Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Helgi og pinnarnir hleypa lífi í mjaðmir Fólk Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HVERN hefur ekki dreymt um að dansa um í poppkorni? Nú er tækifærið því í fyrsta skipti á Íslandi verður haldið Popp- kornspartí. Partíið fer fram í kvöld og fær poppið að fljóta á skemmtistaðnum Top of the Rock á gamla varnarliðssvæðinu í Keflavík. Ætlunin er, á mismunandi tímapunktum yfir kvöldið, að dæla mörgum hundruð lítrum af poppi yfir gesti með sérstökum poppblásurum. „Ég er búinn að fá tvær ótrúlegar hugmyndir frá skemmtistað á Mallorca sem heitir BCM, fyrir mörg- um árum fór ég í froðupartí þar sem varð til þess að ég hélt fyrsta froðupartíið hér og núna held ég þetta poppkornspartí. Mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi áður og magnið af poppkorni sem við erum með er svo gríðarlegt að það verður erfitt að leika þetta eftir,“ segir Atli Már Gylfason sem stendur fyrir partíinu. „Við verðum með um 2400 lítra af fersku og nýpoppuðu popp- korni, það er í kringum 1100 venjulegir Stjörnupoppspokar. Gestir á dansgólfinu geta borðað poppið og dansað í því. Það munu tvær sætar stelpur, sín með hvorn barkann, blása poppinu á fólkið og það verður allt í poppi í lokin, undir skósólum og ofaní nærbuxum,“ segir Atli og bætir við að venjuleg danstónlist verði leikin undir popp- dansinum. Miða í forsölu á viðburðinn er hægt að nálgast í dag á 1000 kr. á Top of the Rocks, annars kostar 1500 kr. inn við dyrnar í kvöld. 2400 lítrar af poppi í sjóðheitu poppkornspartíi  Pörin Kristín og Eiríkur, Mæja og Kiddi, hafa verið valin til að taka þátt í kynlífstilraun morgun- þáttar Gulla Helga og Lísu Einars á Kananum. Gulli og Lísa ætla að fylgjast með áhrifum kynlífsins á samband paranna og heyra í öðru hvoru þeirra daglega. Kynlífs- tilraun þessi mun standa yfir í 30 daga og pörin blogga um samlíf sitt á Kaninn.is og Kaninn hvetur alla til að „æfa sig heima“ til að styðja pörin. En er þetta yfirleitt mögulegt? Ýmis ljón geta staðið í vegi fyrir slíkum gjörningi, eins og pör þekkja allflest, t.d. hinn frægi höf- uðverkur. 30 daga kynlíf tveggja para fyrir Kanann  Íslenska harðkjarnasenan hefur getið af sér eina eða tvær goðsögu- legar sveitir, þar á meðal hina rosa- legu Klink sem fór mikinn á blóma- skeiði hennar upp úr árinu 2000. Hljómsveitin sneri aftur í sumar og lék í hausaskakshimnaríkinu Eistnaflugi en í kvöld er það Reykjavíkin en þar hefur sveitin ekki spilað í fimm ár. Klink treður upp á Dillon Rockbar og þær eru ekki handónýtar hljómsveitirnar sem munu hita upp, Celestine og Retrön. Aðgangseyrir er á klink- tilboði, 499 kr. Þess má geta að upprunalegur bassaleikari sveit- arinnar, Júrí, er staddur í Trinidad og Tobago að reisa byggingar á vegum dansks verktakafyrirtækis og er það Haukur Rosalegi (Andlát o.fl.) sem leysir hann af hólmi. Hin ógurlega, hin ægi- lega Klink snýr aftur! Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is REYNDU aftur, heitir nýútkomin ævisaga eins ástsælasta tónlistar- manns Íslands, Magnúsar Eiríks- sonar. Höfundur bókarinnar, Tómas Hermannsson, hafði lengið nauðað í Magnúsi að fá að gefa út ævisögu hans. Magnús lét loks til leiðast, en með þeim skilmálum að Tómas myndi rita söguna og taka upp samtöl þeirra á ökuferðum um landið. Tómas gefur bókina út, en hann starfar hjá útgáfu- fyrirtækinu Sögum ehf. sem gefur einnig út hljómplötu sem ber sama nafn og bókin. Á henni flytja Magnús og hljómsveitin Buff nokkur af hans ástælustu lögum. „Ég er búinn að vera mikill aðdá- andi Magga frá því ég fór sjálfur að gutla á gítar og mér finnst hann flott- asti texta- og lagahöfundur landsins,“ segir Tómas. Að baki ævisögunni liggja langar ökuferðir vítt og breitt um landið þar sem Magnús sagði sög- ur af ævi sinni. Þegar yfir lauk voru 7.000 km að baki. Ólíkir staðir á land- inu rifjuðu upp fyrir Magnúsi ólíkar sögur og á endanum var Tómas með mikið og áhugavert efni í höndunum. Í ókunnugu hjólhýsi „Ég held hann geti ekki talað nema hann sé í bíl, bíllinn er hans skrif- stofa, hann tekur engar meiriháttar ákvarðanir nema hann sé í bílnum,“ segir Tómas og hlær. Textinn við lagið „Reyndu aftur“ er mjög dramatískur. Er hann lýs- andi fyrir ævisöguna, í ljósi þess að þú valdir hann sem bókartitil? „Já, „Reyndu aftur“ er náttúrlega