Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATHAFNARLÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Þetta helst ... ● TÖLUVERÐ lækkun var á ávöxt- unarkröfu á stystu ríkisskuldabréfa- flokkunum tveimur, sem eru á gjald- daga á næsta ári. Lækkaði hún um 0,16 prósentustig á öðrum þeirra og um 0,37 prósentustig á hinum. Engar nýjar fréttir skýra þessa breyt- ingu. Markaðurinn með stutt ríkisbréf er hins vegar þess eðlis að stundum þarf tiltölulega lítið til að verð breytist töluvert. bjarni@mbl.is Ávöxtunarkrafa lækkar ● „ÞAÐ liggur fyrir viðurkenning á bótaskyldu Lands- vaka og Lands- banka Íslands í nið- urstöðu héraðs- dóms,“ segir Haukur Örn Birg- isson, lögmaður hjá ERGO lög- mönnum. Hefur stofan opnað vefsíðuna sjodsfelagi.is þar sem þeir, sem áttu í peningamarkaðssjóði Landsbankans, geta fengið lögmennina til að gæta hagsmuna sinna. Haukur segir að bíða verði niðurstöðu Hæsta- réttar. Hins vegar þurfi sjóðsfélagar að lýsa kröfufyrir lok mánaðarins til að eiga rétt á bótum verði niðurstaða hér- aðsdóms staðfest. bjorgvin@mbl.is Sjóðsfélagar verða að lýsa kröfu í október Haukur Örn Birgisson ● SKILANEFND Kaupþings hefur stefnt Exista og krefst þess að félagið greiði sér 20,1 milljarð króna vegna gjaldeyrisskiptasamninga sem upp- haflega voru gerðir við Kaupþing. Skila- nefndin krefst einnig viðurkenningar á rétti sínum til innstæðu á bankareikningi Exista hjá Nýja Kaupþingi að fjárhæð tæplega 12,9 milljarðar króna. Exista ætlar að taka til varna í málinu þar sem félagið telur skilanefndina ekki eiga rétt til innstæðunnar. Þá telur Exista sig eiga kröfu á skilanefndina á grundvelli gjaldeyrisskiptasamninganna, ekki öf- ugt. thordur@mbl.is Skilanefndin vill 20 milljarða frá Exista Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is UM fimmta hvert heimili í Húna- þingi vestra og Bæjarhreppi stend- ur frammi fyrir alvarlegum fjár- hagsvanda eða persónulegu gjaldþroti vegna skuldsettra kaupa á stofnfé í Sparisjóði Húnaþings og Stranda. Til að styrkja stöðu sjóðsins, áður en frá fyrirhugaðri sameiningu við Sparisjóð Keflavíkur var gengið, var ákveðið að auka stofnfé, sem þá var 1,9 milljónir króna. Var aukn- ingin framkvæmd í tveimur atrenn- um. Þá fyrri fjármagnaði sparisjóð- ur Húnaþings og Stranda sjálfur, en þá seinni fjármagnaði Lands- bankinn. Í báðum tilvikum fengu stofnfjáreigendur lán til kaupa á stofnfjárbréfum með veðum í bréf- unum sjálfum, en einnig er per- sónuleg ábyrgð á lánunum. Eftir aukninguna var stofnféð komið í 1,9 milljarða króna. „Í sveitarfélögunum tveimur búa um 1.200 manns og af þeim voru um 200 stofnfjáreigendur í sparisjóðn- um,“ segir Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri Sambands sveit- arfélaga á Norðurlandi vestra. „Um 140 stofnfjáreigendur tóku lán vegna stofnfjáraukningarinnar. Þetta er venjulegt fólk, bændur og launafólk, en stofnfjáreign í sjóðn- um hefur alltaf verið mjög almenn í héraðinu.“ Segir hann að lánin hafi að hluta verið í erlendri mynt og að heildaskuldir þeirra sem í hlut eiga séu nærri tveimur milljörðum króna. Lán Landsbankans sé á gjalddaga nú í desember. „Til að setja þetta í samhengi þá eru heild- arlaunatekjur fólks í sveitarfélög- unum tveimur um tveir milljarðar. Margir skulda milljónatugi og dæmi eru um fjölskyldur sem skulda á annað hundrað milljónir.