Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt lífVIÐTALIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 S paugstofan hóf göngu sína í sjónvarpi árið 1989 og hefur því skemmt landsmönnum í tuttugu ár, með hléum. Sigurður Sigurjónsson leikari er einn þeirra vinsælu Spaugstofumanna sem hef- ur ofan af fyrir landsmönnum á hverju laugardagskvöldi. Hann sést einnig á fjölum Borgarleikhússins þar sem hann leikur í sýningunni Harry og Heimir ásamt félögum sínum úr Spaugstofunni þeim Karl Ágústi Úlfssyni og Erni Árnasyni en fjórði Spaugstofumaðurinn, Pálmi Gestsson, er þar víðs fjarri góðu gamni. „Í Harry og Heimi lát- um öllum illum látum og leikum eins og enginn sé morgundagurinn. Við komum nokkrum árum yngri heim en aðeins þreyttari en venju- lega,“ segir Sigurður. Eins og gott hjónaband Þið félagar eruð búnir að eiga afar farsælan feril í Spaugstof- unni. Reynir ekki stundum á þetta samstarf? „Ég hugsa oft um þetta Spaug- stofusamstarf okkar af því það er nokkuð merkilegt. Það er eins og gott hjónaband, grunnurinn er gagnkvæm virðing. Sem betur fer, þáttarins vegna, erum við fé- lagarnir mjög ólíkir. Þar af leiðandi komast ólíkar skoðanir, sjónarmið og smekkur inn í þátttinn. Svo sannarlega verður stundum nún- ingur en það hafa aldrei átt sér stað veruleg leiðindi innan Spaugstof- unnar. Fyrir utan Spaugstofulífið erum við mjög góðir félagar og sálusorgarar hvers annars sem er mjög dýrmætt. Spaugstofan er ein hilla í okkar lífi en svo eru margar aðrar hillur.“ Þið hljótið að fá gríðarleg við- brögð við þáttunum. „Við fáum mikil og sterk viðbrögð og það er mjög gefandi. Við reynum að lesa í það eftir fremsta megni hvað virkar á áhorfendur og hvað ekki. Við verðum að hlusta á fólk án þess að tapa sjálfstæði okkar. Fólk vill sjá Spaugstofuna fjalla um póli- tík og dægurmál samtímans. Á síð- asta ári í hruninu varð stökkbreyt- ing í efnistökum Spaugstofunnar, eins og hjá öllum öðrum fjölmiðlum. Á síðasta ári leyfðist okkur að gera ýmislegt sem útilokað er að okkur hefði leyfst fyrir tveimur árum.“ Hefur þú sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum? „Já, ég hef það. Mér finnst ástandið ömurlegt og sé ekki annað en að það fari síversnandi. Það er margt sem ég veit ekki, en ég veit þó að menn eru að moka ískyggi- lega djúpan flór. Þeir sem eru við stjórnvölinn í dag eru ekki í öfunds- verðri stöðu og eiga alla mína sam- úð. Í dag er mér alveg sama í hvaða stjórnmálaflokki menn eru, ég vil bara að þeir snúi bökum saman, hætti að pexa og leysi málin. Ég skal standa mín vakt enda er ég ekki stikkfrí fremur en nokkur ann- ar. Við Íslendingar erum bara 320.000 og það ætti að vera til- tölulega auðvelt fyrir okkur að standa saman sem einn maður og hreinsa borðið svo hægt sé að byrja upp á nýtt. Ég veit að við getum það. Meinið er að þjóðina vantar sterkan og drífandi leiðtoga. Hann er ekki í brúnni. Þetta segi ég með fullri virðingu fyrir því fólki sem er þar núna.“ Örn stytti lífið Snúum okkur að leikferlinum, Hvenær ákvaðstu að verða leikari? Ég var í skátahreyfingunni sem krakki og lék þar á kvöldvökum. Í gagnfræðaskóla voru skemmtiatriði á árshátíðum og ég tók mikinn þátt í þeim. Sem ungur maður var ég kom- inn langleiðina með að verða húsa- málari. Þá frétti ég af leiklistar- námskeiði. Ég vissi ekkert hvað það var, hefði alveg eins getað verið námskeið í smelti. En ég fór á nám- skeiðið og sogaðist nær samstundis inn í leiklistarheiminn. Þegar ég út- skrifaðist bauðst mér strax vinna i Þjóðleikhúsinu. Síðan hef ég getað lifað prýðilegu lífi af leiklistinni. Ég er búinn að vera lukkunar pamfíll. Svo hef ég sennilega eitthvað til brunns að bera.