Morgunblaðið - 11.10.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
Smurbrauð
m/rækjum
og kaffi
499,-
einfaldlega betri kostur
Komdu og njóttu
góðra veitinga
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
20
0
9
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19
kaffihús: lau. 10-17 sun. 12-17 mán. - fös. 11-18
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin
Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
VEGFARENDUR höfuðborgarinnar voru vissu-
lega fegnir þegar kolvitlaust veðrið gekk loks
niður á föstudagskvöld en rigningin skildi eftir
sig stóra polla á götum borgarinnar. Þessi
Toyota klauf einn slíkan vandræðalaust og hefur
eflaust komið fólkinu innanborðs á áfangastað.
Þrátt fyrir ýmis foktjón sluppu flestir borgar-
búar blessunarlega við meiriháttar skaða en
ástandið er mun verra víða á landsbyggðinni.
Næg var bleytan á götum borgarinnar eftir óveðrið
Morgunblaðið/Kristinn
Himnarnir grétu og skildu eftir sig vatnselg á jörðu
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÉG VISSI reyndar að það væri von
á þessu. Hins vegar var búið að segja
mér og Höskuldi að það væri tak-
markaður tilgangur með þessu fyrir
okkur því að það hefði borist beiðni
frá systurflokknum, Samfylkingunni,
um að menn héldu sig við það sem
lagt var upp með og að þetta uppá-
tæki okkar væri að setja ríkisstjórn-
ina í vanda á Íslandi,“ segir Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, um bréf Jens
Stoltenbergs, forsætisráðherra Nor-
egs, þar sem hugmynd að risaláni til
Íslands er hafnað.
„Þetta er í engu samræmi við full-
yrðingar um að Jóhanna [Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra] hafi verið að
biðja um lánafyrirgreiðslu. Mér nán-
ast fallast hendur við að upplifa þetta
því að aftur og aftur hefur mér þótt
Samfylkingin vera að vinna að allt
öðru en hagsmunum Íslands.“
– Ertu að gefa í skyn að bréfið sé
pantað af Samfylkingu?
„Já, ég er að gera það. Frétt um að
Sósíalíski vinstriflokkurinn og Mið-
flokkurinn hafi ekki vitað af bréfinu
til Jóhönnu kemur heim og saman við
það sem okkur var tjáð.“
Sigmundur og flokksbróðir hans
Höskuldur Þór Þórhallsson þingmað-
ur ræddu fyrir helgi við fulltrúa
norsku flokkanna um möguleikann á
að fá lán frá Noregi til að leysa gjald-
eyrisvanda Íslendinga og um leið að
gera umdeilt samstarf við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn óþarft.
Helmingi lægri upphæð dugar
Spurður um hvaða upphæðir sé nú
rætt í þessu samhengi segir Sig-
mundur lánalínu frá Noregi upp á um
1.000 milljarða króna myndu verða
meira en nóg. Því þyrftu ekki að
koma til 2.000 milljarðar kr. eins og
talsmaður Miðflokksins í efnahags-
málum hefði sagt að stæðu til boða.
Höskuldur tekur undir að bréf
norska forsætisráðherrans sé skrifað
að beiðni Samfylkingarinnar.
„Ég hef heyrt að Jóhanna hafi sent
Stoltenberg tölvupóst þar sem hún
hafi sagt að förin okkar væri henni
mjög óþægileg og því beðið forsætis-
ráðherrann um svona bréf.
Ef svo er þá er það skemmdarverk
gagnvart íslensku þjóðinni. Við feng-
um engin önnur svör en að það þyrfti
að koma formlegt boð. Það var alveg
sama við hverja við töluðum. Fulltrúi
Sósíalíska vinstriflokksins í fjárlaga-
nefnd hefur sagt að það eigi að ræða
þessi mál upp á nýtt í Noregi.“
Með þingmönnunum í för voru
fjórir ráðgjafar á sviði fjármála, þar
af tveir frá fjármálafyrirtækinu
Boreas Capital, sem Sigmundur seg-
ir hafa ferðast fyrir eigin kostnað.
