Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 28
28 Búskapur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is K ötturinn Grettir tekur á móti gestum í Melahvarfi 2 þetta miðdegi – skept- ískur á svip. „Hann er svolítið hvumpinn í fyrstu greyið en verður kominn til ykkar eft- ir smástund,“ segir húsráðandi, Egill R. Sigurgeirsson læknir og bóndi. Hann gætir Grettis og annars kattar til fyrir dóttur sína sem er í námi er- lendis. Tveir kettir voru fyrir á heim- ilinu. Annar þeirra, Thomas Coven- ant, kallaður Ljóni, knýr nú dyra með háværu mjálmi. „Bíðið aðeins, Ljóni þarf að komast inn,“ segir Egill og vippar sér yfir að bakdyrunum. Hann er á hækjum eftir aðgerð á ökkla en lætur það hvergi tefja sig. Ljóni stendur undir nafni. Kafloð- inn og tígulegur. Hann biður um harðfisk. „Ekki núna vinur, harðfisk- urinn er búinn,“ upplýsir Egill. Ljóni ansar því ekki og vippar sér upp á skenkinn. Hnusar að pokum. „Ljóni,“ segir Egill hastur. „Þú veist þú mátt ekki vera uppi á borðum.“ Hann gegnir því örugglega næst. Út skal haldið, enda tilgangurinn með heimsókninni að skoða bóndabæ Egils. Melahvarfi 2 verður ekki betur lýst með öðru orði. Dýrin eru á hverju strái. Handan við bakdyrnar bíða þær systur, Týra og Mýra. Tíkurnar fagna húsbónda sínum innilega og sýna slettirekum aðdáunarverða virðingu. Þær gegna Agli í einu og öllu. „Maður verður að hafa dýr,“ segir Egill og gestir hans taka undir einum rómi. Afkomendur Ingólfs Egill fer greitt yfir landareignina, sem er rúmir þrjú þúsund fermetrar, á hækjunum og við Morgunblaðs- menn eigum fullt í fangi með að halda í við hann enda þótt við göngum óhalt- ir. Bóndinn tekur strauið að hænsna- kofanum, þar sem 23 hænur og einn hani hafa verið til húsa undanfarin tvö ár. „Þetta eru landnámshænsni, ekki satt?“ spyr blaðamaður, vel upp- lýstur. „Mikil ósköp,“ svarar Egill sposkur. „Komin í beinan karllegg frá Ingólfi Arnarsyni.“ Egill sækir egg í varpkassann og er þokkalega sáttur við afrakstur dags- ins. Því næst sýnir hann okkur hóp tveggja vikna kjúklinga. Þeim verður heldur bilt við, sennilega ekki vanir skeggjuðum mönnum. Haninn sker sig úr, þar sem hann spígsporar borubrattur í miðjum hópnum. En þyrftu þeir ekki að vera fleiri? „Jú, það er talað um einn hana á hverjar sjö hænur,“ upplýsir Egill. Þessi hefur sum sé í nógu að snúast. Egill hleypir hænsnunum út um sérstaka lúgu á kofanum og þau skoppa um garðinn, innan girðingar. Hann kveðst aðeins einu sinni hafa fengið kvörtun vegna hænsnanna. Það var þegar haninn slapp óvart út um miðja nótt. Tók hann víst þegar til máls, nágrönnum til lítillar ánægju. Næst liggur leiðin í hesthúsið. Þar er heldur tómlegt, enda hestarnir að heiman um þessar mundir. Rými er fyrir sex hesta í húsinu en Egill á alls átta. „Þeir fara í haga ekki seinna en í júlí. Síðan notum við þá í hestaferðir fram í september en eftir það leyfum við þeim alveg að vera í friði fram í janúar. Þeir þurfa á því að halda upp á geðheilbrigðið.“ Egill er ekki eini hestabóndinn í Melahvarfinu en fimm nágrannar hans í götunni eru líka með hesthús. Hestar, hundar, hænsni og kettir eru algeng á íslenskum bóndabæjum. Sama verður ekki sagt um íbúana í sjö litlum kössum í garðinum. Það eru býflugur. „Býflugnarækt hefur alltaf heillað mig. Það er ástríðan,“ upplýsir Egill. „Í upphafi ætlaði ég að græða á hun- anginu en það hefur farið á annan veg. Kostnaðurinn er talsvert meiri en gróðinn. Ég hef hins vegar haldið þessu áfram vegna þess að ég hef heillast af dýrinu sjálfu. Samfélags- gerðinni og þessu flókna samspili flugnanna.