Morgunblaðið - 11.10.2009, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.10.2009, Qupperneq 27
starfi tímabundið meðan rannsókn stæði yfir á störfum þeirra. Í dómi sakadóms kom hins vegar fram að stjórnendur bankans „stöðvuðu [í október 1984] alla fyrirgreiðslu nýrra lána [til Hafskips hf.], að því undanskildu að tvö lán voru veitt snemma árs 1985 vegna hlutafjár- aukningar“. Í forsendum dómsins er beinlínis kveðið svo að orði að banka- stjórarnir hafi beinlínis stundað „björgunaraðgerðir“ í þágu bankans. Ljóst er að rannsóknarnefnd Jóns Þorsteinssonar var ekki ætlað að setjast í dómarasæti eða eiga þátt í undirbúningi ákæru, en engu að síð- ur felldi hún þungan dóm yfir banka- stjórum Útvegsbankans. Lárus Jónsson, fyrrverandi bankastjóri Út- vegsbankans, gagnrýnir til að mynda harðlega að skýrsla nefndarinnar lagsins hinn 9. apríl 1986. Auk þess var gefin út ákæra á hendur núver- andi og fyrrverandi bankastjórum Útvegsbankans, auk aðstoðar- bankastjóra, þeim Ármanni Jak- obssyni, Bjarna Guðbjörnssyni og Jónasi G. Rafnar, fyrrverandi banka- stjórum Útvegsbankans, svo og þá- verandi bankastjórum, Halldóri Guð- bjarnasyni, Lárusi Jónssyni og Ólafi Helgasyni. Auk þess sætti Axel Kristjánsson ákæru. Mál var höfðað gegn þessum mönnum fyrir brot í opinberu starfi á árunum 1982–1985. Var þeim gefið að sök að hafa sýnt af sér „stórfellda vanrækslu og hirðu- leysi“ í viðskiptum við Hafskip. Tjón bankans hefði numið 422 milljónum króna og þá væri ljóst að „fjártjón bankans af þessum sökum verður mun meira þegar lokið verður gjald- þrotaskiptum á búi Hafskips hf.“ Bankastjórarnir sex, auk aðstoð- arbankastjórans, voru taldir hafa gerst brotlegir gegn 140. og 141. gr. hegningarlaga. Þessar lagagreinar fjalla um það þegar opinber starfs- maður „synjar eða af ásettu ráði læt- ur farast fyrir að gera það, sem hon- um er boðið á löglegan hátt“ eða „gerist sekur um stórfellda og ítrek- aða vanrækslu í starfi“. Viðurlög við brotum gegn þessum ákvæðum voru sektir eða varðhald. Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari ritaði bréf til sakadóms 9. apríl 1987. Kom þar fram að með ákærunni fylgdi skýrsla rannsókn- arnefndarinnar. Mikla athygli vekur að skýrslan skyldi hafa verið lögð fram með ákærum á hendur banka- stjórum, þar sem það var ekki hlut- verk nefndarinnar að eiga þátt í rannsókn sakamáls eða útgáfu ákæru. Auk þess sem bankastjórn- um hafði ekki verið gerð grein fyrir að skýrslan væri hluti sakargagna. Í ljósi þess að bankastjórar Útvegs- bankans höfðu ekki stöðu grunaðra manna nokkru fyrir útkomu skýrslu nefndarinnar og vegna þess að hún var látin fylgja með ákærum er ekki óvarlegt að ætla að skýrsla rann- sóknarnefndarinnar hafi beinlínis leitt til þess að þeir voru ákærðir. Fór út fyrir umboð sitt Dómur sakadóms í Hafskipsmál- inu var kveðinn upp hinn 9. júlí 1990 að loknum lengsta málflutningi Ís- landssögunnar. Þar voru allir banka- stjórar Útvegsbankans, aðstoð- arbankastjóri, bankaráðsmenn og endurskoðandi bankans sýknaðir og þeim dómi var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Þá hafði mikið vatn runnið til sjávar. Skömmu eftir að ákærur voru gefnar út á hendur bankastjórum Útvegsbankans, á vordögum 1987, var bankinn lagður niður og stofnað hlutafélag um rekst- urinn. Þar sem bankastjórarnir sátu undir ákærum fór svo að þeir urðu einu starfsmenn Útvegsbankans sem ekki voru ráðnir til hins nýja hluta- félagabanka. Af skýrslu nefndarinnar að dæma