Morgunblaðið - 11.10.2009, Page 26

Morgunblaðið - 11.10.2009, Page 26
26 Fróðleikur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Eftir Björn Jón Bragason Þ ess er skammt að bíða að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu sinni um fall bankakerf- isins. Afar fátítt er að skipaðar séu sérstakar rannsókn- arnefndir á vegum löggjafans hér á landi, en tvisvar áður hefur slíkum nefndum verið komið á fót. Árið 1955 kaus Neðri deild Alþingis nefnd til að rannsaka okur, en sú nefnd var skip- uð á grundvelli 39. gr. stjórnarskrár. Haustið 1985 voru sett sérlög um rannsóknarnefnd áþekka þeirri sem nú mun senn ljúka sínum störfum, en nefnd þessi var skipuð til að rann- saka viðskipti Hafskips hf. og Út- vegsbanka Íslands. Gjaldþrot kaupskipaútgerð- arinnar Hafskips hf. hinn 6. desem- ber 1985 hafði djúpstæð áhrif á fram- vindu íslensks stjórnmála- og efnahagslífs. Afdrif íslensks stórfyr- irtækis, sem ætla mætti að væru hreint viðskiptalegs eðlis, leiddu til uppgjöra í tveimur stjórnmálaflokk- um, en um það leyti sem hneig að endalokum skipafélagsins hófust ein- hver þau hörðustu átök á Alþingi sem um getur. Í kjölfar gjaldþrotsins mögnuðust þeir eldar sem logað höfðu í kringum félagið og varð sú krafa hávær að skipuð yrði sérstök nefnd þingmanna til að rannsaka við- skipti Hafskips hf. og Útvegsbanka Íslands, annars stærsta banka þjóð- arinnar. Hins vegar var önnur leið farin. Sett voru sérlög um þriggja manna rannsóknarnefnd, sem skipuð skyldi af Hæstarétti. Margvísleg gagnrýni kom fram á skipan, störf og niðurstöður nefndarinnar og telja sumir gagnrýnendur að alvarlegir meinbugir séu á skýrslu hennar. Tilurð nefndarinnar Gervalt samfélagið lék á reiði- skjálfi í upphafi desembermánaðar 1985 vegna yfirvofandi gjaldþrots Hafskips hf. Þá sat að völdum ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Þingmenn vinstri flokkanna, Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Bandalags jafn- aðarmanna, auk Kvennalista, töldu að stjórnendur skipafélagsins hefðu notið óeðlilegrar pólitískrar fyr- irgreiðslu innan bankakerfisins í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Þar fór fremstur í flokki Jón Baldvin Hanni- balson, þingmaður og formaður Al- þýðuflokksins, og Ólafur Ragnar Grímsson, varaþingmaður og for- maður framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins. Í ádeilum á Haf- skipsmenn minntu vinstrimenn ósjaldan á að Albert Guðmundsson, þáverandi iðnaðarráðherra, hefði á öndverðum níunda áratugnum verið hvort tveggja í senn stjórnar- formaður Hafskips hf. og formaður bankaráðs Útvegsbanka Íslands, við- skiptabanka Hafskips. Í sjónvarpsþættinum Kastljósi, skömmu fyrir gjaldþrot Hafskips, lýsti Ólafur Ragnar því yfir að uppi væru ákærur [svo] í garð Alberts Guðmundssonar þess efnis að hann hefði misnotað aðstöðu sína í bank- anum til að greiða fyrir viðskiptum Hafskips hf. Taldi Ólafur að Útvegs- bankinn hefði fyrir löngu átt að krefjast þess að Hafskip hf. yrði tek- ið til gjaldþrotaskipta og sló því með- al annars föstu að stjórnendur Haf- skips hefðu dregið að sér stórfé sem þeir hefðu notað til að greiða fyrir „einkalúxus erlendis og hérlendis“, svo vitnað sé orðrétt til ræðu hans í sameinuðu Alþingi 10. desember, fjórum dögum eftir gjaldþrotið. Segja má að óvægin