“ Hefur þér einhvern tíma mistek- ist illilega á sviði? „Það skelfilegasta sem getur hent er að vita ekki hvað maður á að gera uppi á sviði og það hefur nokkrum sinnum komið fyrir. Það hefur stytt líf manns um einhverjar mínútur. Örn Árnason stytti líf mitt um kort- er um síðustu helgi þegar við vorum að leika Harry og Heimi í Borgar- leikhúsinu. Í fyrsta atriði eftir hlé eigum við Kalli að koma hlaupandi inn á svið og segja nokkrar setn- ingar og Örn á að koma í kjölfarið. Sýningin hefst, við Kalli komum inn á svið en Örn kemur ekki. Það vill svo til að sýningin er þess eðlis að allt getur gerst í henni og allt sem getur ekki gerst gerist. En þarna vorum við Kalli gjörsamlega ráð- þrota. Við reyndum þó að krafla okkur út úr þessum vægast sagt vandræðalegu aðstæðum. Ég hljóp út af sviðinu, leitaði að Erni en fann hann hvergi og fór aftur inn á svið. Þar stóð Kalli og var að reyna að leika Örn. Ég fór aftur út af sviðinu, kominn með verulegan hjartslátt. Ég leitaði um allt í myrkrinu á bak við sviðið en fann Örn ekki og hélt í fullri alvöru að hann hefði hnigið niður einhvers staðar og væri jafn- vel dáinn. Eftir einhverjar fimm mínútur, sem var óratími i huga okkar Kalla, birtist Örn skyndilega á sviðinu eins og ekkert hefði í skor- ist. Hann hafði verið á klósettinu og misst af því þegar tilkynnt var að sýningin væri að hefjast eftir hlé. Þetta er með því óþægilegra sem ég hef lent í í langan tíma.“ Meistarar fagsins Af hvaða leikara hefur þú lært mest? „Þegar ég kom inn í Þjóðleikhúsið árið 1976 þá var ég svo heppinn að Bessi Bjarnason, Róbert Arnfinns- son, Gunnar Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Rúrík Haraldsson voru í fullu fjöri og tóku mér ein- staklega vel. Það litla sem ég lærði í leiklist lærði ég af þessum mönnum. Ekki síst af Bessa Bjarnasyni því við urðum miklir mátar.“ Hvað gerði Bessa að svo góðum leikara? „Hann var svo sannur að maður trúði á það sem hann sagði og gerði. Hann hafði stórt hjarta. Ég hlustaði mikið á hann. Hann var ekki bara afburða gamanleikari, heldur einnig frábær dramatískur leikari og að mínu mati einn langbesti leikari sem þjóðin hefur átt. Hann var jafn- vígur á allt. Ég nefni einnig Helga Skúlason sem var stórkostlegur leikari. Það skipti engu máli þótt við Helgi værum að fara með sömu sen- una kvöld eftir kvöld, þegar við stóðum saman á sviði og hann fór með textann sinn þá trúði ég alltaf hverju einasta orði. Ég var að hlusta á hann í fyrsta sinn þótt ég væri búinn að heyra textann ótal sinnum. Það var ómetanlegt að vinna með þessum meisturum fags- ins.“ Hver er uppáhaldsleikari þinn? „Charlie Chaplin. Allt frá því ég var unglingur hef ég verið Chaplin aðdáandi. Fyrir mörgum árum tók ég upp á því að safna Chaplin í öll- um gerðum: ljósmyndum, styttum, nærbuxum, blýöntum og bara hverju sem er. Ég á orðið býsna lag- legt safn um Chaplin. Chaplin var hreinræktaður snillingur. Heim- urinn hefur ekki eignast annan eins leikara og listamann og hann. Hann var brautryðandi í kvikmyndagerð SIGURÐUR SIGURJÓNSSON LEIKARI Ekkert feiminn í list Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Hlédrægur Ég er hlédrægur í eðli mínu, hef alltaf verið og mun alltaf verða. Þetta háir mér hins vegar ekki neitt í starfi. » Það er ekki sjálf-sagt að ganga inn á svið fyrir framan 500 manns þó maður sé þjálfaður í því. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að gera það og maður reynir að vanda sig eins mikið og maður getur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.