Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 BANDAMENN Nicolas Sarkozy Frakklands- forseta hafa brugðist vand- ræðalegir við fréttum af því að gera eigi 23 ára son forsetans að yfirmanni stofn- unarinnar sem stjórnar La Défense, stærsta fjár- málahverfi Evrópu. Jean Sarkozy er á þriðja ári í háskóla og verður Patrick Devedjian, ráðherra og yf- irmanni varnarmála, sem áður gegndi stöðunni, ýtt til hliðar fyrir son forsetans. Stjórnarandstaðan hefur brugð- ist harkalega við og segir að sonur forsetans eigi hvorki tilkall til stöð- unnar né uppfylli hæfniskröfur. Ráðningin sé til þess eins að festa Sarkozy-fjölskylduna í sessi. Jean Sarkozy hefur þótt njóta góðs af stöðu föður síns, hann á þegar sæti í sveitarstjórn Hauts-de-Seine og er í forsvari fyrir UMP, flokk Sarkozys í héraðinu. jmv@mbl.is Umdeild ráðn- ing Sarkozys veldur umtali Jean Sarkozy SILVIO Berlus- coni, forsætis- ráðherra Ítalíu, gerði erfiða stöðu sína að um- talsefni í gær þegar hann lýsti sjálfum sér sem ofsóttasta manni „í sögu heimsins og mannkyns- sögunni allri“. Hann væri að eigin mati „besti forsætisráðherra sem hægt væri að finna í dag“. Berlusconi var mikið niðri fyrir á fundi með blaðamönnum, tveimur dögum eftir að hæstiréttur Ítalíu aflétti lagalegri friðhelgi hans á meðan hann gegnir embætti. Afhjúpar sig með mismælum Öll spjót standa á leiðtoganum sem varð það á að mismæla sig í hita augnabliksins er hann kvaðst hafa eytt milljónum evra í að borga undir „dómara“ en leiðrétti sig svo og sagði „lögfræðinga“. Berlusconi kveðst ofsóttasti maður veraldarsögunnar Silvio Berlusconi FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „VÁ!,“ voru fyrstu viðbrögðin sem bárust úr Hvíta húsinu þegar ljóst var að Barack Obama Bandaríkja- forseti hafði hlotið friðarverðlaun Nóbels. Ákvörðunin hefur vakið furðu og virðist hafa komið flestum á óvart, ekki síst forsetanum sjálfum, enda hafði Obama ekki verið nefnd- ur sem líklegur handhafi. Norska nóbelsverðlaunanefndin byggir ákvörðun sína á viðleitni Obama frekar en gjörðum enda hef- ur hann aðeins gegnt embætti for- seta í tæpa níu mánuði. Hann var að sögn nefndarinnar verðlaunaður fyr- ir „viðleitni til að efla alþjóðastjórn- mál og samvinnu milli þjóða.“ Dugir viðleitnin ein? Ekki eru allir á eitt sáttir um að viðleitnin ein dugi til að hljóta svo virt verðlaun og hefur útnefningin jafnvel þótt draga úr gildi friðar- verðlauna Nóbels. Hingað til hafa stjórnmálamenn fengið verðlaunin vegna áþreif- anlegs árangurs í átt til friðar. Theo- dor Roosevelt fékk verðlaunin árið 1906 fyrir að koma á friði milli Rússa og Japana. Þá var Woodrow Wilson heiðraður árið 1919 fyrir að hafa stofnað Þjóðabandalagið sem var undanfari Sameinuðu þjóðanna og Martin Luther King fékk verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir mannrétt- indum. Því er eðlilegt að spurningar vakni um hvort eindregin „viðleitni til að efla alþjóðastjórnmál og sam- vinnu milli þjóða“ dugi sem rök- stuðningur fyrir veitingu slíkra verðlauna. Ákvörðun nefndarinnar hefur af sumum verið túlkuð sem eindregin pólitísk afstaða og gagnrýni á fyrr- verandi ríkisstjórn George W. Bush. Íhaldssama dagblaðið The Wall Street Journal sagði valið „algerlega fáránlegt,“ verðlaunaveitingin ryddi úr vegi „gamaldags hugmyndum um að verðlaun kæmu í kjölfar fyr- irhafnar.“ Margir telja að viturlegra hefði verið að setja Obama á biðlista fyrir árið 2011 og veita írönskum blogg- ara eða kínverskum andófsmanni verðlaunin í ár. Aldrei hafa fleiri verið útnefndir til verðlaunanna í ár eða 205 og þar á meðal Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra Sim- babve, og kínverski andófsmaðurinn Hu Jia. Ekki orðið ágengt ennþá Friðarverðlaunin eru jafnvel talin geta íþyngt Obama sem á mörg erfið verkefni fyrir höndum og hefur ekki orðið vel ágengt í mörgum þeirra. Obama hefur bannað pyntingar og aðrar öfgakenndar yfirheyrsluað- ferðir yfir hryðjuverkamönnum. Loforð hans um að loka Guant- anamo-fangabúðunum á Kúbu er umdeilt og ekki þykir líklegt að hann nái því fyrir settan tíma í janúar. Þá hefur Obama sagst munu enda Írakstríðið en hefur dregið lapp- irnar við að kalla herliðið heim og því verður lokið í fyrsta lagi árið 2012 að vissum skilyrðum upp- fylltum. Á meðan stendur hann í öðrum hernaði í