Saga - 1949, Side 9
Formáli
FrótSleiksmenn hafa, bæði fyrr og síöar, safnaö margs
konar fróðleik, bæði um menn, atburði, örnefni, þjóð-
sagnir, fornminjar, þjóðtrú og þjóðháttu o. s. frv. Eru
þessir menn allra þakka verðir. En eitt er að safna
fróðleiknum og annað er að vinna úr því, sem safnað
hefur verið. Það hefur verið og verður hlutverk sagna-
ritara.
Það orkar ekki tvímælis, að mikið skortir á það, að
unnið hafi verið úr öllum þeim fróðleik, sem safnað
hefur verið, og úr öllum þeim heimildarritum um sögu
landsins, sem enn eru til, sízt með þeirri gagnrýni, sem
nauðsynleg er til eiginlegrar sagnaritunar. Sagnarit-
arinn reynir að rekja orsakir atburða, tengja þá saman
og sýna afleiðingar þeirra. Hann verður að þekkja til
ástands og atburða meðal þeirra þjóða, sem lands-
menn hafa komizt í kynni við á þeim tíma, sem hverju
sinni er um að tefla, og leita þar skýringa á ýmsu,
sem hér hefur gerzt. An þessa verður oft ekki fengin
fullnægjandi skýring á atburðum hér eða skilningur á
mönnum, sem við þá koma.
Ótalmörg efni í sögu landsins, næstum frá hvaða
tíma sem er, liafa enn lítt eða ekki verið rannsökuð.
Aður en það er gert, svo að í góðu lagi sé, verður al-
menn saga landsins torskráð. Það er öllum mönnum
ofraun að rannsaka til nokkurrar hlítar öll þau efni,
sem almennu söguna varða að einhverju leyti. Ritari
hennar hlýtur því mjög að reisa verk sitt á rann-
sóknum annarra manna um einstök atriði eða ein-
stakar greinir sögunnar. Er því mikil nauðsyn á því
að sem flest slík atriði séu rannsökuð frá rótum eftir