rosalega lýsandi fyrir alla í dag, að gefast ekki upp og reyna aftur,“ segir Tómas en lagið orti Magnús til eig- inkonu sinnar sem fallin er frá. Það er nokkuð merkileg saga á bakvið text- ann. „Það var þannig að hann hafði verið að spila á Snæfellsnesinu og var að fara í „blackout“, þ.e. óminnisást- and, hann tók nokkur mjög svæsin blackout út af drykkju og neyslu „vandaðra“ efna, týndi nokkrum klukkutímum og síðan nokkrum dög- um. Þegar hann var að spila á Snæ- fellsnesinu hafði hann verið hauga- fullur, vaknað í partíi í Ólafsvík með fleyginn við höndina. Hann hélt af stað til Búða, tengdamóðir hans var nýbúin að kaupa sér hjólhýsi og hann hafði haft einhvern pata af því að þau hjónin yrðu á Búðum þessa helgi. Hann fær far frá Ólafsvíkurenni að Búðum. Við Hótel Búðir fer hann að fá sér sjúss og svo kemur algleymið, hann missir nokkra klukkutíma úr líf- inu og það næsta sem hann man er að hann vaknar í hjólhýsi á ferð (Tómas hlær) og vissi ekkert hvar hann var. Þá hafði hann farið inn í hjólhýsi á Búðum hjá eldri hjónum. Hann reisti sig upp, leit út um gluggann og sá þau í bílnum , vissi ekkert hvert þau voru að fara. Honum tókst svo að lauma sér út á bensínstöð án þess þau tækju eftir því. Þetta er ein af nokkrum blackout-sögum sem eru í bókinni.“ Tómas segir Magnús segja allan sannleikann um sjálfan sig og skafa ekki utan af neinu. Ævisagan er fyrsta bók Tómasar og hann segir lokavinnsluna hafa verið helvíti erf- iða. „Við Magnús viljum þakka kon- unni minni sem er ritstjóri bókar- innar, Önnur Margréti, kærlega fyrir. Án hennar hefðum við aldrei getað gert þetta,“ segir Tómas að lok- um. Morgunblaðið/ÞÖK Maggi með gítarinn „Ég held hann geti ekki talað nema hann sé í bíl, bíllinn er hans skrifstofa,“ segir höfundur ævisögu tónlistarmannsins. Sjö þúsund kílómetra ævisaga  Ævisaga Magnúsar Eiríkssonar var skráð í ótal ökuferðum um landið  Óminnisástand af völdum áfengisdrykkju var kveikjan að „Reyndu aftur“ Plata með völdum perlum Magn- úsar er nýkomin út, samhliða ævi- sögunni og syngur Magnús með hljómsveitinni Buff í fimm lögum af 11. Auk þeirra les leikarinn Ingvar E. Sigurðsson textann við „Reyndu aftur“. „Staðfestan verður gríð- arleg við það að standa sig í þessu, að gera þetta sem best. Þetta mátti ekki verða klúður. Við ætluðum ekki að fara að gera enn eina eftir- hermuplötuna,“ segir Hannes Frið- bjarnarson, trommari Buff. Útsetningar sumra laganna eru talsvert ólíkar þeim upphaflegu en aðrar líkar. „Við setjum okkar svip á þetta,“ segir Hannes. Hvað lagaval varðar segir hann Magnús hafa lát- ið hann fá lista með 15 eða 16 lög- um og hljómsveitin svo tekið upp 11 þeirra „með sínu nefi“, á heimili Bergs Geirssonar, bassaleikara sveitarinnar. „Við bjuggum bara til stúdíóið. Hann býr í stúdíóíbúð þannig að það lá vel við höggi,“ segir Hannes kíminn. „Hann skipti sér ekkert af þessu, hann treysti okkur bara algjörlega fyrir þessu og það var okkur ánægjuefni,“ svarar Hannes, spurður að því hvort Magn- ús hafi skipt sér af útsetningum „Við ætluðum ekki að fara að gera enn eina eftirhermuplötuna“ Buff „Hann býr í stúdíóíbúð þannig að það lá vel við höggi,“ segir Hannes um upptökur sem fóru fram í íbúð Bergs bassaleikara. Ókeypis lag af plötunni má finna á mbl.is. sveitarinnar. Útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld í KA-heimilinu á Ak- ureyri og hefjast þeir kl. 20.30. Poppari Atli Már dansar í poppi.  Stórsöngvarinn Helgi Björns og gleðipinnasveitin Kokkteilpinn- arnir munu fá fólk til að tvista, teygja búkinn og hrista, í Þjóðleik- húskjallaranum í kvöld. Á laugar- dagskvöldum í vetur er ætlunin að vera með dansskemmtanir að gömlum sið í kjallaranum og munu Helgi og félagar rifja upp danssöngva og drykkjuvísur fyrri ára. Þeir hvetja menn til að skella í sig svalandi kokkteilum og vekja til lífsins „gamla góða sveiflu og mjaðmahnykki sem hafa ekki fengið útrás lengi“. Sveitin gefur út plötu síðar í mánuðinum, Kampavín, en þar ku vera að finna ódauðleg lög. Helgi og pinn- arnir voru í essinu sínu í Kastljósi í fyrrakvöld, er þeir fluttu lagið „Ég finn á mér“. Fór Helgi óvenjudjúpt niður og lék með til- þrifum kófdrukkinn mann á með- an hann söng. Það er ekki ama- legt að hafa leiklistarlærðan söngvara þegar sýna þarf slík til- þrif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.