Afganistan sem ekki virðist ætla að enda í bráð. Þá hefur Obama vissulega ýtt á frið- arviðræður á milli Ísraela og Palest- ínumanna en ekki uppskorið mikinn samstarfsvilja. En nóbelsverðlaunanefndin virð- ist vonast til þess að verðlaunin verði til að hvetja Obama sem að lokum muni svo uppfylla þau skil- yrði sem geri hann verðugan að hljóta slíka upphefð. Munu verðlaunin reynast Obama fjötur um fót? Barack Obama fær friðarverðlaun Nóbels 2009 Reuters Upphefð Obama sagðist í gær vera undrandi vegna útnefningarinnar en fullur auðmýktar og að hann tæki verðlaununum sem ákalli um aðgerðir. Ákvörðun norsku friðarverð- launarnefndar Nóbels hefur vald- ið mikilli undrun um allan heim og hafa viðbrögðin ýmist verið afar jákvæð eða neikvæð. LOFTSLAGSVIÐRÆÐUM lauk í Bangkok í gær en niðurstaðan þótti ekki lofa góðu fyrir al- þjóðlegu loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn í desember. Andrúmsloftið einkenndist af tor- tryggni og gagnásökunum og bilið á milli efnaðra og fátækari þjóða virtist hafa breikkað til muna. Fjármagn og losun helsta hindrunin Eftir tveggja vikna samningaviðræður hafa engar niðurstöður fengist í mikilvægum málum en helstu hindranirnar eru hvernig skuli minnka losun gróðurhúsalofttegunda og hversu mikla fjármuni ríkari þjóðir skuli reiða fram til að hjálpa þróunarlöndum í aðlögun vegna þeirra áhrifa sem þegar hafa orðið vegna loftslagsbreyt- inga. „Íhlutun leiðtoga heims er ómissandi ef við- ræðurnar eiga ekki að mistakast algerlega. Það er ótækt að Obama hunsi loftslagsviðræðurnar,“ hefur The Guardian eftir ónefndum samninga- manni en miklar vonir eru bundnar við leiðtoga- fund sem halda á fyrir ráðstefnuna í Kaup- mannahöfn. Spurningin um hvernig Bandaríkin eigi að smella inn í hverskonar samkomulag hefur verið rædd á fundinum í Bangkok en Bandaríkjamenn hafa þegar gert ljóst að þeir muni aldrei verða hluti af Kyoto-bókuninni. Talsmenn þróunarríkja segja hættu á að fallið verði frá Kyoto-bókuninni í átt að nýju sam- komulagi sem Bandaríkin hafa farið fram á þar sem lönd setji fram eigin áætlanir um losun sem svo verði að hljóta alþjóðlegt samþykki. Því hafa talsmenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafnað. „Andinn er enn uppbyggilegur og það hafa orðið framfarir í Bangkok en óttinn er mikill um að reynt verði að drepa Kyoto-bókunina. Það veldur mikilli óánægju,“ segir Yvo de Boer, fram- kvæmdastjóri Rammasamnings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar. Óánægja eftir loftslagsviðræður Reuters Mótmæli Stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum mótmælt í Bangkok.  Tveggja vikna loftslagsviðræðum lauk án jákvæðra niðurstaðna í Bangkok  Íhlutun leiðtoga heims mikilvæg eigi árangur að nást í Kaupmannahöfn Í HNOTSKURN »Kyoto-bókunin gerir 37 iðnríkjum skyltað skera niður útblástur gróðurhúsa- lofttegunda um rúm 5% fyrir árið 2012 mið- að við útblástur árið 1990. »Alþjóðlega loftslagsráðstefnan hefst íKaupmannahöfn hinn 7. desember. Viðbrögð við útnefningunni ’ Ég álít verðlaunin ekki viðurkenn-ingu á afrekum mínum, heldurfrekar staðfestingu á forystu Banda-ríkjanna … ég tek verðlaununum semákalli um aðgerðir. BARACK OBAMA Í ÁVARPI ’ Obama? Strax? Of fljótt – hannhefur ekki haft tíma til að geraneitt.LECH WALESA, FYRRV. FORSETI PÓLLANDS ’ Fáum leiðtogum, ef nokkrum,hefur tekist að breyta geði heims-ins á svo stuttum tíma á svo áhrifa-mikinn hátt. SHIMON PERES, FORSETI ÍSRAELS ’ Af hverju fær Obama friðar-verðlaun þegar land hans ástærsta kjarnorkuvopnabúr heims oghermenn hans halda áfram að drepasaklaust fólk í Írak og Afganistan? KHALED AL-BATSH, LEIÐTOGI ÍSLAMSKA DSJIHAD Á GAZA ’ Enn er ekki friður í Mið-Austurlöndum … það er ljóst aðþeir vilja hvetja Obama til að hreyfavið þeim málum. MARTTI AHTISAARI, FRIÐARVERÐLAUNAHAFI NÓBELS 2008 ’ Nóbelsverðlaunanefndin mætirekki skilyrðum Alfreds Nobels þvíhann kvað á um að verðlaunin ætti aðveita fólki sem bindur enda á hernaðog stríð og er hlynnt afvopnun. MAIREAD CORRIGAN MAGUIRE, FRIÐARVERÐLAUNAHAFI NÓBELS 1976 ’ Obama hefur ekki tekið eitt skrefí átt til friðar í Afganistan. ZABIHULLAH MUJAHID, TALSMAÐUR TALIBANA ’ Hann hefur ekkert gert fyrir Pal-estínumenn nema gefa loforð. SAMIR ABU ZUHRI, TALSMAÐUR HAMAS www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.