Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 43
Menning 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Tríó Reykjavíkur hóf 20.starfsár sitt í menningar-miðstöð Hafnarfjarðar ásunnudag. Má það kalla óvenjumikla staðfestu í jafnóstaðföstu landi og voru, þar sem t.d. enginn strengjakvartett hefur enzt lengur en 4-5 ár, og einskipaðir sönghópar – ut- an karlakvartetta – varla 2-3. Ef grannt er skoðað kæmi því ekki á óvart ef TR teldist nú eiga úthalds- met allra hérlendra kammerhópa í klassískum geira. Slík ástundun skilar sér auðvitað í listrænum árangri. Ekki sízt í því sem jafnan fer minnst fyrir í kammerleik hér á landi – nefnilega í stórmótun þar sem t.a.m. langteygð rúbató og hraðabreytingar mæta oftast afgangi. Einfaldlega vegna þess hvað þau út- heimta mun nánari og langærri sam- vinnu en flestir „ad hoc“-hópar ná að skila á takmörkuðum æfingatíma. Kom sá fágæti kostur helzt fram í lokaverkinu. Þó að Haydn-tríóið frá 1795 ætti sér líka allnokkra góða sam- leiksspretti, naut það ekki sömu und- anupphitunar og seinni tvö atriðin – einkum hið bráðfrjóa fjórþætta Mendelssohn-tríó (Nr. 1) í d-moll. Það var raunar ótímasett (hin tvö voru ár- sett í kynningum Gunnars Kvaran), en reyndist við eftirleit vera frá 1838 þegar Felix var 29 ára. Hvers vegna jafnupplýsandi smáatriði komu ekki fram strax á prenti, eins og í fyr- irmyndartónskrám SÍ, var mér hins vegar hulið, enda harla lítið viðvik að bæta úr því. Fínallinn í Tríói Haydns og III. og IV. þáttur Mendelssohns skáru sig m.a. úr fyrir óbilgjarnar hraða- tæknikröfur til píanóleikarans. En þó að Peter Máté stæði sig almennt prýðilega, fór samt ekki hjá því að sumar leifturrunurnar smálöskuðust hér og þar, líkt og hinn annars ljón- færi slóvakíski atgervisnýbúi okkar væri enn ekki kominn í fullt vetr- arform. Það dró þó ekki teljandi úr heildarútkominni, er náði einkum í Mendelssohn það miklu flugi að mann bráðlangaði þegar að fylla í við- komandi eyðu heimaplötusafnsins. Frábært verk – sem tók m.a.s. einnig mið af auknum hljómstyrk róm- antíska píanósins til ágóða fyrir selló- ið, jafnvel þótt hér hefði flygillok nú verið lækkað niður í kvartopið. E.t.v. fyrir utanaðkomandi ábendingu, enda hafði áður glumið fullmikið í hljóðfærinu á fullopnu, og bætti stað- setningin við gaflvegg (í stað lang- veggjar) sízt úr því. Alkunnur fyrri Píanókvartett Moz- arts frá 1785, auknefndur af amerísk- um músíkstúdentum út frá hljómfalli aðalstefs I. þáttar „Answer the telep- hone!“ [gagntillaga: Skeikum að sköpuðu!], jafnaði fyrir lipra gestav- íólu Davids Visentins að mestu áskapað styrkóvægi tríóáhafnar gagnvart stórauknum krafti nútíma- flygla. Það rann og að mestu ljúflega niður, enda þótt dulúðarhliðin léti sig stundum vanta – væntanlega mest sakir fyrrnefnds vanda nýsamsetts spilarahóps í kappi við tiltækan æf- ingatíma. Skilvirkt úthald HAFNARBORG Kammertónleikar bbbnn Haydn: Píanótríó í A Hob. XV:8. Mozart: Píanókvartett í g K478*. Mendelssohn: Píanótríó í d Op. 49. Tríó Reykjavíkur; gestur: David Visentin víóla*. Sunnu- daginn 4. október kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Hlutföll hafa lengi veriðeitt meginviðfangsefnimyndlistar og ná vissumhápunkti í teikningu Leonardos da Vincis af Vitrivíus- armanninum er sýnir mannslíkam- ann í geometrísku samhengi og myndar „fullkomna“ heild við grunnformin. Svo heildræna sýn á mannslík- amann birtist með öðrum hætti í list Joseph Beuys sem tengist svo áhuga hans á þýska skáldinu Wolf- gang Göethe og austurríska mannspekingnum Rudolf Steiner sem á sínum dögum stríddu gegn því að vísindi og listir væru að skoða manneskjuna, eða náttúruna, í einingum. Allur efniviður Beuys hafði táknræna merkingu. Stóll með fitu var til að mynda líking- armynd fyrir mannslíkamann. Fita var líkamsefnið og stóllinn líkams- byggingin, samrunnin umhverfinu eins og Vitruvíusarmaður da Vinc- is. Á sýningu Guðjóns Ketilssonar, Hlutverk, í Ásmundasal Listasafns ASÍ má merkja áþekkar vangavelt- ur um hlutföll og mannslíkamann. Við sjáum ekki mannslíkamann sem slíkan, en skynja má samhengi hans við rými og grunnformin. Skúlptúrar á gólfi eru samsettir úr notuðum húsgögnum sem lista- maðurinn sníðir til og búa þeir við einhverskonar þvingun, sam- anpressaðir og fá lítið svigrúm til að anda. Listamaðurinn fyllir í allt tómarúm húsgagnanna m.a. með ónotuðum skyssubókum sem við- halda þá hugmyndinni um tómið eða að rýmið sé sneisafullt af engu, ef svo má að orði kveða. Þá eiga skyssubækurnar samleið með vönduðum blýantsteikningum á vegg sem annars vegar sýna byggingar sem standa auðar og hálfkláraðar eftir efnahagshrun þjóðarinnar en hins vegar upp- stöfluð húsgögn sem eru án hlut- verks eins og þau séu í geymslu þangað til allt fer aftur í sama horf. Hvað varðar hlutföll eiga verkin formræna samleið með rýminu, en hugmyndalega virðist listamað- urinn frekar fást við hlutfallslegt ójafnvægi og eftir standa spurn- ingar eins og: – hvað skortir mann- eskjuna sem henni er ógerlegt að fylla upp í með hlutum og hvaða mannlega tómarúm er það sem ekki tekst að finna á hlutfallslegt jafnvægi og við sitjum þess vegna uppi með hálfkláruð hús og sam- félag í efnahagslegum rústum? Það má annars finna marga fleti á sýningunni sem drepa á samtím- anum sem ekki gefst svigrúm til að fjalla um hér, en ég get samt ekki lokið þessari umfjöllun nema að minnast á handverk listamannsins. Sýningin mundi einfaldlega ekki virka án svo vandaðra vinnubragða og raun ber vitni, þar sem gildi handverks og hugmyndalegs inn- taks vegur jafnt hvað með öðru. Þau hlutföll skipta sköpum. Hlutföll Listasafn ASÍ Guðjón Ketilsson bbbbm Opið frá kl. 13-17 alla daga nema mánu- daga. Sýningu lýkur 18. október. Að- gangur ókeypis. JÓN B.K. RANSU MYNDLIST Morgunblaðið/Golli Ásmundarsalur „Skúlptúrar á gólfi eru samsettir úr notuðum húsgögnum sem listamaðurinn sníðir til og búa þeir við einhverskonar þvingun, sam- anpressaðir og fá lítð svigrúm til að anda,“ segir meðal annars í dómnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.