höfðu bankastjórar Útvegsbankans gerst sekir um vítavert gáleysi í við- skiptum bankans við Hafskip hf. og rétt hefði verið að víkja þeim úr manni bankaráðs Útvegsbankans, að þeir væru með öllu ósammála höf- undum skýrslunnar. Meginniðurstöður nefndarinnar Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að árið 1982 hefði farið að halla undan fæti í rekstri Hafskips og taldi einkum að því hefði ráðið sérstaklega óhagstæð gengisþróun, „óheppilegar“ fjárfestingar, „ógæti- leg stjórn“ og ýmsar ytri aðstæður. Síðan hefðu stjórnendur félagsins eygt siglingar á Norður-Atlantshafs- leiðinni, svokallaðar Atlantshafssigl- ingar, sem bjargræði en þær hefðu þvert á móti orðið sem snara um háls þess. Að mati skýrsluhöfunda hefði ekkert ráðrúm gefist til að ráðstafa eignum Hafskips, aðstöðu þess og viðskiptasamböndum á hagfelldan hátt vegna þess hve seint stjórn- endum félagsins varð ljóst hvert stefndi. Tilraunir til að bjarga Haf- skipi hafi því allar farið út um þúfur. Rannsóknarnefndin gerði sér- stakar athugasemdir við þróun fjár- hagsskuldbindinga á árunum 1982 og 1983 þegar hagnaður varð á rekstri Hafskips jafnframt því sem eigið fé félagsins rýrnaði mjög. Töldu nefnd- armenn að fyrirgreiðsla Útvegs- bankans við Hafskip hefði verið hættulega mikil og stjórnendum bankans borið að taka mun fyrr í taumana en raun varð á. Á árinu 1983 hefði þegar verið svo illa komið fyrir Hafskipi að fyrirgreiðsla bank- ans við félagið hefði numið tuttugu og þreföldu eigin fé þess. Þessi fram- setning á þróun fjárhagsskuld- bindinga Hafskips við Útvegs- bankann verður að teljast beinlínis villandi. Lesandi skýrslunnar dregur eðlilega þá ályktun að Útvegs- bankamenn hafi ausið ótæpilega fé í fyrirtækið. Í raun og veru var þó ekki um neina frekari fyrirgreiðslu bankans við Hafskip að ræða frá hausti 1984, ef undan er skilin hluta- fjáraukning í febrúar 1985, en sú fyr- irgreiðsla var tryggð með skulda- bréfum hluthafa. Vaxandi fjárhagsskuldbindingar Hafskips við Útvegsbankann skýrast því ekki af stórfelldu fjáraustri, heldur af hækk- andi útlánum vegna gengis- breytinga, þess að vangoldnir vextir af lánum bættust við höfuðstól þeirra og að leggja þurfti út fé vegna greiðslu á ábyrgðum sem bankinn var í. Þessi atriði komu skýrlega fram í skýrslu sem Ólafur Helgason bankastjóri samdi um viðskipti bank- ans við Hafskip á tíu ára tímabili og nefndarmönnum hafði verið fengin í hendur. Í Þjóðviljanum var komist svo að orði að með skýrslunni hefðu banka- stjórar Útvegsbankans verið „hengdir“. Bankastjórarnir gerðu rækilegar athugasemdir við skýrslu nefndar Jóns Þorsteinssonar og birt- ust þær í heild sinni í Morgunblaðinu 17. janúar 1987. Þótti þeim miður að hafa ekki verið veittur kostur á að koma á framfæri andmælum við efn- isatriði skýrslunnar áður en hún birt- ist opinberlega. Bankastjórarnir vissu til að mynda ekki hvaða gögn nefndin hafði stuðst við og fengu aldrei tækifæri til að tjá sig um þau. Ákærur á bankastjóra Hinn 24. september 1986 barst ríkissaksóknara bréf undirritað af Þóri Oddssyni vararannsóknar- lögreglustjóra. Þar voru taldir upp sextán menn sem voru á þeim tíma grunaðir um refsivert athæfi í Haf- skipsmálinu, en þar af var aðeins einn starfsmaður Útvegsbankans; Axel Kristjánsson, aðstoðar- bankastjóri og aðallögfræðingur bankans. Skýrsla nefndar Jóns Þor- steinssonar var kunngjörð tæpum tveimur mánuðum síðar. Ákærur voru birtar á hendur Haf- skipsmönnum og endurskoðanda fé- skyldi