Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 UM OG uppúr ár- unum 1960 voru evr- ópskar þjóðir að hrökklast frá nýlend- um sínum í Afríku og víðar og synd væri að segja að herraþjóð- irnar hafi skilið eftir sig mikið uppbygging- arstarf hjá þeim þjóð- um sem lutu yfirráðum þeirra. Frumbyggjarn- ir sátu eftir bláfátækir, ómenntaðir, smitaðir af farsóttum en án lækn- ishjálpar og viðskilnaðurinn rétt- lættur með svipuðum röksemdum og Danir gáfu Grænlendingum og Ís- lendingum á sinni tíð: „Hér er ekk- ert hægt að gera, karlarnir eru fylli- byttur og konurnar mellur“. Til þess að vernda nýlendugróð- ann bundust þjóðirnar samtökum. Við hæfi þótti að reisa sér minn- isvarða og sinna líknarmálum. Fyrir hluta nýlendugróðans varð til Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn sem virð- ist vera beitt af sama kærleika og svipum nýlenduherranna forðum. Eftir að gömlu nýlenduríkin losn- uðu undan stjórn herraþjóðanna horfðu þau mikið til Ísraels eftir fyr- irmynd og aðstoð og á tímabili átti Ísrael mörg hundruð sérfræðinga við störf, sem reyndu að kenna fyrr- verandi nýlenduríkjum í Afríku og Asíu að fóta sig sem sjálfstæðar ríki undir lýðræðismerkjum. Hinir hóf- samari stjórnendur landanna sáu að Ísraelsríki blómstraði en báru ekki tiltrú til sinna fyrrverandi herra- þjóða. Fjölþætt uppbyggingarstarf Ísraels, sem byggðist m.a. á vinstri- sinnaðri verkalýðspólitík, beið þó lægri hlut fyrir einræðisöflum. Rússar mokuðu vopnum í valdasjúka einræðisherra sem voru pólitíkusar á hinum armi nýfrjálsu ríkjanna og virtust hafa það eitt markmið að tryggja völd sín. Harðlínuarabar nýttu sér upplausnarástandið til að ná völdum í þessum ríkjum og ísl- ömsk heimsyfirráðastefna hefur, í sumum þessara landa, myndað þar yfirstétt sem virðist sýna hálfu verri harðstjórn en fyrri ráðsherrar. Múslímar eru snjallir áróð- ursmenn. Sem dæmi mætti nefna að á þessum árum er talið að 80% íbú- anna á Gasa hafi verið kristin og að meirihluti íbúanna í öllu Palestínu- héraði hafi verið kristinn. Nú er talið að 3% íbúana á Gasa séu kristin og litlu hærra hlutfall annarstaðar í Palestínu. Yasser Arafat var að gera sig gildan upp úr 1960 og beindi sjónum fréttaheimsins að við- skiptum sínum við Ísraelsríki og þeirri stefnu sinni að útrýma gyð- ingaríkinu. Arafat var klókur og hann sá að ef hinn þögli meirihluti kristinna manna kæmist til áhrifa yrði framtíð Ísraels tryggð með friði því hinir kristnu menn viðurkenndu Ísrael og þó gyðingarnir væru tor- tryggnir í þeirra garð hefði frið- arviljinn verið gagnkvæmur. Arafat vissi að stutt var í gyðingahatrið hjá Evrópuþjóðunum. Honum tókst að gera Ísrael að ljóta karlinum í heimi fjölmiðlanna. Og í skjóli þess hóf hann að ofsækja kristna samlanda sína. Hinir friðsömu kristnu menn snerust ekki til varnar með vopnum og múslíminn Arafat spilaði á „nafn- kristna“ Evrópubúa og lét þá styrkja sig fjárhagslega. Styrktarféð notaði hann m.a. til að ofsækja kristna samlanda sína. Þeir voru drepnir eða hraktir úr landi sem friðinn vildu og þannig er það enn. Hluti Evrópuþjóða varð þannig bak- land PLO við að ofsækja kristið fólk í þessum heimshluta og hafa það á samviskunni að þar ríkir ófriður enn. Í þeim ríkjum Afríku og Asíu sem múslímar eru ráðandi valdsherrar beita þeir kristna menn og frum- byggja, hverrar trúar sem þeir eru, ofbeldi og valdníðslu. Öll Evrópa horfir á þetta afskiptalaus og sýnir með því undirlægjuhátt og af- kristnun í húmanískum „Babel“- anda þar sem stefnan er að gera púkana englum jafna. Þegar íslensk löggjöf afhenti „litlu strákun- um“ nærbrók íslenska hagkerfisins með illa lyktandi afleiðingum, var það kærkomið tækifæri fyrir evr- ópska apparatið til að fela eigin ávirðingar og ná tökum á auðlindum Íslands. Auðvitað eiga Englendingar og Hol- lendingar að greiða upp sínar „Icesave“- skuldir við fyrrverandi nýlendur áður en þeir krefja Íslend- inga um meintar skuldir við sig. Það hvorki geta þessar þjóðir né vilja. Það er löngu ljóst að AGS er notaður eins og skammbyssa sem beint er að hnakka viðsemjandans. Það er því líklegt að það sé álíka gott fyrir Ís- lendinga að ganga í ESB eins og ef hagamús leitaði skjóls í greni refs. Þegar hefðkristnar þjóðir eru sam- mála um að útvatna kristindóminn niður á plan annarra trúarbragða eins og gert er innan ESB undir yf- irskyni trúfrelsis er fjandinn laus og þjóðirnar viknar frá þeim Guði sem gaf Jesú Krist og antikristsandinn tekin við. Samþjöppun valds veldur með tímanum úrkynjun sem auð- veldar einræðisöflum yfirtöku valds og verður að lokum að fúlum pytti sem hvorki hefur aðrennsli né frá- rennsli. ESB girðir sig af með skrif- ræðisbákni sem ætlað er að forrita Guð en birtist í líki handrukkara sem býður „vernd“ sína, saklausu fólki, fyrir fé. Á svona tímum þurfa allir Íslend- ingar að iðrast synda sinna og end- urnýja samband sitt við Guð í Jesú Kristi, það er eina girðingin sem aftrar aðkomu illra afla í einkalíf og þjóðlíf. Í Biblíunni eru mörg góð ráð, m.a. „Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum, því þegar þú ekkert hefur að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?“ ( Ok, 22:26). Ég bið íslenskri þjóð Guðs friðar. Bakhlið Evrópu Eftir Ársæl Þórðarson »ESB girðir sig af með skrifræðisbákni sem ætlað er að forrita Guð en birtist í líki handrukkara sem býður „vernd“ sína, saklausu fólki, fyrir fé. Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður. bmvalla.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.