Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ObamaBanda-ríkja- forseta væri vorkunn þótt hann héldi um stund að norska nóbelsnefndin um friðarverðlaun væri að gera grín að sér. Það væri eiginlega gott ef sú skýr- ing hefði flögrað að hon- um því það sýndi þá að hann sjálfur væri ekki haldinn óstjórnlegu Obama-æði, sem nefndin virðist illa haldin af. Núverandi Bandaríkja- forseti er um margt heillandi maður, hrífandi ræðumaður og býður af sér góðan þokka. Þótt í hans mikla landi hafi jafnt og þétt þokast í jafnræðis- átt milli kynþátta og margir blökkumenn gegnt háum embættum, svo sem þau Rice og Powell utan- ríkisráðherrar, þarf ein- staklingur af þeim kyn- þætti enn að hafa mikið annað með sér umfram keppinauta til að vinna kosningar um forsetaemb- ættið. Það gerði hann í tveimur áföngum. Fyrst gegn öflugri flokkssystur sinni, Hillary Clinton, í forvali, þar sem flestir töldu hana fyrirfram næsta öruggan sigurveg- ara, og síðan gegn repú- blikönum og öflugri flokksvél þeirra. Hann hefur gegnt emb- ætti í tæpa níu mánuði og ekki orðið mikið ágengt og óþolinmæði tekið að gæta í röðum stuðnings- manna hans. Það er ekki endilega sanngjarnt enda bandaríska stjórnkerfið þungt í vöfum. Það hefur því enn ekki reynt sem neinu nemur á Barak Obama. Hann gefur vissu- lega væntingar um að geta orðið ágætur forseti og jafnvel í hópi hinna merkari en hann er því miður enn óskrifað blað. Hann hefur í engu breytt um áætlanir fyrirrennara síns í Írak en áætlanir um brottför Bandríkjahers þaðan lágu fyrir í tíð hans. Hann hefur enn ekki gert upp hug sinn í Afganistan, en í kosninga- baráttunni boð- aði hann aukinn herstyrk Banda- ríkjanna þar. Nú eru að renna á hann tvær grímur í því efni en varla duga þær grímur til friðarverðlauna. Hann hefur átt fundi með deiluaðilum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Það hafa aðrir forsetar og stjórnmálamenn gert og hafa ýmsir fengið friðar- verðlaun Norðmanna af því tilefni þótt friðar- horfur séu enn í lágmarki. Hann lofaði að loka vand- ræðafangabúðum Banda- ríkjanna á Kúbu, en það hefur dregist, enda eru innanbúðarmenn þar ekki eftirsóttir, hvorki í ein- stökum ríkjum Bandaríkj- anna né í öðrum löndum sem Obama hefur leitað til. Og þess utan mundi lokun á fangelsi, þótt illt sé, varla duga til friðar- verðlauna. Það er því ekki auðvelt að finna skynsamlega skýringu á þessari verð- launaveitingu, aðra en að nefndina sem veitir þau skipi hópur velviljaðra barnslegra einfeldninga, sem hafi ekki talað við nokkurn vitiborinn mann. Þeir séu að veita Obama verðlaunin í þeirri von að í forsetatíð sinni verði hann og þeir svo lánsamir að honum auðnist að gera eitthvað verulega friðar- verðlaunavænt. Auðvitað yrði unaðslegt og hugg- unarríkt fyrir alla ef það gerðist. En norska friðar- verðlaunanefndin átti þó annan enn þá snjallari leik í stöðunni. Hún gat veitt næsta forseta Bandaríkj- anna verðlaunin. Það veit að vísu enginn hver hann verður og hann á því óhægt um vik að taka við verðlaununum núna. En það má ávaxta þessar rúmu hundrað milljónir eða hvað þessi verðlaun eru há hjá norska olíu- sjóðnum og halda svo veg- lega veislu eftir fjögur eða átta ár þegar ljóst verður orðið hver sá er, sem svo sannarlega verðskuldar verðlaunin. Hljóp norska friðarverðlauna- nefndin á sig? } Furðuleg friðarverðlaun L íklega þykir ekki fínt að vera nísk- ur en stundum er það