Pantað af Samfylkingu
Formaður Framsóknarflokksins segir bréf Stoltenbergs um Íslandslán runnið
undan rifjum Samfylkingar Segir þúsund milljarða lánalínu duga Íslendingum
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höskuldur Þór
Þórhallsson
KOSTNAÐUR við kaup og endur-
bætur á nýjum sendiherrabústað Ís-
lands í Danmörku nam 256 milljón-
um króna. Bústaðurinn, þar sem
Svavar Gestsson sendiherra býr
ásamt eiginkonu sinni, er á Fugle-
bakkevej á Friðriksbergi í Kaup-
mannahöfn, alls 680 metrar að flat-
armáli.
Eldri sendiráðsbústaður í Gen-
tofte, sem ríkið keypti árið 1971, var
seldur á síðasta ári fyrir rúmar 653
milljónir króna. Flatarmál hans var
um 800 fermetrar.
Mismunurinn á kostnaði við kaup
nýja hússins og sölu þess gamla er
því um 400 milljónir króna og hefur
verið lagður í ríkissjóð samkvæmt
svörum frá utanríkisráðuneytinu við
fyrirspurn Morgunblaðsins. Í
svarinu segir að markmiðið með söl-
unni hafi verið að kaupa minna og
hagkvæmara hús með tilliti til stað-
setningar og reksturs. Ráðist var í
töluverðar endurbætur á nýja bú-
staðnum. Helstu kostnaðarliðir voru
vegna málningar og endurnýjunar
eldhúss, pípulagna, baðherbergja og
raflagna, auk þess sem sundlaug í
bakgarði var lokað með því að leggja
yfir hana gólf. bjb@mbl.is
400 milljónir fengust með
sölu á sendiherrabústað
Miklar breytingar
á nýjum bústað á
Friðriksbergi
Bústaður Nýi sendiherrabústaður Íslands í Danmörku er á Fuglebakkevej
70 á Friðriksbergi. Flatarmál hússins er um 680 fermetrar.
VEGNA hagræð-
ingar í rekstri
sveitarfélagsins
Árborgar hefur
11 starfsmönnum
verið sagt upp án
tilboða um ný
störf. Starfshlut-
fall 70 starfs-
manna verður
lækkað og/eða
breytingar gerð-
ar á starfi og laun 11 yfirstjórnenda
verða áfram skert. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Ragnheiði
Hergeirsdóttur, bæjarstjóra í Ár-
borg. Hafinn er undirbúningur að
gerð fjárhagsáætlunar sveitarfé-
lagsins fyrir árið 2010 og eru þess-
ar breytingar liður í því. Alls eru nú
um 620 starfsmenn á launaskrá í
447 stöðugildum hjá Árborg. Ekki
verður ráðið í störf sem losna og
dregið úr yfirvinnu og bifreiða-
styrkjum, auk fleiri aðgerða.
Ellefu starfs-
mönnum sagt
upp hjá Árborg
Ragnheiður
Hergeirsdóttir
LÖGREGLAN á Akureyri lagði á
föstudag hald á um 100 g af kanna-
bisefnum við húsleit á heimili í bæn-
um. Tildrög leitarinnar eru þau að
grunur lék á að maður á þrítugs-
aldri væri að selja fíkniefni.
Við leit á manninum fundust tæp
10 g af kannabisefnum sem pakkað
var niður í sölueiningar. Í kjölfarið
var haldið til húsleitar á heimili
mannsins og var kærasta hans
handtekin þar. Maðurinn viður-
kenndi að hafa ætlað hluta efnanna
til sölu og telst málið upplýst.
Tekinn með hundrað
grömm af kannabis
FISKELDISKVÍ slitnaði upp í
Dýrafirði í gærmorgun og rak upp í
fjöruna innan við Sveinseyrarodda,
að sögn lögreglunnar á Ísafirði.
Tjónið var talið töluvert en ekki var
hægt að meta það fyrr en veður
lægði.
Þá sló rafmagn út í Árneshreppi í
fárviðrinu en komst aftur á um sjö-
leytið í gærmorgun. Hjá Orkubúi
Vestfjarða fengust þær upplýs-
ingar að sjávarselta á rafmagns-
línum við Hólmavík hefði valdið út-
slættinum. Nokkrar truflanir urðu
á rafmagni í hreppnum eftir að það
komst aftur á og sló það út í stuttan
tíma í senn.
Fiskeldiskví slitnaði
upp í fárviðrinu