“ Átti að vera áhættulaust Stofnfjáreigandi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að þegar lánin frá sparisjóðnum og Lands- banka hefðu verið kynnt hefðu þau verið sögð nær áhættulaus. Búist væri við því að ávöxtunin yrði nægi- leg, en færi illa væri sjóðurinn skyldugur til að leysa til sín stofnfé á genginu 1. „Ég skulda sjálfur lík- lega á þriðja tug milljóna króna,“ segir hann og bætir því við að gangi Landsbankinn hart fram geti marg- ir misst allt sitt. Með breyttum lögum er viðbúið að stofnfé þeirra sjóða, sem óskað hafa eftir aðstoð ríkisins, verði fært niður. Sparisjóður Keflavíkur hefur óskað eftir slíkri aðstoð og því er veðandlagið lítils eða einskis virði. Húnvetningar í miklum vanda vegna stofnfjárkaupa Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Lán Samþykkt var að auka stofnfé Sparisjóðs Húnaþings og Stranda í tæpa tvo milljarða króna fyrir samruna hans við Sparisjóð Keflavíkur. Var sagt að lántaka fyrir kaupunum væri nær áhættulaus Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HREIN eign til greiðslu lífeyris í lífeyrissjóðakerfinu nam í ágúst 1.779 milljörðum króna, sam- kvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Er þetta aukning um 45,9 millj- arða frá mánuðinum á undan, eða aukning um 2,65 prósent. Sé miðað við ágúst í fyrra hefur hrein eign til greiðslu lífeyris hins vegar dregist saman um 44,6 millj- arða að nafnvirði, eða um 2,45 pró- sent. Mesta breytingin er í liðnum „aðrar eignir, nettó“. Í júlí var þessi liður neikvæður um 20,5 milljarða króna, en var í ágúst já- kvæður um rúman 20,1 milljarð. Munurinn er því um 40,7 millj- arðar en ekki er útskýrt nánar hvað telst til annarra eigna í þessu tilviki. Auknar innstæður Hvað aðra liði varðar dróst eign lífeyrissjóðanna í erlendum skuldabréfum saman um tæpa fjóra milljarða króna frá því í júlí, eða um 10,95 prósent, og nemur nú 32,5 milljörðum. Sjóðir og bankainnstæður lífeyr- issjóðanna jukust um 9,7 milljarða króna og voru í ágústlok 161,6 milljarðar. Aðrar stærðir hreyfast lítið milli mánaða í efnahagsreikningi lífeyr- issjóðakerfisins. Innstæður sjóða aukast Hrein eign sjóðanna eykst um 46 milljarða Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is HÆGT er að halda því fram að seðlabankastjóri hafi styrkt stöðu sína eftir að hafa lent í minnihluta í peningastefnunefnd við ákvörðun stýrivaxta 24. september síðastlið- inn. Í fundargerð nefndarinnar, sem birt var á vef Seðlabankans í fyrra- kvöld, kemur fram að Már vildi lækka stýrivexti um 0,5 prósentur og innlánsvexti um 0,25 prósentur. Einn nefndarmaður studdi Má en þrír voru á móti. Í fyrsta lagi slær Már á þær raddir sem sögðu hættulegt hversu einsleit peningastefnunefndin væri. Auk Más eru Arnór Sighvatsson og Þórarinn G. Pétursson, sem allir unnu á hagfræðisviði Seðlabank- ans, í nefndinni. Allir tóku þeir þátt í að móta peningastefnuna sem hef- ur verið gagnrýnd. Einsleitnin var ekki meiri en svo að annaðhvort Arnór eða Þórarinn stóð ekki með Má. Í öðru lagi sýnir seðlabankastjóri vilja sinn til að lækka vexti – og þar af leiðandi sveigja pen- ingastefnuna meira að yfirlýstum vilja forystumanna ríkisstjórn- arinnar – þótt hann nái því ekki fram. Það ýtir undir væntingar um