“ Í gervi Neils Armstrongs Býflugurnar gægjast út þegar þær verða varar við mannaferðir en að öllu skal fara með gát. Þær mega alls ekki detta í snjóinn – þá eru þær bráðfeig- ar. Skyldu þær þrauka veturinn? „Nei, því miður,“ segir Egill. „Þær drepast venjulega frá febrúar fram í apríl. Einstaka bú lifir veturinn af en það er afar sjaldgæft. Við erum þrett- án býflugnabændurnir hér á landi og erum staðráðnir í að gefast ekki upp fyrr en við höfum fundið aðferð til að láta býflugurnar lifa af veturinn.“ En eins og staðan er núna þarf Eg- ill að flytja ný bú inn á hverju vori. Býflugurnar sem hann er með núna eru frá Álandseyjum. Búin koma til landsins með flugi í þar til gerðum kössum. Kyrfilega lokuðum! Hann sýnir okkur ljósmyndir af sér að koma nýjum íbúum fyrir. Á þeim minnir hann einna helst á Neil Arms- trong. Egill hefur fengið allt að 60 kg af hunangi á ári úr einu búi og segir eft- irspurn góða. Hann leyfir okkur að smakka sýnishorn af framleiðslunni og óhætt er að mæla með henni. Þeim sem vilja kynna sér býflugna- búskap betur er bent á heimasíðu Eg- ils, byflugur.is. Matjurtargarðurinn er víðfeðmur. Þar rækta Egill og fjölskylda m.a. kartöflur, margskonar kál, rófur, jarðarber, krydd og hinar ýmsu salat- tegundir. Egill spókar sig um stund í matjurtargarðinum og sinnir þörfum ljósmyndarans. Að því búnu dregur hann hálfan garðinn með sér, grösin festast við skóinn utan um gipsið. Tvö gróðurhús eru á landareigninni og kennir þar margra grasa. Egill býður okkur m.a. myntur í hinn eðla drykk Mojitos. Sennilega er þó full- snemmt að blanda hann fyrir miðdeg- iskaffi. Kindurnar guðuðu á gluggann Eftir þessa yfirreið um landar- eignina er komið að því að rekja garn- irnar úr bóndanum. Við komum okk- ur makindalega fyrir við arininn. „Ég er fæddur og uppalinn í Ólafs- vík, þar sem afi minn var með kindur, hesta og kýr inni í miðjum bænum, eins og tíðkaðist á þeim tíma. Hest- arnir og kýrnar voru reyndar farin þegar ég komst á legg en ég man eftir kindunum á stjákli fyrir utan gluggann,“ segir Egill. Það voru alltaf kettir á æskuheimil- inu, eins fiskabúr, og Egill átti ýmis önnur gæludýr til skemmri tíma, svo sem dúfur og hamstra. Hans sanna eðli kom snemma í ljós. „Ég var ekki gamall þegar ég fór að koma heim með slösuð dýr.“ Faðir hans, Sigurgeir Bjarnason, var með hesta og á unglingsárum var Maður verður að haf Melahvarf 2 í Kópavogi er ekkert venjulegt einbýlishús í þéttbýli, miklu frekar bóndabær. Hjónin Egill R. Sigurgeirsson læknir og Svava Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og mannauðsstjóri halda þar hesta, hænsni og býflugur, auk þess sem gróðurhús og mat- jurtargarð er þar að finna. Málleysingjar eru líka fleiri en menn í íbúðarhúsinu. Félagar Egill og Grettir taka tal saman við arininn í íbúðarhúsinu á Melahvarfi 2 sem í daglegu tali er kallað Garður. Allir út! Egill hleypir hænsnunum út. Þa Uppskera Egill ræktar kartöflur, rófur og sitthvað fleira í matjurtargarðinum. Uppskeran dugar fjölskyldunni auðveldlega allt árið um kring. Hesthúsið Egill lét ekki sitt eftir liggja þegar hesthúsið var reist fyrir fimm árum. Hestarnir eru í haga fram í janúar, að sögn til að vernda geðheilsuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.