Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is KARLAR hafa yfirleitt meiri sveigj- anleika í starfi en konur og þ.a.l. meiri möguleika á að samræma fjöl- skyldulíf og atvinnu. Hinsvegar lítur samfélagið enn á þá sem fyrirvinnur og krefst þess að þeir eyði miklum tíma á vinnustaðnum. Þrátt fyrir að konur hafi minni sveigjanleika í starfi er enn litið svo á að þær beri meginábyrgð á heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta kemur fram í doktorsritgerð Gyðu Margrétar Pét- ursdóttur, Innan áru kynjajafn- réttis: Vinnumenning, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð, sem hún varði við Háskóla Íslands í gær. Gyða segist hafa fengið hugmynd- ina að ritgerðinni þegar hún skoðaði tölfræði um að atvinnuþátttaka ís- lenskra kvenna væri með því mesta sem gerðist í heiminum og fæðing- artíðnin væri með því hæsta sem gerðist í Evrópu, þrátt fyrir að ís- lenskar konur ynnu jafnlanga vinnu- daga og norskir karlmenn. Hún vildi því rannsaka hvernig fjölskyldulíf samræmdist vinnunni. Jafnréttisstefnur sjaldgæfar Gyða skoðaði vinnuumhverfi á ólíkum vinnustöðum, jafnt í opinbera sem einkageiranum. Hún segir mik- ilvægt að hafa lög til að stuðla að sveigjanleika og að umhverfið sé fjölskylduvænt og þá séu lög um fæðingar- og foreldraorlof frá árinu 2000 mjög gott tæki og eins jafn- réttis- og fjölskyldustefnur á vinnu- stað. „Til dæmis hefur jafnrétt- isstefna verið hjá Reykjavíkurborg frá 1994 og þar má augljóslega sjá mun. Þótt þar sé kannski ekki eins mikill sveigjanleiki og umhverfið ekki eins fjölskylduvænt og ætti að vera, þá hefur jafnréttisstefnan samt heilmikil áhrif á vinnustaðnum. Hún gerir stjórnendur meðvitaða um að það þurfi að taka tillit til fjöl- skylduábyrgðar starfsmanna,“ segir Gyða. „Oft skortir pólitískan vilja og fjármagn en Reykjavíkurborg er með mjög gott tæki í höndunum sem hægt væri að beita með markvissari hætti. Síðan er hálfdapurlegt að hugsa til þess hvað þessu ákvæði jafnréttislaganna, að jafnrétt- isstefna skuli vera til staðar sem taki tillit til fjölskylduábyrgðar starfs- fólk, er lítið fylgt eftir,“ segir Gyða og bætir við að það hafi berlega kom- ið í ljós hjá nokkrum fyrirtækjanna sem hún skoðaði, s.s. hugbún- aðarfyrirtækjum, skyndibitastöðum og matvöruverslunum. Gyða skoðaði einnig samskipti kynjanna á heimilinu og hvernig launamunur kynjanna, sem er oftast fjallað um út frá vinnustöðunum, hafi áhrif á samskipti karla og kvenna. „Konur eru nánast und- antekningarlaust með lægri laun en karlar og það verður þess valdandi að þær sinna börnunum í meira mæli,“ segir Gyða. „Þetta er í raun keðja sem þarf, og þá oft í gegnum lagasetningu, að brjóta upp svo karl- ar og konur hafi sömu möguleika á vinnumarkaði og inni á heimilinu.“ „Kynjajafnrétti ekki til staðar“ Morgunblaðið/Heiddi Börn að leik Þó að konur búi yfir minni sveigjanleika í starfi en karlar er ætlast til þess að þær sjái um heimilisstörf og umönnun barna. Þá eru þær yfirleitt með lægri laun en karlar sem veldur því að þær sjá frekar um barnauppeldið.  Þó að karlar hafi meiri sveigjanleika í starfi bera konur meginábyrgð á heimilisstörfum og barna- uppeldi  Ákvæði jafnréttislaga er lítið fylgt eftir  Umræða um jafnrétti var „tabú“ í góðærinu Í HNOTSKURN »Atvinnuþátttaka íslenskrakvenna er ein sú mesta í heiminum og fæðingartíðnin með því hæsta sem gerðist í Evrópu. »Þrátt fyrir það vinna ís-lenskar konur jafnlangan vinnudag og norskir karlmenn. »Jafnréttisstefna hefur ver-ið hjá Reykjavíkurborg frá 1994 en betur má ef duga skal, að mati Margrétar, ef ná á við- unandi árangri. Gyða safnaði gögnum í ritgerðina „Í miðju efnahagsundrinu“. Hún segir umræðuna um jafnréttismál hafa verið tabú þar sem hug- myndin um að karlar og konur væru jöfn og frjáls hafi verið svo sterk. „Það var erfitt að nálgast þessa hugmynd um að kynin væru ekki jöfn því í hugum fólks var svo inngreipt að þetta væri í raun bara frjálst val. Það hef- ur verið svo mikið fjallað um að karl- ar séu farnir að taka svo mikinn þátt og þetta sé bara allt að koma. Í raun er þetta kynjajafnrétti síðan ekki til staðar.“ Hugmyndin um jafnrétti var sterk í góðærinu Gyða Margrét Pétursdóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ verður fróðlegt að sjá hvað þeir kapparnir koma með heim úr leiðangrinum,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra spurður út í „frægðarför“ for- manns Framsóknarflokks og fylgisveins hans til Noregs. Þar hafa þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Hösk- uldur Þórhallsson setið fundi með fulltrúum allra flokka á norska þinginu til að kanna hug þeirra til mögulegrar fjárhagsaðstoðar við íslenska ríkið. Í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, sagði Sigmundur viðbrögð fulltrúanna hafa verið jákvæð. Hins vegar væri beðið eftir frumkvæði ríkisstjórnarinnar ís- lensku. Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í gær svaraði Steingrímur spurningum fjölmiðlafólks, m.a. varðandi hugsanlega lánveitingu Norðmanna. „Þetta er nú svo skemmtilegt, að það var upphaflega mín hugmynd að við snerum okkur til Noregs og bæðum þá að hafa forystu fyrir því að tryggja samnorræna eða sam-EFTA-lega að- stoð við Ísland eða lánveitingu. En málin fóru ekki í þann farveg og formlega séð er það þannig að Noregur er hluti af norræna hópnum sem leggur að uppistöðu til viðbót- arfjármögnun samstarfsáætlunarinnar við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn (AGS). Það gera þeir á sömu forsendum og önnur Norðurlönd.“ Steingrímur segir ekkert hafa komið frá norskum þingmönnum sem bendi til þess að annað sé á dagskrá en að taka þátt í norræna hópnum. „En ef það eru eitthvað að breytast aðstæður í Noregi er það áhugavert og við munum að sjálfsögðu fylgjast með því. Nú stendur þann- ig á í Noregi að stjórnarmyndunarviðræður standa yfir og við höfum fengið skýr skilaboð um að afar ólíklegt sé að tekin verði afstaða til nokkurra hluta eða þeir yfirleitt ræddir fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Það verður eftir slétta viku. Þessi mál skýrast því ekki fyrr en í framhaldi af því.“ Komumst af með minna en lagt var upp með Haft var eftir Indriða H. Þorlákssyni, aðstoðarmanni Steingríms, í fjölmiðlum nýverið að ekki væri talið eins brýnt og áður að semja við rússnesk yfirvöld um lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Steingrímur segir alltaf hafa legið fyrir að óvissa væri um það lán, hvort við fengjum það yfirleitt, hvenær og hversu há upphæðin yrði. „Við höfum verið að endurmeta og skoða hver líkleg heild- arþörf verði fyrir gjaldeyrisslán. Og í raun og veru er gert ráð fyrir því að komast af með minna en lagt var upp með. Jafnvel miklu minna.“ Steingrímur segir hins vegar mikilvægt og öryggi í því falið að eiga lántökuréttinn, þó að ekki sé þar með sagt að hann verði allur notaður. „Verður fróðlegt að sjá“  Fjármálaráðherra átti hugmyndina að leita til Noregs  Ekkert að frétta á meðan stjórnarmyndun stendur yfir Morgunblaðið/Kristinn Áhorf Össur Skarphéðinsson fylgist vel með hvernig Steingrímur J. Sigfússon svarar spurningum fjölmiðla. » Framsóknarmenn funda í Noregi um hugsanlega lánveitingu til Íslands » Fjármálaráðherra hefur ekki annað heyrt en að Norðmenn haldi sig við samnorræna hópinn » Óvíst er hvort Ísland muni sækjast eftir láni frá stórnvöldum í Rússlandi Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „VIÐ höfum áhyggjur af neyslu orkudrykkjanna enda geta áhrifin verið mjög skaðleg sé þeirra neytt í óhófi. Við höfum því ákveðið að banna alla notkun þeirra í félags- miðstöðvum og á viðburðum á okkar vegum,“ segir Arna Margrét Er- lingsdóttir, verkefnisstjóri tóm- stundamála hjá Kópavogsbæ. Á fyrsta sameiginlega viðburði fé- lagsmiðstöðvanna þar í bæ nú í haust sást í umferð ný tegund orku- drykkja. Um er að ræða svonefnd Burn orkuskot sem fást í litlum glös- um, en í þeim eru 5,5 g af sykri og 80 mg af koffíni. Neysla má ekki fara yfir leyfileg- an dagskammt en í einu tilviki varð starfsfólk félagsmiðstöðvanna í Kópavogi vart við að neyslan var orðin þrefalt meiri en ráðlegt há- mark segir til um. Hjartsláttur og ójafnvægi „Við slíkar aðstæður geta áhrifin verið mjög skaðleg; ör hjartsláttur, ógleði og ójafnvægi,“ segir Arna og bætir við að allir hafi verið sammála um að banna neysluna jafnframt því að upplýsa foreldra um hætturnar. „Nokkuð hefur viljað brenna við að orkudrykkja sé neytt í ferðalög- um og á skemmtunum félagsmið- stöðvanna enda vilja krakkarnir vaka sem lengst og upplifa sem Orkudrykkur Bruni hefur nú verið bannaður í félagsmiðstöðvum. Orkudrykkirnir nú bannaðir unglingum Koffínið er mikið og félagsmiðstöðvar grípa í taumana mest,“ segir Arna. Önnur tegund af orkuskotum, RedFin Engergy, hef- ur verið í umferð og þykir ekki síður hættuleg. Frá félagsmiðstöðvunum Kringlumýri og Kampi í Reykjavík hafa verið send út varnaðarorð vegna þess hve mikið koff- íninnihaldið er þar sem einnig er vakin athygli á að dreifendur vör- unnar hafi límt miða yfir innihalds- lýsingu. Ekki svaladrykkir Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að orkudrykkir séu ekki svala- drykkir í hefðbundinni merkingu, heldur framleiddir fyrir sérstakan markhóp með ákveðin áhrif í huga. Eigi að síður séu þeir flokkaðir sem almenn matvæli. Engin takmörkun sé á magni koff- íns í drykkjum en fari það yfir 150 mg/l skuli tilgreina það í merk- ingum, vegna þess að ungt fólk sé helsti áhættuhópurinn þegar kemur að ofneyslu drykkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.