vaxtalækkanir í framtíðinni og eykur traust á Má í hópi stjórn- málamanna og annarra sem gagn- rýnt hafa vaxtalækkunarferlið. Það hlýtur því að hafa verið vilji Más að sérstaklega væri tekið fram í fundargerðinni að hann lenti und- ir. Slíkt hefur ekki sést áður í fund- argerðum Seðlabankans og ávallt hefur verið meirihluti fyrir tillögu seðlabankastjóra. Þá er óþarfi að ætla að Már hafi vitað hver nið- urstaðan yrði og umræður hafi ver- ið settar á svið í þeim tilgangi að ná þeim markmiðum sem hér er lýst. Seðlabankastjóri lenti undir en stendur jafnvel sterkari á eftir Formaðurinn Már Guðmundsson naut ekki stuðnings meirihlutans. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BRESKA matvörukeðjan Iceland Foods hefur höfðað mál á hendur þrotabúi Baugs til að krefjast greiðslu á 900 þúsund pundum, 180 milljónum króna, sem hún telur bú- ið skulda sér. Erlendur Gíslason, skiptastjóri þrotabúsins, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. „Við gerðum kröfu á Iceland um greiðslu á 600 þúsund pundum [innsk. blaðam. 120 milljónum króna] vegna óuppgerðs samnings fyrirtækisins við búið. Þeir gerðu síðan gagnkröfu sem þeir telja sig eiga og eru að fylgja henni eftir með þessu.“ Kröfulýsingarfrestur í bú Baugs rann út 19. ágúst síðastliðinn án þess að Iceland lýsti áðurnefndri kröfu í búið. Samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum er ekki hægt að fá kröfu greidda úr búi nema með kröfulýsingu innan tilskilins frests. Skilanefndir Landsbanka og Glitnis fara með stóran eignarhluta í Iceland Foods. Félagið var áður í eigu Baugs sem var tekinn til gjaldþrotaskipta í mars síðastliðnum. Kröfur í þrotabú Baugs nema samtals 316,6 milljörðum króna. Veðkröfur eru 123,9 milljarðar króna og almennar kröfur nema 170,2 milljörðum króna. Til al- mennra krafna teljast meðal ann- ars víxlar, reikningar og skattar. Forgangskröfur í búið nema 78 milljörðum króna en í þeim flokki eru launakröfur starfsfólks. Virði eigna sem eiga að mæta þessum kröfum liggur hins vegar ekki fyr- ir. Rfitunarmál skipta sköpum Niðurstaðan fer að stóru leyti eftir því hvað endurheimtist í rift- unarmálum sem skiptastjórar hafa ákveðið að höfða. Mest munar þar um riftun á sölu á Högum til eign- arhaldsfélagsins 1998 ehf., í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Auk þess hefur þrotabúið meðal annars farið fram á riftun á sölu skíðaskála í Courchevel í Frakk- landi til Gaums. Krefjast 180 milljóna vegna óuppgerðs samnings við Baug Iceland höfðar mál gegn þrotabúi Baugs Morgunblaðið/Kristinn Baugur Iceland var ein helsta eign Baugs áður en félagið fór í þrot. ● SAMKVÆMT óendurskoðuðu uppgjöri var rekstrarhagnaður Icelandair Group 3,1 milljarður króna fyrir afskriftir og fjármagnskostnað í ágúst. Er þetta hálf- um milljarði meiri hagnaður en í júlí. Samkvæmt tilkynningu áætlar fyr- irtækið að rekstarhagnaður verði 6,5 milljarðar króna fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað í ár. Þá gera stjórnendur Icelandair ráð fyrir að miðað við núver- andi forsendur líti rekstur samstæð- unnar ágætlega út það sem eftir er árs- ins og er núverandi afkomuspá mun hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Hagnaður Icelandair nam 3,1 milljarði í ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.