nauðsyn- legt. Til dæmis getur komið sér vel í kreppu að kunna þá list. Þarf raunar ekki kreppu til. Sé hugsað fáein ár aftur í tímann sér hver heilvita maður að Íslendingar hefðu betur verið heldur hyggn- ari en raun ber vitni. Þegar gefur á bátinn þarf aðallega að hugsa um að næra fjölskylduna, fyrst og fremst lík- amlega en ekki má gleyma andlegu hliðinni. Hana má fóðra á ýmsan hátt án þess að það kosti augun úr. Meira að segja stundum án þess að það kosti (mig) neitt. Tökum dæmi af fjölskyldu. Ekki minni, að sjálfsögðu, því ég er ekki nirfill. Fjarri því. En ég fórna mannorðinu í því skyni að kynna góð- an málstað; þetta má því vera ég, konan og dæturnar þrjár, í þykjustunni. Þegar Liverpool er í sjónvarpinu förum við annaðhvort í heimsókn til Þórdísar og Arnar eða pabba og mömmu. Á fyrri staðinn um helgi því Örn er svo duglegur að baka. „Nei, er leikur! En skemmtileg tilviljun. Ertu með heitt á könnunni?“ Mamma er svo næm að á þriðjudags- og miðvikudags- kvöldum eldar hún meira en venjulega, sérstaklega þegar Meistaradeildin er á dagskrá. Ef Manchester United er á skjánum förum við til tengdapabba. „Panta pítsu? Nei, það er algjör óþarfi. Nú, jæja, ef þú krefst þess …“ Frændi minn góður vildi alltaf gefa mér rauðvínstár eða bjórglas þegar við kíktum í heimsókn en eftir að ég hætti að drekka borg- ar sig ekki lengur að fara til þeirra hjóna. Bensínið er orðið svo dýrt. Við höfum reyndar rætt það hjónin að ég byrji jafnvel að staupa mig aftur; ef ég drykki kippu af bjór hjá frænda á hverjum laugardegi – ég er nokkuð viss um að hann er með fótbolt- arásina – myndi ég spara 80 þúsund kall ári. Það er hreinlega spurning hvort ég fái ekki hana Sigrúnu mína til þess að byrja að drekka. Jafnvel elstu dótturina, hún er orðin tuttugu og eins. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir 240 þúsund krónur. Ef ég sleppi því svo að kaupa rauðvínsflösku með þessari einu máltíð vikunnar sem við borðum heima spara ég um það bil 100 þúsund á ári. 200 ef ég kem konunni upp á bragðið. Þokkalegur reykingamaður kveikir í 400 þúsundum á ári þannig að ég er að hugsa um að byrja að reykja til þess að geta hætt. Víða má spara, ef að er gáð. Illa einangruð tónleikahús eru gulls ígildi. Engum verð- ur meint af því að standa fyrir utan og leggja við hlustir, að minnsta kosti ekki ef veðrið er þokkalegt. Það er hollt að anda að sér fersku lofti. Líkamsrækt er nauðsynleg og möguleikarnir margir. Góður göngutúr er ókeypis, líka að fara í berjamó. Og að stunda kynlíf. Víðast hvar. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Nísk … altso sparsamur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Fjórði hver fiskur seldur á markaði FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is E f jafn mikið verður selt á fiskmörkuðum fram til áramóta og selt var í fyrra gæti heild- arsala ársins á fisk- mörkuðum farið yfir 20 milljarða. Það sem af er ári er búið að selja alls tæplega 85 þúsund tonn af öllum tegundum og er meðalverðið195 krónur á kíló. Hundrað þúsund tonna markið er því ekki langt und- an. Nærri lætur að fjórði hver fiskur í bolfiskaflanum fari á markað. Hins vegar hefur löngum verið erfitt að spá fyrir um aflabrögð og tíðarfar, auk þess sem haustmán- uðirnir eru oft umhleypingasamir og stór hluti seljenda á fiskmörkuðum er minni bátar. Svo veldur það mörgum erfiðleikum hversu erfitt er að fá leigðan kvóta. Meðalverð