Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 24
24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þ remur árum eftir að ég lauk krabbameins- meðferð fór ég til Arg- entínu og dvaldi þar í einn vetur til að læra tangó og spænsku, teikna og gera allt sem mig hafði langað til að gera í áraraðir,“ segir Gréta Sörensen sem notaði tangódans til að byggja sig upp eftir að hún hafði sigrast á brjóstakrabbameini. „Þegar maður fær krabbamein þá fer maður að hugsa hlutina upp á nýtt. Ég spurði sjálfa mig að því hvað mig langaði til að gera í lífinu eftir veikindin. Ég átti mér nokkra drauma og ákvað að það væri mikilvægt að finna út hvaða draumar væru til þess fallnir að láta þá rætast og sleppa hinum.“ Gréta segir að krabbameinið hafi gert það að verkum að hún öðlaðist nýtt hug- rekki. „Ég ákvað að mig langaði til að ferðast og dveljast erlendis. Þeg- ar ég sat á flugvellinum og beið eftir að komast í flugvélina sem átti að flytja mig til Argentínu, þá var svo mikil frelsistilfinning innra með mér að mér leið næstum eins og ég gæti flogið.“ Gréta kom heim í vor og hún hefur haldið fyrirlestur í Krabba- meinsfélaginu um reynslu sína. „Ég vil hvetja konur til að gera það sem þær langar til, af því að það er aldrei of seint, alveg sama á hvaða aldri þær eru. Sjálf var ég 53 ára þegar ég fór út. Þetta er spurning um að vera gerandi í sínu lífi. Það býr mikil orka innra með okkur sem við þurfum að virkja sjálfar, finna okkur réttan far- veg. Ég valdi þá leið að fara til Arg- entínu að læra tangó og spænsku, en aðrar konur velja kannski að fara einhverja aðra leið.“ Flutti inn tangódansara Gréta hefur, í samstarfi við ráð- gjafaþjónustu Krabbameinsfélags- ins og lyfjafyrirtækið Roche, flutt hingað til lands argentínskan kenn- ara í tangó, Jorge Paz. „Í byrjun október fórum við af stað með tangó- námskeið hjá Krabbameinsfélaginu, bæði fyrir sjúklinga og aðstand- Ekki bíða með að láta draumana rætast Hún vaknaði stund- um með dansverki í fótunum á morgnana úti í Argentínu. En hún var alsæl. Morgunblaðið/Kristinn Einbeitni Gréta og Jorge vanda sig þar sem þau svífa um í tangósveiflu rétt áður en þau taka á móti fleiri tangódönsurum í Krabbameinsfélaginu. Tangónámskeiðið hjá Krabba- meinsfélaginu er í Skógarhlíðinni, og vert er að taka fram að ekki er nauðsynlegt að koma með dans- félaga. Sjá nánar á www.krabb.is. endur, og undirtektirnar hafa verið mjög fínar. Þegar við dönsum tangó, þá höfum við tækifæri til að leika okkur á ný og það kveikir í gleðinni. Þegar maður neyðist til að horfast í augu við krabbamein, þá er manni stillt upp við vegg og maður er minntur rækilega á að tíminn sem maður hefur er takmarkaður. Maður stokkar allt upp á nýtt og forgangs- raðar öðruvísi,“ segir Gréta og bætir við að tangó sé frábær leið til að tengjast sjálfum sér og öðrum. „Jorge sagði stundum við mig úti í Argentínu að ég ætti að hætta að hugsa svona mikið og setja frekar allar tilfinningar í tangóinn. Að ég ætti að nota líkamann, nota tján- inguna, tengja mig við tónlistina og hlusta inn á við. Ég gerði það og finn að það hefur hjálpað mér mikið og ég hef fyllst nýrri orku.“ Úti í Argent- ínu leyfði Gréta sér að sogast alger- lega inn í tangóinn. „Ég dansaði stundum í sjö tíma á dag og mig verkjaði oft í lappirnar þegar ég fór á fætur á morgnana. En ég var al- sæl.“ Að skora kvíðann á hólm Gréta leigði út íbúðina sína hér heima á Íslandi til að fjármagna drauminn. Auk þess fékk hún hálft orlof, en hún starfar sem kennari í Tækniskólanum. „Ég þurfti vissu- lega að taka lán en ég borga það til baka með glöðu geði, því þetta hefur gefið mér svo mikið. Ég finn að þetta ævintýri hefur gert mitt innra líf rík- ara og það er mér mikilvægt.“ Þegar Gréta greindist með krabbamein þá hafði hún í tíu ár alið ein upp þrjú börn. „Ég fann að ég þurfti að skipta um stefnu og fara að rækta mig sjálfa á annan hátt. Ég hafði þörf fyrir nýjar áskoranir til að fá tæki- færi til að kynnast nýjum hliðum á sjálfri mér, hliðum sem ég þurfti að spegla á nýjum vettvangi. Ég fór til Argentínu með opnum huga og ætl- aði að leyfa þeim hlutum að gerast sem vildu gerast. Ég þurfti á því að halda að fá ögrun og skora kvíðann á hólm. Lífið er meira en litla eyjan okkar Ísland. Það er gott að fá fjar- lægð frá heimahögunum, sjálfum sér og lífinu. Og maður hefur svo gott af að kynnast öðrum menningar- heimum og eignast nýja vini í öðrum löndum.“ Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd er með skarpari stjórn- málaskýrendum. Hann yrkir: Misjöfn sem áður er mannanna gerð og meinlegar fylgjur á götum. Valgarður grái er víða á ferð og vafalaust Mörður hjá krötum! Þegar Víkverji kvartaði yfir því á dögunum að hann fengi ekki uppá- haldsdrykkinn sinn í verslunum var Rúnar honum hjartanlega sam- mála: Krafan er einföld og eitt um að tala svo umræðan verði ekki snúin í fang, að Víkverji fái þann Sítrónusvala er setur hann daglega réttan í gang! Loks yrkir Rúnar um bók- menntaarfinn: Við Sögurnar okkar ég anda minn hvet og er þeim í huganum tengdur. Svo alla tíð þakkað það glaður ég get að Grettir – hann var ekki hengdur! Jón Arnljótsson yrkir um ferða- lag fjármálaráðherra: Nauðsyn telst að afla arðs, þó illt sé nú til grasa. Þá fara menn til Miklagarðs, meður tóma vasa. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af Merði og Sögunum Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „OKKUR fannst hálfgerð synd að öll þessi vönduðu barnaföt væru engum til gagns inni í skápum hjá okkur, en við eigum samtals sjö börn sem öll eru vaxin upp úr þeim,“ segir Olga Másdóttir en hún og vinkona hennar Margrét Bergmann tóku sig til 1. október síðastliðinn og opnuðu skiptifatamarkað með notuð barna- föt. „Endurnýting, skynsemi og sparnaður er það sem við höfðum að leiðarljósi þegar við vorum að útfæra þessa hugmynd. Þetta er merkjav- ara, vönduð og falleg barnaföt og okkur langaði til að þau nýttust ein- hverjum öðrum. Fyrirkomulagið er þannig að foreldrar geta komið með barnaföt til okkar sem þeir hafa ekki lengur þörf fyrir, við skoðum þau og metum hvort við viljum taka þau inn, hvort þau séu heil og vel með farin. Ef við tökum þau inn metum við hvers virði þau eru og þá getur við- komandi fengið einhver önnur föt á markaðnum í staðinn sem hann hef- ur þörf fyrir. Þannig að þetta er skiptimarkaður,“ segir Olga og bæt- ir við að þeir sem ekki eigi notuð föt til að skipta á geti komið og keypt notuð föt hjá þeim. Þær taka á móti fötum alveg upp í stærð fyrir tólf ára, þó að mesta hreyfingin sé í föt- um fyrir yngri börn. „Við tökum einnig við skóm, úlpum og öðru slíku. Við erum líka með umboðssölu fyrir vandaða notaða útigalla, vegna þess að við vitum að nýir vandaðir gallar eru mjög dýrir. Við höfum líka tekið einn og einn vagn og bílstóla.“ Notuð barnaföt á skiptimarkaði Skiptifatamarkaðurinn er á annarri hæð á Dalvegi 16 A í Kópavogi. Opið virka daga kl. 12-17. Facebook-síðan þeirra er: betri notuð barnaföt. Morgunblaðið/RAX Falleg föt Olga og Margrét segja skiptimarkað eiga erindi í kreppunni. Morgunblaðið/RAX Úrval Fjölbreyttur skófatnaður. TILFELLUM eyðnismits fer fjölg- andi á meðal fólks sem er komið yf- ir fimmtugt, meðal annars sökum þess að þessi aldurshópur er gjarnari á að stunda kynmök án getnaðarvarna en yngri aldurs- hópar. Þá eru stinningarlyf talin hafa sitt að segja. Leiddar eru líkur að þessu í nýrri rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO) þar sem rakið er hvernig tíðni eyðnismits hefur auk- ist hjá fólki á miðjum aldri og upp úr. Að mati George Schmid, eins níu höfunda rannsóknarinnar, kann þessi aukning einnig að vera afleið- ing þess að mesta áherslan sé lögð á ungt fólk við leit að eyðnismiti. Það sé í mesta áhættuhópnum. Feimnismál að spyrja Sú félagslega hlið er á vandanum að læknar eru taldir fælnir við að bera nærgöngular spurningar um kynlíf upp við sjúklinga sem eru komnir á sextugsaldur, sem aftur valdi því að læknarnir fá ekki tæki- færi til að beina þeim á braut öruggs kynlífs. Þessi greining er í samræmi við margar rannsóknir sem benda til að eldra fólk sé líklegra til að stunda óvarið kynlíf en þeir sem yngri eru. Samkvæmt gögnum WHO var fjórði hver Bandaríkjamaður sem smitaðist af eyðni árið 2006 í eldri aldurshópi, eins og það er skil- greint, samanborið við fimmtung árið 2003. Áhætta Eyðnismitum fer fjölgandi hjá fólki sem er 50 ára og eldri. Eldra fólk óvarkárt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.