Morgunblaðið - 11.10.2009, Side 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
S
ÍÐASTLIÐINN miðvikudag féllu í
Héraðsdómi Reykjavíkur 18 dómar í
málum jafnmargra einstaklinga sem
kröfðust skaðabóta vegna rýrnunar
eignarhluta þeirra í peningamark-
aðssjóði Landsbankans. Þetta voru með fyrstu
dómum, sem upp eru kveðnir í málum sem höfðuð
eru í kjölfar bankahrunsins sem varð fyrir réttu
ári. Búist er við holskeflu mála í kjölfar hrunsins
en á sama tíma er héraðsdómstólunum gert að
spara 50 milljónir króna á næsta ári samkvæmt
fyrirliggjandi fjárlögum, eða 5% að raungildi.
Er raunhæft að krefjast sparnaðar hjá dóm-
stólunum á sama tíma og álagið mun stóraukast?
„Miðað við það gríðarlega álag sem er í uppsigl-
ingu og er þegar farið að sjást er þetta algerlega
ófullnægjandi. Í raun og veru þyrfti að stórauka
fjárheimildir í þeirri stöðu sem dómstólarnir eru
núna og þegar höfð er í huga fyrirsjáanleg flóð-
bylgja mála á næstu misserum,“ segir Helgi I.
Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur og
starfandi formaður dómstólaráðs. Helgi skrifaði
Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra bréf í vik-
unni fyrir hönd dómstólaráðs þar sem hann gerir
tillögu um að héraðsdómurum verði fjölgað tíma-
bundið um fimm vegna fyrirsjáanlegra anna og
aðstoðarmönnum dómara um þrjá auk fjölgunar
annars starfsfólks sem leiðir af fjölgun dómara.
Þá er óskað eftir rýmkun á
heimild dómara til að kveðja
sérfróða meðdómendur til
setu í dómi, þar sem ljóst þyki
að um ýmis lögfræðileg atriði
verði fjallað sem ekki hafi áður
reynt á fyrir dómi.
Helgi segir að álagið á hér-
aðsdómstólana hafi nú þegar
aukist verulega. Nefnir hann
sem dæmi að í Héraðsdómi
Reykjavíkur séu munnlega flutt einkamál orðin
jafn mörg á fyrstu níu mánuðum þessa árs og þau
voru allt árið, á árbilinu 2005 til 2007. Dóminum
hafa borist á sjötta tug ágreiningsmála vegna
gjaldþrota, sem orðið hafa í kjölfar hrunsins.
Enginn viti hver málafjöldinn verði eftir öll gjald-
þrotin. „Hvernig verður staðan þegar kröfulýs-
ingarfrestur rennur út vegna stóru bankanna,“
spyr Helgi. Þá blasi við að mörg stórfyrirtæki hafi
orðið gjaldþrota og af því leiði að mörg rift-
unarmál verði rekin fyrir dómstólum.
300 greiðsluaðlögunarmál til dómstóla
Hann bendir á að svokölluðum greiðsluaðlög-
unarmálum hafi verið skellt á héraðsdómstólana
fyrirvaralaust. Um 300 slík mál séu komin til
dómstólanna nú þegar. Þessum málum fylgir mik-
il vinna og dómarar þurfa að fara í gegnum marga
pappíra sem þeim fylgja. Í mörgum tilvikum komi
málin aftur á borð dómarans, þegar innköll-
unarferlinu lýkur.
Þá sé alltaf að fjölga málum frá ríkissaksóknara
sem séu tafsömustu málin sem dómstólarnir fáist
við. Þessi mál fara flest í svokallaða aðalmeðferð,
þar sem þurfi í mörgum tilfellum að yfirheyra
fjölda vitna. Auk hinna venjulegu mála segir
Helgi að vitað sé um mikinn fjölda mála sem eru
til meðferðar hjá sérstökum saksóknara og hjá
efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Fjár-
málaeftirlitið hafi sent fjölda mála þangað. Óljóst
sé hvenær þessi mál koma til kasta dómstólanna
en það sé viðbúið að mörg þeirra verði mjög um-
fangsmikil.