af óslægðum þorski á fiskmörkuðum fór yfir 400 krónur í fyrradag og meðalverðið á ýsunni var þá 330 krónur. Þorskurinn hefur ekki áður farið svona hátt og miðað við verðið undanfarin ár er ýsuverð- ið einnig mjög hátt. Í einstaka lönd- unum fékkst enn hærra verð eða hátt í 500 krónur fyrir kíló af óslægð- um þorski. Hátt verð á leigumarkaði Ragnar Kristjánsson hjá Fisk- markaði Suðurnesja, sagði í vikunni að verðið hefði óneitanlega verið hátt þess dagana, enda væri fram- boð ekki mikið. „Svo er kvótastaða margra heldur ekki gæfuleg, sér- staklega í ýsunni,“ segir Ragnar. „Ýsukvótinn var skorinn mikið niður og margir eiga lítinn eða engan kvóta. Þetta kemur eðlilega fram í verðinu og ég óttast að þegar kemur lengra fram á haust og vetur verði þeir margir á minni bátunum sem ekki geti leigt til sín ýsu og verði því að leggja bátunum,“ segir Ragnar. Í takt við verð á mörkuðum hefur verð á leigumarkaði verið hátt und- anfarið og lítið framboð. Á sax.is kemur fram að leiguverð fyrir kíló af þorski var á fimmtudag 251 króna og 139 krónur fyrir ýsuna. Verðið hafði þá lækkað frá dögunum á undan enda vonskuveður í kortunum. Spurður um þróun fiskverðs á mörkuðum á næstunni sagði Ragnar að erfitt væri að spá um það. Gengið réði miklu og þegar evran væri í 182 krónum og dollarinn í 124 krónum hefði það áhrif á verð á mörkuðum og hjálpaði útgerð og sjómönnum. Hins vegar vissu erlendir kaupendur alveg stöðuna hér á landi og settu þrýsting á seljendur. Mikil umsvif voru á fiskmörkuðum í nýliðnum septembermánuði, en seld voru 9.096 tonn sem er það langmesta sem selt hefur verið í gegnum fiskmarkaðina í þeim mán- uði. Næstmest var selt í september 2006 eða 7.590 tonn. Aukningin mið- að við september í fyrra er 20,7 %. Verðmæti sölunnar í september sl. var 2.156 milljónir, sem er heilum 60,7 % meira en í september í fyrra. Þetta er einungis í annað skiptið sem verðmæti fer yfir 2 milljarða í einum mánuði. Það gerðist líka í mars 2007 þegar það var 2.228 milljónir. Með- alverðið á kíló af öllum seldum teg- undum í september var rúmlega 237 krónur. Það er hæsta meðalverð í einum mánuði frá upphafi. Með- alverð í september 2008 var 178,01 kr. og er hækkunin því 33,2%. Viðskipti á fiskmörkuðum hafa blómstrað á árinu og undanfarið hefur hátt verð fengist á mörk- uðunum. Framboð hefur þó ekki verið mikið, kvótastaða margra er erfið og eitt fyrirtæki hefur hætt kvótamiðlun. Sem fyrr á þessu ári speglast gengi krón- unnar í verði á fiskmörkuðum. FYRIR nokkru tilkynnti Fisk- markaður Íslands, sem er stærsti fiskmarkaðurinn, um lokun Kvóta- miðlunar FMIS. Í tilkynningu frá Páli Ingólfssyni, framkvæmda- stjóra, á heimasíðu fyrirtækisins segir m.a.: „Niðurskurður stjórnvalda á aflaheimildum nú í haust í all- flestum tegundum hefur hins vegar valdið því að undanfarið hefur við- skiptaumhverfi með leigu á afla- heimildum breyst mikið í þá veru að lítið sem ekkert hefur verið að gerast á þeim markaði. Starfsumhverfi hefur að mati stjórnenda Fiskmarkaðs Íslands hf. versnað til muna. Með hliðsjón af því hefur verið tekin sú ákvörðun að hætta kvótamiðlun Fiskmarkaðs Íslands hf.“ MIÐLUN LOKAÐ ›› Verð á óslægðum þorski og ýsu frá 9. júlí Dagleg meðalverð 400 350 300 250 200 150 kr./kg JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKT. ÞORSKUR ÝSA Heimild: sax.is 8. okt. 400,88 330,36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.