gagnrýni vinstrimanna á stjórnendur Hafskips og Útvegsbankans hafi náð hámarki umrætt kvöld, en þar var beitt alls kyns brigslum og stóryrðum, auk þess sem málflutningurinn var um margt ýkjukenndur. Forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, hafði um allnokkra hríð fylgst grannt með málefnum Hafskips. Hinn 9. desember ritaði aðstoðarmaður hans, Helga Jóns- dóttir, minnisblað til yfirmanns síns þar sem hún fjallaði rækilega um gjaldþrotamál Hafskips. Í þessu minnisblaði rakti hún gang gjald- þrotamála almennt en þar kemur að auki fram að hún hafði átt viðræður við skiptaráðendur í þrotabúi Haf- skips, borgarfógetana Markús Sigurbjörnsson og Ragnar H. Hall, sem voru fyrrverandi samstarfs- menn hennar hjá borgarfógeta- embættinu. Taldi aðstoðarmaður forsætisráð- herra brýnt að komið yrði í veg fyrir að samþykkt yrði tillaga á Alþingi um skipan nefndar þingmanna til að rannsaka málið skv. 39. gr. stjórnar- skrár, en sú krafa var hávær þessa daga. Forsætisráðherra gat þess í ræðu sinni í sameinuðu Alþingi hinn 10. desember að hann væri mótfall- inn því að Hafskipsmálið yrði með þeim hætti rannsakað „fyrir opnum tjöldum“. Taldi hann það geta orðið „stórkostlegt slys“. Helga benti for- sætisráðherra á aðra leið, en hún fólst í því að skipaðir yrðu sérstakir trúnaðarmenn, sem unnið gætu að rannsókn á þætti Útvegsbankans í málinu í samráði við skiptaráðanda og hugsanlega tekið upp þráðinn þar sem henni sleppti, og kannað t.d. „móralska“ þætti og annað það, sem ekki snerti hagsmuni þrotabúsins með þeim hætti að skiptaráðandi teldi fyrir sitt leyti ástæðu til þess að fylgja því frekar eftir. Í minn- isblaðinu taldi Helga upp þá menn sem gætu komið til greina í um- rædda nefnd. Þar voru nefndir Bene- dikt Sigurjónsson fyrrv. hæstarétt- ardómari, Baldur Möller fyrrv. ráðuneytisstjóri, Stefán Már Stef- ánsson prófessor, Arnljótur Björns- son prófessor, Þorvaldur Gylfason prófessor, Árni Vilhjálmsson pró- fessor, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, Ármann Snævarr fyrrv. hæstaréttardómari og Gunnlaugur Claessen ríkis- lögmaður. Sjálfstæðismenn lögðust hart gegn því að sett yrði á fót sérstök rannsóknarnefnd og vildu að með málið yrði farið eftir venjulegum leiðum réttarkerfisins. Framsóknar- menn, sem sátu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, kröfðust þess hins vegar að fram færi sérstök rannsókn á viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans. Það varð því að samkomulagi stjórnarflokkanna að sett yrðu lög um skipan þriggja manna rannsóknarnefndar, svo sem fyrr var nefnt. Hæstiréttur skyldi skipa í nefndina og bankaeftirlit Seðlabankans veita henni aðstoð við að afla gagna. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, orðaði það svo að stjórnarmeirihlutinn á Al- þingi þyrði ekki að fallast á „opna rannsókn“ Hafskipsmálsins. Jón Baldvin Hannibalsson átti sæti í fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar. Þegar málið var til um- ræðu í nefndinni lét hann bóka að höfuðáherslu skyldi að leggja á, að allt yrði gert til að rannsaka til hlítar hvort um óeðlilega viðskiptahætti hefði verið að ræða milli bankans og skipafélagsins. Tók hann fram að hann hefði talið æskilegra að skipuð hefði verið nefnd á vegum þingsins á grundvelli 39. gr. stjórnarskrár. Jón