Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Eftir Baldur Arnarson og Júlíus Ingason „ÞETTA er eitt alversta veður sem ég man eftir og hefur þó oft blásið hérna. Það var sérstakt við þetta veður hvað það var lengi hvasst. Frá því fimm um morguninn [í gær] og fram á eftirmiðdaginn var ekki hægt að tala um hviður því það var stöðugt hvassviðri allan tímann. Þetta var eitt allsherjar bál,“ segir Pétur Leví Elíasson, ábúandi á bæn- um Hjassa á Kjalarnesi, um fárviðrið þegar haustlægðin gekk yfir í gær. Miklar skemmdir urðu á aflögðu refa- og minkabúi á Hólalandi, skammt frá Hjassa, ásamt því sem framhliðin fór af gamla húsinu í Brautarholti nokkur hundruð metra frá. Betur fór en á horfðist því 20 metra gámur sem lá við fjöruborðið tókst á loft. Gámurinn stefndi á Hólaland og mátti litlu muna að hann skylli á dráttarvél en hann var síðan festur niður með jarðvegi eins og brak í annarri skemmunni sem stór- skemmdist á Hólalandi. Mildi þótti að þakplötur úr skemmunum þeyttust ekki inn um stofugluggann í Brautarholti og þakkaði Þórður Bogason björg- unarsveitarmaður trjágróðri sem stöðvaði þær það að ekki fór ver. Fárviðri var í Vestmannaeyjum fram undir kvöld í gær og lagðist stór flutningabíll á hliðina í einni hviðunni. Nokkurt tjón varð á íbúð- arhúsum, einkum á timburhúsi á Brimhólabraut þar sem hluti þaks- ins flettist af, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þá fauk vinnu- pallur á Bárustíg og þurfti að loka nærliggjandi götum á meðan unnið var við að færa hann frá. Adolf Þórsson, formaður Björg- unarfélags Vestmannaeyja, hafði í nógu að snúast en hann sagði lægð- ina með þeim krappari í lengri tíma, jafnvel síðan 1991. Að sögn lögregl- unnar í Vestmannaeyjum gekk veðr- ið niður um hálfsexleytið í gær- kvöldi en flestir bátar voru þá í höfn. Á Keflavíkurflugvelli gekk flug samkvæmt áætlun. „Þetta var eitt allsherjar bál“ Tuttugu feta gámur tókst á loft í hviðunum á Kjalarnesi Morgunblaðið/RAX Óveður Samgöngur á sjó fóru úr skorðum. Ferðir með Herjólfi féllu niður í gær. Bátar lágu bundnir við bryggju í Vestmannaeyjum. Þá féllu rútuferður niður á suðvesturhorninu. REYKJAVÍK: 27 m/s KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR: 28 m/s REYKJANESBRAUT: 34 m/s STÓRHÖFÐI: 53 m/s HELLISHEIÐI: 29 m/s SANDSKEIÐ: 33 m/s KJALARNES: 39 m/s HAFNARFJALL: 45 m/s Mestu vindhviðurnar í gær Staðan kl. 17 Morgunblaðið/RAX Í Reykjavíkurhöfn Lögreglan í Reykjavík fékk margar tilkynningar um að hlutir væru að fjúka í gær. Flotbryggja í höfninni varð fyrir skemmdum. Morgunblaðið/Kristinn Háskóli Íslands Tjald fest niður. Morgunblaðið/RAX Hávaðarok Starfsmaður Olís á Kjalarnesi tekur niður fána í fárviðrinu. Lögreglan fékk engar tilkynningar um meiðsl á fólki í óveðrinu í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugað að bátum í Reykjavíkurhöfn Hjá flugturninum í Reykjavík fengust þær upplýsingar að 11 af 15 flugferðum hafi verið felldar niður í gær. Morgunblaðið/RAX Kjalarnes Járnarusli safnað saman. Ljósmynd/Þórður Bogason Hólaland Skemmur skemmdust. Vestmannaeyjar Flutningabíll valt. Ofsaveður á Kjalarnesi mbl.is | SJÓNVARP Ljósmynd/Júlíus Ingason Tjón vegna óveðurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.