Morgunblaðið - 11.10.2009, Page 19

Morgunblaðið - 11.10.2009, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Roosevelt ofursti bauð dauð-anum birginn síðdegis ígær þegar hann fór upp íflugvél ásamt Arch Hoxsey flugkappa. Meira en tíu þúsund manneskjur fylgdust agndofa með flugferðinni og óttuðust að djarfræði ofurstans í hita augnabliksins myndi kalla yfir hann dauða eða örkuml.“ Með þessum orðum hófst frásögn dagblaðsins Cleveland Press mið- vikudaginn 12. október 1910 af flug- ferð Theodores Roosevelts, ofursta og fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og flugmannsins Arch Hoxseys í St. Lo- uis deginum áður. Allt gekk að óskum og blaðamaður Cleveland Press upplýsti lesendur um að Hoxsey hefði lent vélinni með þokkafullum hætti eftir flug sem stóð í þrjár mínútur og tuttugu sekúndur. „Þetta var fínt,“ hreytti forsetinn fyrrverandi út úr sér um leið og hann staulaðist úr sæti sínu og yfir víra- flóðið sem setti sterkan svip á flug- vélar á þessum tíma. Þetta er þitt tækifæri! Tildrög flugsins voru þau að for- maður flugklúbbsins í St. Louis hafði kynnt þá Roosevelt og Hoxsey skömmu áður og forsetinn fyrrver- andi hafði orð á því við flugmanninn að hann öfundaði hann. „Þetta er þitt tækifæri,“ svaraði Hoxsey og Roose- velt sló til. Hann vildi ekki gera veður út af þessu en það fór á annan veg sé mið tekið af mannfjöldanum sem mætti á vettvang. „Roosevelt var kominn upp í vélina á undan mér,“ sagði Hoxsey við Cleveland Press. „Hann var ber- höfðaður og blaðamaður nokkur lét hann hafa húfu. „Sleppt’enni lausri,“ sagði hann og við fórum í loftið.“ Hoxsey kvaðst ekki hafa litið á Roosevelt fyrr en vélin fór skyndi- lega að rugga. Þeir voru í 150 feta hæð og forsetinn fyrrverandi var að veifa til áhorfenda. „Gættu þín að toga ekki í neina af þessum strengj- um,“ sagði Hoxsey áhyggjufullur við sessunaut sinn. „Roosevelt sat beint undir ventilstreng vélarinnar og hefði hann snert hann hefði drepist á henni.“ „Ég er ekki að gera neitt af mér,“ hrópaði forsetinn fyrrverandi og sýndi Hoxsey kankvís tennurnar. Hávaðinn í skrúfunni var svo mikill að þeir þurftu að kallast á. Síðan heyrði flugmaðurinn orðin „stríð“, „her“, „flugvél“ og „sprengja“ en náði ekki samhenginu. Menn yrðu umsvifalaust ólaðir nið- ur dytti þeim í hug að taka svona til orða um borð í flugvél í dag. Á þessum tímapunkti rak veruleik- inn Hoxsey kinnhest. Hvað ef eitt- hvað kæmi fyrir Roosevelt? „Þjóðin hefði aldrei fyrirgefið mér,“ sagði hann sveittur við blaðamann Clevel- and Press. Þungu fargi var því af flugmann- inum létt þegar hann lenti vélinni heilu og höldnu. „Meiri ábyrgð hefur ekki í annan tíma hvílt á mínum herðum.“ Orð að sönnu, en vinnuveitendur Hoxseys, sjálfir Wright-bræður, eru sagðir hafa íhugað að segja honum upp störfum vegna þessa glæfra- bragðs. Á þessum árum þótti ekki viturlegt að fljúga með þjóðþekkta einstaklinga. Hrapaði til bana Um kvöldið hélt ríkisstjórinn í Missouri Roosevelt kvöldverðarboð. Hoxsey var vitaskuld meðal gesta. Þar gafst forsetanum fyrrverandi tækifæri til að þakka honum. „Þetta er það svakalegasta sem ég hef reynt um dagana. Ég öfunda þig af starfi þínu, að freista þess að sigrast á há- loftunum.“ Arch Hoxsey var einn af braut- ryðjendum flugsins og annar „himna- bræðra“ en þeir Ralph Johnstone voru stöðugt að slá hæðarmet hvor annars. Í einu slíku metflugi, á gaml- ársdag 1910, missti Hoxsey meðvit- und í að minnsta kosti sjö þúsund feta hæð og hrapaði til jarðar. Hann var 26 ára. Theodore Roosevelt er yngsti maðurinn til að taka við embætti Bandaríkjaforseta en hann var að verða 43 ára þegar hann sór eiðinn í október 1901. Hann gegndi embætt- inu í átta ár. Roosevelt og Hoxsey endurnýjuðu kynnin á himnum árið 1919. orri@mbl.is Á þessum degi 11. OKTÓBER 1910 FLOGIÐ MEÐ FORSETANN Svalir Theodore Roosevelt og Arch Hoxsey búa sig undir flugtak í St. Louis 11. október fyrir 99 árum. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 SÓL BORGIR ÆVINTÝRI SKÍÐI GOLF ÍÞRÓTTIR Hotel Fanabe Costa Sur á mann í tvíbýli með FULLU FÆÐI!, miðað við 2 fullorðna í viku og brottför í nóvember 148.826kr.* VERÐ FRÁ: ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 Tenerife MEIRA Á urvalutsyn.is Sölumenn Úrvals Útsýnar: vally@uu.is ingibjorge@uu.is asdisp@uu.is erlav@uu.is lilja@uu.is - betra veður í allan vetur! Tenerife er fögur og heillandi og hefur margt að bjóða. Eyjan er sú stærsta af Kanaríeyjunum, og sker sig úr fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld, hreinleika og góðan aðbúnað. Staður fyrir þá vandlátu. Góður staður til að slappa af allt árið! FEGURST ALLRA Á KANARÍ! *Innifalið:Flug,flugvallarskattar,gistingmeðfullu fæðiog íslenskri fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Ka t t a s ýn i ng Kyn j aka t t a Kettir velja Sýningin verður haldin 10. og 11. október 2009 í Miðhrauni 2, Garðabæ Nánari uppl. á www.kynjakettir.is Ýmis tilboð á gæludýravörum Sýningin er opin frá kl.10 - 17.30 báða dagana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.