Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 25
Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Vetur er genginn í garð hér fyrir norðan og finnst fólki hann heldur snemma á ferðinni. Nýliðið sumar einkenndist af mikilli athafnasnemi og vinnu, svo oft þurfti að leita út fyrir byggðarlagið eftir starfsfólki. Síldarvertíðin setti mikinn svip á bæjarlífið, höfnin var smekkfull af skipum stóran hluta sumars, sem ýmist lönduðu hráefni eða fluttu það út, en í landi var unnið sleitulaust allan sólarhringinn á vöktum. Þeir sem muna eftir góðu síldarárunum forðum daga segja bæjarbraginn hafa minnt nokkuð á þann tíma. Þessu úthaldi fylgdi líka líf og fjör, jákvæðni og kraftur þó fólk væri vissulega oft þreytt. En vinna er blessun, segir gamla fólkið og litla samfélagið hér á Þórshöfn hefur skilað þjóðarbúinu miklum gjaldeyr- istekjum með fiskafurðunum. Makríllinn var góð viðbót við hin- ar uppsjávartegundirnar, loðnu og síldina en af honum voru fryst 600 tonn til manneldis, sem er verðmæt afurð. Heildarmagn af frystri síld á vertíðinni var um 4.000 tonn, en frá bræðslunni komu tæp 9.000 tonn af mjöli og um 7.000 tonn af lýsi. Verð- ið er gott, enda gengið hátt og allt mjöl er þegar selt, en nokkuð eftir af lýsi. Þær afurðir hafa einkum far- ið til Noregs. Eftir þessa kraftmiklu vinnutörn í sumar er starfsfólk Ís- félagsins á leið í frí og mun heiðra sólarstrendur Tyrklands með nær- veru sinni. Það verður því um fjöru- tíu manns færra í bæjarfélaginu í tæpar tvær vikur en starfsfólkið snýr aftur endurnært og tilbúið í vinnutörn þegar kallið kemur en bolfiskvinnsla er nú hjá félaginu.    Mikil vinna kallar á meiri mannskap og allir þurfa þak yfir höfuðið. Hús- næðisleysi hefur verið viðvarandi vandamál á Þórshöfn í allnokkurn tíma og hvert rými er nýtt. Á Þórs- höfn eru fallegar byggingarlóðir og nú er um að gera fyrir atvinnulausa fagmenn í byggingargeiranum að ráðast í nýbyggingar á Þórshöfn og huga að leigumarkaðnum.    Lífið er ekki bara fiskur hér á Þórs- höfn, menning, listir, nám og mann- leg samskipti fá líka sinn sess. Prjónakaffi er orð sem vekur upp notalegar kenndir, nú þegar skammdegið sækir á. Í safn- aðarheimili kirkjunnar hittist fólk vikulega, gjarnan með prjóna eða annað handverk og þar er spjallað um lífið og tilveruna, skipst á hug- myndum eða gripið í spil og alltaf er heitt á könnunni. Leikfélagið fer brátt á kreik að vinna að árlegri sýningu sinni í desember og kirkju- kórinn óskar eftir fleiri kórfélögum. Hjá Þekkingarsetrinu eru ýmis námskeið í boði og tónlistarskólinn leggur sitt af mörkum því auk þess að sinna grunnskólanemendum þá býður tónlistarkennarinn upp á síð- degiskennslu fyrir fólk á öllum aldri. Nemendur geta þar valið um all- mörg hljóðfæri en einnig er hægt að fá kennslu í hljóðtækni eða „Music Technology.“    Gatnaframkvæmdir hafa staðið yfir í sumar hér innanbæjar en malbik- unarflokkur ásamt fleiri verktökum hafa verið hér að störfum. Um tutt- ugu ár eru síðan slík vinna var í gangi hér á Þórshöfn og er nú að verða nokkuð gott ástand á göt- unum. Framkvæmdum er ekki að fullu lokið en stórmikil bragarbót er orðin og holurnar týna tölunni.    Vegamálin eru hitamál hér í bæ, því langþráður vegur yfir Hólaheiði hef- ur tafist úr hófi fram vegna deilna við landeigendur. Það er sárt fyrir íbúa hér að fá það framan í sig eins og blauta dulu að tveir síðustu kíló- metrarnir á veginum nái að stöðva framkvæmdirnar. Þetta byggðarlag hefur lengi búið við skarðan hlut í samgöngubótum og vegurinn með- fram ströndinni er hinn versti óveg- ur og tugum kílómetrum lengri leið að fara. Að sögn Vegagerðarinnar á Ak- ureyri er nú reynt að ná samkomu- lagi um þessa síðustu tvo kílómetra á vestanverðum veginum og hefur Vegagerðin nú komið með nýja til- lögu um vegastæði. Í lok þessa mán- aðar er von á niðurstöðu um hvort þessi vegarkafli þurfi í umhverfis- mat og er vonast til að svo verði ekki, því þá verður sótt um fram- kvæmdaleyfi og haldið áfram vinnu við veginn eftir því