vera uppistaðan í sóknarræðu Jónatans Þórmundssonar, sérstaks ríkissaksóknara, fyrir sakadómi Reykjavíkur í maí 1990, en Jónatan var skipaður saksóknari eftir að Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari væri vanhæfur til að fara með málið vegna setu bróður hans í bankaráði Útvegsbankans. Með hliðsjón af 2. gr. laga nr. 119/ 1985 verður ekki betur séð að nefnd- in hafi að þessu leyti farið út fyrir umboð sitt. Að framan er nefnt hvernig skýrsla hennar virðist hafa orðið grundvöllur að útgáfu ákæru á hendur bankastjórunum. Engu að síður hunsuðu dómarar sakadóms Reykjavíkur skýrsluna, en hvergi er minnst á hana í forsendum dómsins. Lögformlega gat þessi skýrsla aldrei orðið gagn í sakamáli vegna þess hvernig hún var tilkomin. Í ljósi þess að bankastjórar Út- vegsbankans voru síðar sýknaðir af öllum ákæruatriðum má draga þá ályktun að í reynd hafi engin efni verið til skipan sérstakrar rannsókn- arnefndar af þessu tagi. Má ætla að tilurð nefndarinnar hafi einkum sprottið af pólitískum þrýstingi, sem sér í lagi beindist að stöðu Alberts Guðmundssonar. Í stjórnmálaumræðu samtímans er iðulega vísað til þess að skipa þurfi sérstakar rannsóknarnefndir til að kanna mál sem valdið hafa pólitísku fjaðrafoki. Er þá jafnvel um að ræða mál sem sæta opinberri rannsókn, ákæru eða eru til meðferðar fyrir dómstólum. Affarsælast verður að teljast að mál séu leidd til lykta eftir venjubundnum leiðum réttarkerf- isins. Sé víðtækari rannsókn- arúrræðum beitt, það er að segja öðrum en þeim sem eru hluti af rétt- arkerfinu og málsmeðferðarreglum i lögum um meðferð sakamála, skap- ast hætta á að rannsóknaraðilar fari offari og láti jafnvel stjórnast af al- menningsálitinu. Rétt er að huga að þessu nú um stundir þegar veittar eru auknar heimildir til opinberra rannsókna vegna hruns bankakerf- isins. um refsað Pallarnir Fólk þyrptist á palla þingsins til að fylgjast með umræðum. Þingið Ólafur Ragnar Grímsson flytur ræðu um Hafskipsmálið. Höfundur er sagnfræðingur og laga- nemi. Grein þessi byggir á BA-ritgerð höfundar við lagadeild Háskóla Ís- lands. 27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 3 92 27 Kanarí Frá kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi stúdíó/ íbúð í 25 nætur. Stökktu tilboð 24. nóvember. Aukalega m.v. stökktu tilboð með „öllu inniföldu” kr. 50.000. Aukalega m.v. 2 í stúdíó á Parquemar kr. 20.000. Aukalega m.v. 2 í íbúð á Los Tilos kr. 30.000. Aukalega m.v. 2 í íbúð á Jardin del Atlantico með „öllu inniföldu“ kr. 60.000. Frá kr.99.900 Aðeins örfáar íbúðir í boði! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanarí- eyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð þar sem þú bókar flugsæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir (stökktu tilboð með „öllu inniföldu” jafnframt í boði). Einnig bjóðum við frábær sértilboð á Parquemar og á hinu vinsæla Jardin del Atlantico íbúðahóteli með „öllu inniföldu“ á hreint ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á hreint ótrúlegum kjörum. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara! 25. okt. UPPSELT 24. nóv. 25 nætur Tryggðu þérsæti strax! Frá kr. 149.900 – með „öllu inniföldu“ ÓTRÚLEG SÉRTILBOÐ! NÝTT! Jardin A tlantico með „ö llu innifö ldu“ Ný jólaferð! 14 nætur frá kr. 119.500 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 3 börn í smáhýsi með 2 svefnherbergjum á Parquesol. Tryggðu þér sæti strax!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.