Morgunblaðið - 10.10.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.10.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is VERÐI töf á því að efnahagsáætlun Íslands verði samþykkt af Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum má reikna með því að það hafi víðtæk samtengd áhrif á framgang efnahagsmála hér á landi. Þetta kemur fram í grein- argerð um afleiðingar tafa á endur- skoðun efnahagsáætlunar sem Seðlabankinn vann að beiðni Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra. Í greinargerðinni segir að augljós- ustu áhrif tafa yrðu þau að „tefja fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Áform eru um að taka fyrsta skrefið til af- náms hafta hinn 1. nóvember.“ Þá er stefnt að afléttingu hafta á fjár- magnshreyfingum sem fela í sér gjaldeyrisinnstreymi. Í greinargerðinni, sem Már Guð- mundsson seðlabankastjóri og Arn- ór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri unnu, kemur fram að mikilvægt sé að fyrsta skrefið í af- námi gjaldeyrishaftanna takist vel og tiltrú skapist á krónuna. Í greinargerðinni er það einnig nefnt að náist ekki sátt í Icesave- deilunni við Breta og Hollendinga, og endurskoðun efnahagsáætlunar- innar tefjist þess vegna, sé hætta á því að lánshæfismat Íslands verði lækkað. Verði lánshæfið lækkað nið- ur í fjárfestingaflokk „kunna sumir stofnanafjárfestar að vera tilneyddir að selja eignir sínar um leið og færi gefst, vegna þess að þeim er ekki heimilt að fjárfesta í svo lágt metn- um eignum“ eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Í greinargerð efnahags- og við- skiptaráðuneytisins, sem Jóhanna óskaði einnig eftir, kemur fram að tiltrú á íslenskt efnahagslíf geti minnkað. Þá sé veruleg hætta á þrýstingi á krónuna til veikingar vegna minni trúverðugleika. Einnig er sérstaklega tiltekið að öflugur gjaldeyrisvaraforði, sem fjármagnaður yrði m.a. með lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sé „frumforsenda“ þess að gjaldeyr- ishöftin verði afnumin. Áhrif tafa sögð alvarleg  Seðlabankinn segir töfina á því að efnahagsáætlun Íslands verði samþykkt af AGS geta lækkað lánshæfismat  Öflugur gjaldeyrisvaraforði „frumforsenda“ » Svigrúm til vaxtalækkana getur horfið » Töf getur orsakað minni tiltrú og veikari krónu » Draga þarf úr óvissu og styðja við endurreisn » Lánshæfismat ríkisins gæti lækkað Tafir á framgangi efnahagsáætl- unar Íslands hjá AGS geta haft alvarlegar afleiðingar samkvæmt greinargerðum. Ef ekki næst sátt um Icesave getur lánshæfismat ríkisins lækkað. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra þurfti að hafa sig allan við svo sterkur vindurinn þeytti honum ekki um koll þegar hann gekk út úr stjórnarráðinu í gær, einu sinni sem oftar. Minnstu munaði að Steingrímur missti skjöl úr höndum sínum en blessunarlega tókst honum að halda þeim á sínum stað. Annars hefðu þau fokið út í veður og vind, bókstaflega. Það gustar líka um stjórnarráðið þessa dagana. FAUK ÚT ÚR STJÓRNARRÁÐINU Morgunblaðið/Kristinn BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að veita fjármálastjóra bæjarins heimild til að veðsetja eignirnar Strandgötu 31, Strand- götu 53 og Sólvangsveg 2 vegna skuldbreytingar á lánum bæjarins hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR). Um er að ræða íþróttahúsið við Strandgötu og húsið sem hýsir hjúkrunarheimilið Sólvang. Skuldbreytingin felst í að breyta skammtímaláni upp á 600 milljónir í langtímalán á lægri vöxtum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir þetta gert að kröfu lífeyrissjóðsins. „LSR óskaði eftir þessu og ég hygg að þetta sé gert með þessum hætti, meðal annars vegna krafna frá Fjármálaeftirlitinu.“ Að hámarki getur veðsetningarhlutfallið verið 35% líkt og kveðið er á um í lögum um lífeyrissjóði þegar um svo- nefndar sértækar eignir er að ræða. Það skýrir hvers vegna fleiri en ein fasteign eru lagðar að veði. Afkoma rekstrarreiknings Hafnarfjarðarbæjar var neikvæð um 138 milljónir króna í samstæðu en um liðlega 347 milljónir þegar horft er til A-hluta efnahagsreikn- ings. Aukin útgjöld hafa verið til félagsmála, framfærslu og húsaleigubóta sem hafa hækkað um nærri 100% milli ára. Það er töluvert umfram það sem áætlað hafði verið. magnush@mbl.is Íþróttahús og hjúkrunar- heimili veðsett vegna lána Morgunblaðið/RAX Í Hafnarfirði Bærinn hefur þurft að greiða um 6 millj- arða til baka vegna skila á lóðum. Lánum Hafnarfjarðarbæjar skuldbreytt í langtímalán „YFIRSKRIFT fundarins var mjög alvarlegar afleiðingar fjár- lagafrumvarps- ins. Fulltrúar Norðuráls, El- kem á Íslandi og Sementsverk- smiðjunnar út- skýrðu afleiðing- arnar ef frumvarpið nær fram að ganga. Meðal þeirra var Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sem sagði orku- og auðlindaskattinn þýða 5,5 milljarða í auknar álögur á fyrirtækið,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, um hitafund sveitarstjórnarmanna á Akranesi og úr Hvalfjarðarsveit í Tónbergi í gær. Setur Helguvík á ís „Þetta ógnar undirstöðu sveitar- félaganna á Vesturlandi,“ segir Gísli og bendir á að skattur á Norðurál muni stöðva uppbyggingu álvers í Helguvík. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, sat fund- inn ásamt tveimur þingmönnum. Mun setja atvinnu í uppnám Gísli S. Einarsson Hiti í Skagamönnum vegna orkuskatta STARFSMENN Fjármálaeftirlits- ins (FME) fóru í höfuðstöðvar Ex- ista um miðjan dag í gær til þess að nálgast gögn í tengslum við rann- sókn embættisins sem tengist félag- inu. Ekki fékkst uppgefið hjá FME í gær hvaða þættir það væru ná- kvæmlega sem gögnin tengdust. Exista var stærsti einstaki eig- andi Kaupþings þegar bankinn féll 9. október í fyrra. Félagið átti þá fjórðungshlut í bankanum. Stærstu íslensku fyrirtækin sem félagið á í dag eru VÍS og Skipti, móðurfélag Símans. Forsvarsmenn Exista, einkum bræðurnir Lýður og Ágúst Guð- mundssynir, hafa staðið í deilum við kröfuhafa félagsins vegna endur- skipulagningar þess. Félaginu hefur verið haldið á lífi af kröfuhöfum frá því í hruninu en óvíst er hver afdrif þess verða. magnush@mbl.is FME náði í gögn Exista

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.