nótt á hótelinu kosti jafn- mikið og atvinnulaus manneskja fær í bætur á mánuði. Byggingin er í Bar- celoneta-hverfinu við ströndina en það var á árum áður hverfi félítilla veiðimanna og hafnarstarfsmanna. Bandarískt fyrirtæki á hótelið og seg- ir það meistaraverk í samtímabygg- ingarlist. „Seglhótel“ veldur reiði Háhýsið W Hotel Barcelona. LISTASAFN Reykjanesbæjar býður upp á fyrirlestur og leið- sögn á morgun, sunnudaginn 11. október klukkan 15. Myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi Eiríksson heldur fyr- irlestur í Bíósal um réttlæt- ingu listarinnar á síðustu ára- tugum; til að mynda um hvernig á að greina á milli tveggja eins hluta þar sem annar er listaverk. Eftir fyr- irlesturinn mun Inga Þórey Jóhannsdóttir leiða gesti um sýningu sína, Flökkuæðar – Loftfar, í Listasal Duushúsa. Sýningin opnaði á Ljósanótt 4. september og stendur til 18. október. Myndlist Einar Garibaldi og Inga Þórey Inga Þórey við verk á sýningunni. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ís- lands heldur fjölskyldutónleika í Háskólabíói klukkan 14 í dag, laugardag. Fluttur verður Eld- fuglinn eftir Ígor Stravinskíj. Ruman Gamba stjórnar hljóm- sveitinni og trúðurinn Barbara – Halldóra Geirharðsdóttir – er sögumaður. Eldfuglinn er ævintýri fyrr alla fjölskylduna og litrík tónlist Stravinskíjs gerir tónleikana að einstakri upplifun. Sagan er um prinsinn Ívan sem er ástfanginn af prinsessu en hún er í haldi skrímslis. Með hjálp göldrótta eldfuglsins tekst Ívani að vinna bug á Kastei. Tónlist Ævintýrið um Eldfuglinn Trúðurinn Barbara er sögumaður. BARBÖRUKÓR- INN heldur tónleika í Hafnafjarðarkirkju á morgun, sunnudag 11. október klukkan 17. Kórinn flytur perlur úr íslenska tónlistararfinum í útsetningum Smára Ólasonar þjóðlagafræðings. Smári hefur um langt árabil rannsakað uppruna fjölda þjóðlaga og útsett þau fyrir orgel, einsöng og kór. Á tónleikunum verða fluttar útsetningar Smára á þjóðlögum við trúarlega texta. Stjórnandi og orgelleikari á tónleikunum er Guðmundur Sigurðsson. Tónlist Smáralög Barbörukórsins Barbörukórinn. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞRÆDDIR þræðir nefnist sýning fjögurra listakvenna, þeirra Ásgerðar Búadóttur, Hildar Hákonardóttur, Guð- rúnar Gunnarsdóttur og Hildar Bjarnadóttur, sem var opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á fimmtudag- inn var. Um leið var opnuð sýningin Einu sinni enn í safn- inu, en hún kemur frá Handverki og hönnun. Inga Jónsdóttir, safnstjóri í Hveragerði, er jafnframt sýningarstjóri Þræddra þráða. Hún segir að í verkum listakvennanna fjögurra sé myndlistin undirstaðan, hið einstaka. Í sýningu Handverks og hönnunar er áherslan á notagildið, en verkin má jafnframt fjölfalda. Í þessu sam- hengi segir hún að megi ræða margt, þar á meðal fjöl- breytilegt hlutverk safna. „Ég valdi á sýninguna fjórar konur, af fjórum kyn- slóðum, sem nálgast sköpunina á mismunandi hátt. Allar vinna þær þó með þráðinn,“ segir Inga. Átök við miðilinn „Ásgerður er frumkvöðull í nútímaveflist hér á landi. Hún lærði myndlist og notar ull og hrosshár til að gera sterkar módernískar myndir. Myndmál hennar er ná- tengt málaralistinni. Hildur Hákonardóttir leggur áherslu á teikninguna og beitir vefnaðinum sem pólitísku vopni, verk hennar eru nátengd kvennapólitíkinni. Guð- rún Gunnarsdóttir notar karllægt efni, vírinn, til að vinna verkin en er samt með sterka tengingu við kvenleg gildi; hún er þannig með öðruvísi nálgun við kvennapólitík og vinnur með minni kvenna. Loks er það Hildur Bjarna- dóttir, fjórða kynslóðin, hún vinnur líka með minni kvenna auk þess að velta fyrir sér myndlistinni, og fjallar beinlínis um teikninguna, málverkið og skúlptúrinn. Hún vinnur með undirstöðurnar og beitir „kvenlegum“ aðferð- um, rekur til að mynda upp málverkastriga og notar þráð- inn sem efnivið til að hekla úr,“ segir Inga. Hún segist ennfremur hafa valið verkin á sýninguna með það í huga að þau tali hvert við annað. „Það er fjallað um kvennapólitík hér í verkum en þetta snýst líka um rýmið, um ljós og skugga; þetta eru átök við miðilinn en jafnframt við tíðarandann á hverjum tíma.“ Um myndmál þráðarins Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur skrifar í sýningarskrá um list kvennanna fjögurra og segir að þræðir séu ekki einfalt mál, en í þjóðsögu er lagt bann við því að spinna í tunglsljósi því þá getur úlfur hlaupið eftir þræðinum og gleypt tunglið. „Myndmál þráðarins hefur löngum talist til hins kvenlega í menningunni, með til- heyrandi tilvísunum til tenginga og tengsla, en margt bendir til að konur skilgreini sig frekar út frá tengslum en aðgreiningum. Þessi tengsl geta svo á stundum tekið á sig ógnvænlegar myndir í vefnaði neta og örlaga.“ Allar vinna með þráðinn  Sýning á verkum fjögurra veflistakvenna er í Listasafni Árnesinga  Fjallað er um kvennapólitík í verkunum og sjá má átök við tíðarandann Konur með þræði Inga Jónsdóttir safn- og sýningarstjóri, Hildur Hákonardóttir, Hildur Bjarnadóttir og Guðrún Gunnarsdóttir við opnun sýningarinnar í Hveragerði. Sýningin Einu sinni var, sem opnuð var í Listasafni Árnes- inga í vikunni, kemur frá Handverki og hönnun. Hug- myndin með henni var að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar með því að tefla saman tveimur ólíkum lista- mönnum. Tólf voru valdir og hver Ólíkir listamenn vinna saman að nytjahlutum fékk samstarfsaðila til liðs við sig. Þema sýningarinnar er „gamalt og nýtt“ og á sýning- unni má sjá fjölda áhuga- verðra nytjahluta sem urðu til í þessu samstarfi. Sýningin hefur áður verið sett upp í Safnasafn- inu á Svalbarðseyri, á Ísafirði, Egilsstöðum og á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.