Helgi segir að í því árferði sem er núna sé því
miður hætta á því að ýmsum afbrotum fjölgi, t.d.
ofbeldisbrotum, auðgunarbrotum og brotum gegn
fíkniefnalöggjöfinni. „Þetta hefur því miður verið
reynsla þeirra þjóða sem lent hafa í svona að-
stæðum eins og íslenska þjóðin núna,“ segir
Helgi.
Hann segir að það sé fullur vilji hjá dómstólum
að leita allra leiða til að spara. Það hafi verið hug-
mynd dómstólaráðs að landið yrði einn dómstóll.
Hins vegar þurfi að vanda vel til verka. Huga
þurfi að fjölmörgum atriðum áður en af samein-
ingu verði. Því miður hafi stundum illa tekist til
hjá ríkinu í svona málum. Það er mat Helga að
sameining dómstólanna geti skapað ákveðin
sóknarfæri. Meðal annars skapist tækifæri til að
beina málum frá þeim dómstólum þar sem annir
eru mestar til annarra dómstóla.
Helgi segir að lokum að fólk verði að hafa í
huga að dómstólarnir geti ekki lokað þegar allt sé
orðið yfirfullt. „Við getum ekki lokað dyrunum og
sagt fólki að koma eftir 1-2 ár,“ segir hann. Því
vonist hann til þess að dómstólarnir mæti skilingi
hjá ríkisstjórninni og fjárlagavaldinu. „Rík-
isstjórnin er búin að skilgreina hvað er grunn-
þjónusta og ef réttaríkið fellur ekki þar undir þá
er mér illa brugðið. Það tekur ótrúlega skamman
tíma að sökkva dómstólunum á bólakaf í málaflóði
en að sama skapi mun taka mörg ár að vinna upp
þann málahala sem mun myndast.“
Morgunblaðið/RAX
Þrengt að dómstólum
Á sama tíma og dómstólar búa sig undir holskeflu mála vegna bankahrunsins er þeim
gert að spara 50 milljónir Stórauka þarf fjárheimildir, segir formaður dómstólaráðs
Dómsuppkvaðning Baugsmálið svokallaða var mikið að vöxtum og mörg umfangsmikil mál blasa við sem dómstólarnir munu fjalla um.
Helgi I. Jónsson
ÞUNGI mála vegna efnahags-
hrunsins lendir síðast á Hæstarétti.
Þó má gera ráð fyrir því að rétt-
urinn muni fá fyrstu málin til um-
fjöllunar strax á næsta ári.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
eru 99 milljónir ætlaðar til reksturs
Hæstaréttar á næsta ári. 9% hag-
ræðingarkrafa er gerð til réttarins,
eða sem nemur 10 milljónum. Fram
kemur í frumvarpinu að þessu á
m.a. að ná með því að draga úr ým-
iss konar stoðþjónustu við dómara.
Málum sem berast Hæstarétti
hefur farið fjölgandi. Í fyrra bárust
réttinum 697 mál en til sam-
anburðar bárust réttinum 497 mál
árið 2003. Í fyrra fjölgaði kæru-
málum af ýmsum toga um 13% en
munnlega fluttum málum fækkaði
um tæp 4%.
Í fyrra lauk meðferð 630 mála og
voru dómar 40 fleiri en árið 2007 og
138 fleiri en meðaltal áranna 2002-
2006.
Hæstarétti gert að spara
10 milljónir á næsta ári
TIL embættis sérstaks saksókn-
ara vegna efnahagshrunsins eru
ætlaðar 315 milljónir króna á næsta
ári. Hins vegar mun embætti ríkis-
saksóknara fá 132,7 milljónir og
dragast framlög milli ára saman
um rúmar þrjár milljónir, eða 2,6%
Ákæruvald er einnig í höndum
efnahagsbrotadeildar ríkis-
saksóknara, en fjárframlag til
hennar er ekki er tiltekið sér-
staklega í frumvarpinu.
