Morgunblaðið - 07.11.2009, Síða 57

Morgunblaðið - 07.11.2009, Síða 57
Menning 57FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÝJAR tónleikaraðir spretta upp eins og gorkúlur í dýrtíðinni en hvað veldur? Einni slíkri verður hent í gang í kvöld, Duplex, og vísar nafnið til þess að tveir tón- leikastaðir verða lagðir undir röð- ina, Sódóma Reykjavík og Batt- eríið. Á þeim fyrrnefnda koma fram Nolo, Snorri Helgason og Retro Stefson en á þeim síð- arnefnda DJ Musician, XXX Rott- weiler og Sykur ásamt gestum. Tónleikaröðin verður keyrð fyrsta laugardagskvöld hvers mánaðar og verður áhersla lögð á að bjóða upp á mikið af því skemmtilegasta sem er að gerast í íslensku tónlist- arlífi. Miðaverð er ekki nema 1000 krónur og gildir miðinn á báða staðina, þannig að hægt verður að flakka á milli. Steinþór Helgi Aðalsteinsson og Eldar Ástþórsson eru forvíg- ismenn raðarinnar og segir Stein- þór að hún sé upphafið að frekara samstarfi þeirra á milli, samstarfi sem hófst með Innipúkanum í sumar og var svo fram haldið í haust á tónlistarhátíðinni Réttum. Og Steinþór er með svar við spurningunni sem var kastað fram í upphafi. „Það er dálítið merkilegt, að það virðist rífandi gangur í tón- leikahaldi, sem snýst um það sem kalla mætti minni og meðalstór bönd. Fólk flykkist á tónleika þar sem aðgangseyrir er 500 til 1000 krónur en í ljósi ástandsins eru 500 krónur orðinn ansi lítill pen- ingur fyrir skemmtanir af þessu tagi.“ Erlendar sveitir fluttar inn Steinþór segir að Hrunið hafi óhjákvæmilega haft í för með sér endurmat á gæðum og verðmæt- um en auk þess sé sókn í menn- ingarbundna viðburði og afþrey- ingu jafnvel meiri á tímum sem þessum. „Mikilvægi þeirra er orðið til muna meira, fólk vill geta slakað á endrum og eins og sótt í eitthvað sem felur í sér gildi sem stendur utan við grámóskulegan hvers- dagsleikann, sem er orðinn ansi grámóskulegur eins og sakir standa í dag.“ Steinþór segir mikinn hug í honum og Eldari, þeim gangi vel að vinna saman og þeir ætli að glæða menningarlífið enn frekar á næstu misserum. M.a. ætla þeir að beita sér fyrir innflutningi á milli- stórum erlendum sveitum sem umtalaðar eru og „heitar“. Stein- þór og co munu og standa að heimkomutónleikum múm í Iðnó þann 18. desember næstkomandi, þar sem hún mun leika ásamt Seabear. Sveitin hefur ekki spilað hér á landi í tvö ár en hún hefur undanfarið verið að fylgja síðustu plötu sinni, Sing along to songs you don’t know, eftir á erlendum grundum. Rífandi gangur í tónleikahaldi  Tónleikaröðin Duplex hefst í kvöld  Tónleikahald í örum vexti segir skipuleggjandi Sódómaður Snorri Helga ætlar að gera allt vitlaust í kvöld á Sódómu. Miðasala fer fram á midi.is og við hurð á Batteríinu og Sódóma. DÚETTINN Ghostigital, sem er skipaður þeim Einari Erni Bene- diktssyni og Curver Thoroddsen, mun taka þátt í Performa 09- hátíðinni í New York í næstu viku. Hátíðin gengur út á samþættingu ólíkra listforma og fékk Ghostigital beiðni um að semja verk fyrir hljóð- færið Intonarumori; í raun óhljóð- ahljóðfæri sem var smíðað af ítalska fútúristanum Luigi Russolo árið 1913. Fimmtán aðrir listamenn hafa einnig samið fyrir hljóðfærið og munu þeir koma fram á hátíðinni, þeirra á meðal Blixa Bargeld (Einst- ürzende Neubauten, fyrrverandi Bad Seeds-meðlimur), Joan La Bar- bara, Mike Patton og Tony Conrad, eitt mikilhæfasta nútímatónskáld Bandaríkjanna. Flutningurinn fer fram í Town Hall næsta fimmtudag en með Ghostigal leika Finnbogi Pétursson og Casper Electronics (Pete Edwards). Ghostigital mun svo leika á „eðlilegum“ tónleikum dag- inn eftir á staðnum Monkey Town í Williamsburg í Brooklyn. Tilraunaglaðir Ghostigital. Ghostigital spilar með jaðarrisum OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 30. október til 22. nóvember Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R O G D V D M Y N D U M ,,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.