sem tíðarfar leyfir fram eftir vetri. Íbúar hér vænta þess að heilbrigð skynsemi taki nú við í þessu vegaklúðri og að vinna hefjist á ný við veginn. ÞÓRSHÖFN Líney Sigurðardóttir fréttaritari Kuldalegt Hrossin þola ýmislegt. VEGNA efnahagsástandsins hefur fjöldi fólks orðið fyrir áföllum, s.s. at- vinnuleysi, eignamissi og skuldasöfn- un. Ástandið snertir ekki eingöngu þann sem fyrir verður, heldur einnig fjölskyldu hans og samfélagið allt. Streita, skömm, kvíði, óvissa, vonleysi og depurð sækir á marga en slíkt ástand getur ýtt undir þróun geð- rænna vandamála, ekki síst hjá þeim sem veikir eru fyrir. Þegar geðræn veikindi eiga sér langan aðdraganda getur margt farið á verri veg, s.s. fjárhagurinn, uppeldi barnanna og aðbúnaður fjölskyldunnar allrar og oft reynist þrautin þyngri að snúa þessu ferli til betri vegar. Algengt er að fólk leiti ekki að- stoðar fyrr en í óefni er komið, enda þarf oft nokkurn styrk til að leita hjálpar. Ekki er heldur alltaf ljóst hvar hana er að fá en það ætti að vera hægt að leita til heilsugæslunnar, jafnt vegna andlegs og líkamslegs krankleika, án aðgreiningar. Þannig mætti draga úr fordómum og stimpl- un sem fólki, sem líður illa andlega eða er með geðröskun, finnst það oft finna fyrir. ,,Hlúðu að því sem þér þykir vænt um er geðorð sem á einkar vel við núna. Vera til staðar fyrir sína nán- ustu og rjúfa einangrun sem er svo algeng hjá fólki með geðröskun. Eitt lítið símtal getur brotið upp annars tilbreytingalausan og óendanlega langan dag þeirra sem eru einmana. En ábyrgðin liggur einnig hjá þeim sem eru, eða hafa verið, veikir að leita sér aðstoðar og ,,gera eitthvað“ í sín- um málum áður en vandinn verður of stór. Sjálfsagt þykir að alkóhólisti fari í meðferð og það sama gildir um fólk með aðra sjúkdóma eða kvilla. Geðlyf eru mörgum nauðsynleg en sumir þeirra vilja gjarnan minnka lyfja- notkun sína eða jafnvel hætta notkun alveg. En þá er afar mikilvægt að fara hægt í sakirnar og aðeins í sam- ráði við meðferðaraðila. Stefna sam- an að því að finna aðrar leiðir, engar skyndilausnir heldur horfa á málið sem langtímaverkefni. Upprætum fordóma Eigin fordómar og annarra hamla breyttum viðhorf í garð geð- sjúkdóma. Ef koma á einhverjum breytingum til leiðar verður fólk að láta í sér heyra og hætta þar með að taka þátt í feluleiknum um geðræna sjúkdóma. Fræðsla er þar mikilvæg, ekki síst um einkenni, og vera meðvit- aður um eigin geðheilsu sem og ann- arra. Algeng einkenni geta t.d. verið að fólk fer að sofa og nærast illa, missa tökin á daglegum venjum og geta ekki lengur sinnt hlutverki sínu í leik og starfi. Að lokum er minnt á Alþjóða geð- heilbrigðisdaginn, sem haldinn er 10. október ár hvert. Í ár er yfirskrift dagsins ,,Öflugri og aðgengilegri geð- heilbrigðisþjónusta og haldið upp á hann með „geðgóðum degi“ í Mjódd- inni með margs konar uppákomum frá kl. 13 til 16.30. hollráð um heilsuna Verum meðvituð  Hafa hlutverki að gegna  Rækta fjölskyldu- og vinabönd  Forðast of mikið áreiti  Tryggja sér nægan svefn (6-8 klst.)  Borða reglulega hollt fæði úr öllum fæðuflokkum  Forðast sykur, salt, fitu og mikið unninn mat  Forðast áfengi og önnur vímuefni  Hreyfa sig reglulega (minnst 30 mínútur á dag)  Fræðast um sjúkdóminn og ein- kenni hans og öðlast þannig innsæi  Leita aðstoðar fagaðila áður en í óefni er komið  Ekki minnka eða hætta á geðlyfj- um nema í samráði við meðferð- araðila  Omega 3 fitusýrur hafa reynst mörgum vel Ráð sem nýtast öllum Ragnheiður Jonna Sverrisdóttir, verkefnastjóri Alþjóða geðheilbrigð- isdagsins 2009 og Guðrún Guð- mundsdóttir, verkefnisstjóri geð- ræktar hjá Lýðheilsustöð TENGLAR ..................................................... www.10okt.com www.wfmh.org K a t t a s ý n i n g K y n j a k a t t a Kettir velja Sýningin verður haldin 10. og 11. október 2009 í Miðhrauni 2, Garðabæ Nánari uppl. á www.kynjakettir.is Ýmis tilboð á gæludýravörum Sýningin er opin frá kl.10 - 17.30 báða dagana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.