Fram kemur í frumvarpinu að
starfsmenn sérstaks saksóknara
verði 16 talsins, auk aðkeyptrar
ráðgjafar. Útgjöld vegna ráðgjafar
Evu Joly verða 75 milljónir. Þá var í
ágúst samþykkt að ráða þrjá sjálf-
stæða saksóknara til viðbótar sér-
stökum saksóknara. Kostnaður
vegna þeirra verður 30 milljónir.
Sérstakur saksóknari
fær 315 milljónir
FRAMLÖG til lögreglunnar
verða 7.124 milljónir króna á næsta
ári og lækka um tæpar 400 millj-
ónir milli ára.
Hins vegar er 150 milljóna króna
sérstök fjárveiting á fjárlögum sem
ætlað er að styrkja almenna lög-
gæslu. Þá er sérstaklega haft í
huga að forðast frekari fækkun
lögreglumanna og koma í veg fyrir
fyrirsjáanlegar uppsagnir um
næstu áramót.
Framlög til löggæslunnar
bæði hækka og lækka
RAGNA Árnadóttir dóms-
málaráðherra lagði fram á sum-
arþinginu frumvarp til breytinga
á lögum um dómstóla. Þar segir
að héraðsdómur sé dómstóll á
fyrsta dómstigi og verði hann
einn fyrir landið allt. Dómstól-
aráð á að ákveða hvar héraðs-
dómur hafi fastar starfsstöðvar
og hvernig landinu skuli skipt í
þinghár. Frumvarpið var ekki af-
greitt og Ragna tjáði Morg-
unblaðinu að hún myndi end-
urflytja frumvarpið á
haustþinginu. Alls er óljóst hve-
nær Alþingi nær að afgreiða
frumvarpið, enda bíða mörg mik-
ilvæg mál þar afgreiðslu.
Í forsendum fjárlagafrum-
varpsins, þar sem gerð er tillaga
um 50 milljóna króna lækkun á
fjárframlögum til dómstólanna,
er sameining dómstólanna sér-
staklega nefnd. Þar segir: „Með
frumvarpinu er stefnt að því að
vinnuálag verði jafnara en nú er
og dómskerfið því betur í stakk
búið til þess að taka við síaukn-
um málafjölda. Jafnframt felast í
breytingunni margvíslegir hag-
ræðingarmöguleikar, m.a. fækkun
bakvakta, fækkun dómstjóra um
sjö, auk þess sem ferðakostnaður
lækkar í kjölfar þess að fella
dómaþinghá niður.“ Helgi I. Jóns-
son segir að það sé algjörlega
óraunhæft að líta svo á að breyt-
ing á dómsmálakerfinu leiði til
umtalsverðs sparnaðar.
Hann bendir á að það kosti um
950 milljónir króna að reka alla
átta hérðasdómstóla landsins.
Þar af sé launakostnaður 84% og
húsnæðiskostnaður 10%. Fastur
kostnaður sé því 94%. Rétt sé að
taka fram að af 80 starfsmönnum
við héraðsdómstólana séu dóm-
arar 38 talsins. Þá hafi starfs-
mönnum héraðsdómstólanna
ekkert verið fjölgað frá stofnun
þeirra árið 1992 þrátt fyrir stór-
aukin verkefni.
Auðvitað fáist einhver hagræð-
ing af því að fækka dómstjórum
og ef starfsstöðvum verði fækkað
verði húsnæðiskostnaður minni.
Í gildandi dómstólalögum er
umdæmi hvers héraðsdómstóls
ein þinghá en í frumvarpinu er
lagt til að dómstólaráð taki
ákvörðun um skiptingu landsins í
þinghár samhliða því að mæla
fyrir um hvar starfsstöðvar hér-
aðsdóms yrðu.
„Ég held að fólk átti sig ekki á
þeim óverulegu fjármunum sem
varið er til dómstóla landsins
miðað við margt annað í landinu
og þá miklu starfsemi sem þar fer
fram,“ segir Helgi.
Dómstólafrumvarpið endurflutt
Morgunblaðið/Þorkell