Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 57
Menning 57FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÝJAR tónleikaraðir spretta upp eins og gorkúlur í dýrtíðinni en hvað veldur? Einni slíkri verður hent í gang í kvöld, Duplex, og vísar nafnið til þess að tveir tón- leikastaðir verða lagðir undir röð- ina, Sódóma Reykjavík og Batt- eríið. Á þeim fyrrnefnda koma fram Nolo, Snorri Helgason og Retro Stefson en á þeim síð- arnefnda DJ Musician, XXX Rott- weiler og Sykur ásamt gestum. Tónleikaröðin verður keyrð fyrsta laugardagskvöld hvers mánaðar og verður áhersla lögð á að bjóða upp á mikið af því skemmtilegasta sem er að gerast í íslensku tónlist- arlífi. Miðaverð er ekki nema 1000 krónur og gildir miðinn á báða staðina, þannig að hægt verður að flakka á milli. Steinþór Helgi Aðalsteinsson og Eldar Ástþórsson eru forvíg- ismenn raðarinnar og segir Stein- þór að hún sé upphafið að frekara samstarfi þeirra á milli, samstarfi sem hófst með Innipúkanum í sumar og var svo fram haldið í haust á tónlistarhátíðinni Réttum. Og Steinþór er með svar við spurningunni sem var kastað fram í upphafi. „Það er dálítið merkilegt, að það virðist rífandi gangur í tón- leikahaldi, sem snýst um það sem kalla mætti minni og meðalstór bönd. Fólk flykkist á tónleika þar sem aðgangseyrir er 500 til 1000 krónur en í ljósi ástandsins eru 500 krónur orðinn ansi lítill pen- ingur fyrir skemmtanir af þessu tagi.“ Erlendar sveitir fluttar inn Steinþór segir að Hrunið hafi óhjákvæmilega haft í för með sér endurmat á gæðum og verðmæt- um en auk þess sé sókn í menn- ingarbundna viðburði og afþrey- ingu jafnvel meiri á tímum sem þessum. „Mikilvægi þeirra er orðið til muna meira, fólk vill geta slakað á endrum og eins og sótt í eitthvað sem felur í sér gildi sem stendur utan við grámóskulegan hvers- dagsleikann, sem er orðinn ansi grámóskulegur eins og sakir standa í dag.“ Steinþór segir mikinn hug í honum og Eldari, þeim gangi vel að vinna saman og þeir ætli að glæða menningarlífið enn frekar á næstu misserum. M.a. ætla þeir að beita sér fyrir innflutningi á milli- stórum erlendum sveitum sem umtalaðar eru og „heitar“. Stein- þór og co munu og standa að heimkomutónleikum múm í Iðnó þann 18. desember næstkomandi, þar sem hún mun leika ásamt Seabear. Sveitin hefur ekki spilað hér á landi í tvö ár en hún hefur undanfarið verið að fylgja síðustu plötu sinni, Sing along to songs you don’t know, eftir á erlendum grundum. Rífandi gangur í tónleikahaldi  Tónleikaröðin Duplex hefst í kvöld  Tónleikahald í örum vexti segir skipuleggjandi Sódómaður Snorri Helga ætlar að gera allt vitlaust í kvöld á Sódómu. Miðasala fer fram á midi.is og við hurð á Batteríinu og Sódóma. DÚETTINN Ghostigital, sem er skipaður þeim Einari Erni Bene- diktssyni og Curver Thoroddsen, mun taka þátt í Performa 09- hátíðinni í New York í næstu viku. Hátíðin gengur út á samþættingu ólíkra listforma og fékk Ghostigital beiðni um að semja verk fyrir hljóð- færið Intonarumori; í raun óhljóð- ahljóðfæri sem var smíðað af ítalska fútúristanum Luigi Russolo árið 1913. Fimmtán aðrir listamenn hafa einnig samið fyrir hljóðfærið og munu þeir koma fram á hátíðinni, þeirra á meðal Blixa Bargeld (Einst- ürzende Neubauten, fyrrverandi Bad Seeds-meðlimur), Joan La Bar- bara, Mike Patton og Tony Conrad, eitt mikilhæfasta nútímatónskáld Bandaríkjanna. Flutningurinn fer fram í Town Hall næsta fimmtudag en með Ghostigal leika Finnbogi Pétursson og Casper Electronics (Pete Edwards). Ghostigital mun svo leika á „eðlilegum“ tónleikum dag- inn eftir á staðnum Monkey Town í Williamsburg í Brooklyn. Tilraunaglaðir Ghostigital. Ghostigital spilar með jaðarrisum OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 30. október til 22. nóvember Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R O G D V D M Y N D U M ,,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.