Baldvin var því mótfallinn að Hæsta- rétti yrði blandað inn í málið þar sem líklegt væri að málinu yrði að lokum vísað til hans. Af störfum rannsóknarnefndar Hæstiréttur skipaði í nefndina þá Jón Þorsteinsson, hæstaréttarlög- mann og fyrrverandi þingmann Al- þýðuflokksins, formann, Brynjólf Sigurðsson, lektor í viðskiptafræði, og Sigurð Tómasson, löggiltan end- urskoðanda. Skyldi nefndin hraða störfum sínum og skila skýrslu til viðskiptaráðherra sem síðan myndi gera Alþingi grein fyrir niðurstöðum hennar. Erfiðlega mun hafa gengið að fá menn í nefndina og ýmsir neit- að boði um setu í henni. Nefndin fékk aðsetur í húsnæði bankaeftirlits Seðlabankans og mun hafa verið náið samband milli Jóns Þorsteinssonar, formanns hennar, og Þórðar Ólafssonar, forstöðumanns bankaeftirlitsins. Bankastjórum Út- vegsbankans þótti sem hér væri um óeðlileg tengsl að ræða. Halldór Guð- bjarnason, fyrrverandi bankastjóri Útvegsbankans, líkti þessu við það ef einn af bankastjórunum hefði boðist til að hýsa nefndina á heimili sínu – og hún þegið það. Bankastjórar Út- vegsbankans voru einnig mjög gagn- rýnir á starfsaðferðir nefndarinnar og fundu að því að nefndarmenn skyldu ekki hljóðrita samtöl við við- mælendur sína. Hefði fundur nefnd- arinnar með bankastjórninni að mestu farið í spjall um daginn og veginn en lítilsháttar vikið að mál- efnum Hafskips hf. á síðustu fimm- tán mínútum fundarins. Alls voru viðmælendur nefnd- arinnar 31 talsins. Ragnar Kjart- ansson, fyrrverandi stjórnar- formaður Hafskips, sat til að mynda á fundi með nefndinni í liðlega tvær klukkustundir hinn 7. ágúst 1986. Að hans mati virtust nefndarmenn eiga erfitt með að fóta sig á viðfangsefn- inu og kvaðst hann hafa komið út af fundinum „hálfringlaður“. Sagði hann svo frá að Jón Þorsteinsson hefði sjálfur talað mest allan tíman – enda „maður skemmtilega mál- glaður“. Framsetning í fjölmiðlum Nefndin skilaði skýrslu sinni til viðskiptaráðherra tæpu ári eftir skipan og lagði Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra hana fram í sam- einuðu Alþingi, 13. nóvember 1986. Áður hafði efni skýrslunnar verið lekið til fjölmiðla, eins og efni ýmissa annarra gagna sem tengdust rann- sókn Hafskipsmálsins fyrr og síðar. Hallur Hallsson, fréttamaður rík- issjónvarpsins, hafði fengið að glugga í skýrsluna, en hann sat dag- langt á tilteknum stað utanhúss með skýrsluna í heild sinni til aflestrar. Meðan Hallur flutti frétt sína að kvöldi 11. nóvember veifaði hann „skýrslunni“ framan í áhorfendur en henni hafði þá ekki enn verið dreift á Alþingi. Raunar var hér ekki um eiginlegt eintak að ræða, því Hallur hafði ekki fengið það til eignar, held- ur var um allt aðra skýrslu að ræða og hafði hann límt ljósrit af kápusíðu hinnar réttu skýrslu á forsíðuna. Hinn 12. nóvember var skýrslunni loks dreift á Alþingi og í útvarps- fréttum sama dag var haft eftir Matthíasi Bjarnasyni viðskiptaráð- herra og Valdimar Indriðasyni, for- Björgunarmönn RANNSÓKN- ARNEFND AL- ÞINGIS Í HAF- SKIPSMÁLINU Hafskip Óhætt er að fullyrða að Hafskipsmálið sé eitt viðamesta og umdeildasta gjaldþrot Íslandssögunnar. ‘‘MÁ ÆTLA AÐ TILURÐ NEFNDARINNAR HAFIEINKUM SPROTTIÐ AF PÓLITÍSKUMÞRÝSTINGI, SEM SÉR Í LAGI BEINDIST AÐSTÖÐU ALBERTS GUÐMUNDSSONAR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.