Saga - 1949, Qupperneq 10
6
föngum, svo að almenna sagan verði á traustum grund-
velli gerð.
Sagan greinist, eins og alkunnugt er, í ýmsar sér-
greinar, sem jaí'nf'ramt eru hjálpargreinar almennu
sögunnar, svo sem bókmenntasögu, kirkjusögu, réttar-
sögu, menningarsögu, verzlunarsögu, búnaðarsögu o. s.
frv. Sérrannsóknir á einstökum efnum þessarra greina
eru eigi síður nauðsynlegar og mikilsverðar. Eitara
bókmenntasögunnar kunna að koma vel rannsóknir á
einstökum skáldum eða rithöfundum, einstökum bók-
menntastefnum, rímfræði o. s. frv. Kirkjusöguritari
þarfnast ef til vill sérrannsóknar á kirkjulögum til-
tekins tímabils og framkvæmd þeirra eða einstökum
mönnum kirkjunnar á tilteknu tímabili. Og svo mætti
lengi rekja. Jafnvel slíkar undirgreinar sögunnar eru
svo yfirgripsmiklar, að rannsókn hvers einstaks atriðis
má vera ofraun einum manni. Sérrannsókna verður því
þörf á þessum sviðum.
En auk þessara greina sögunnar, sem nefndar hafa
verið, eru hjálpargreinar almenna sagnaritarans og rit-
ara áðurnefndra sérgreina sögunnar mjög margar og
merkilegar. Og skulu nokkrar þeirra nefndar. Fyrst má
nefna fornminjafræðina. Og er þá bér ekki einungis
átt við minjar frá þeim tímum, sem í daglegu máli eru
nefndir fornöld, heldur og minjar frá hverjum þeim
liðnum tíma, er rannsókn beinist að, mönnum, háttum
eða atburðum hans, sem varpa kunna ljósi á rannsókn-
arefnið hverju sinni. Haugar, dysjar og munir fundnir
í þeim, varpa t. d. ljósi, að trú, grafsiðu og menningu
manna í tilteknu landi á tilteknu tímabili. Yerkfæri,
áhöld, föt o. s. frv. frá tilteknu tímabili geta gefið
bendingar um atvinnuhætti og tízku þess tíma. Og
slíkar minjar eru einatt áreiðanlegustu heimildimar,
svo langt sem þær ná. Þá má nefna œttfrœdi og mann-
fræði. Mörg fyrirbæri sögunnar verða eigi skilin til
nokkurrar hlítar, nema menn viti frændsemi eða mægða-
sambönd þeirra aðilja, sem við atburði koma. Má í
því sambandi nefna hinar miklu deilur um erfðir og