Saga - 1949, Page 13
Smiður Andrésson.
BROT ÚR SÖGU 14. ALDAR.
I. Heimildarrit.
Atburðir þeir, sem hér verður reynt að lýsa,
gerast eftir miðbik 14. aldar. Heimildafátt er
um þenna tíma. Enginn samtíða saga er til um
þá. Aðalsöguhetjan kemur hvergi við bréf hér
á landi, enda er fátt bréfa nú til frá þeim tíma.
Aðalheimildirnar eru því inir gömlu annálar,
en þeir eru mjög slitróttir og fáorðir, enda
frásagnir oft óákveðnar. Venjulega er rnanna
getið, án þess að nokkur grein sé gerð fyrir
þeim. Allir þeir íslenzkir menn, sem nefndir
eru, hafa sjálfsagt verið þá vel kunnir, að
minnsta kosti í byggðarlagi annálshöfundar.
En nú eru margir þeirra með öllu ókunnir.
Svo er og um suma þá, sem við sögu Smiðs
Andréssonar koma. En nota flest í nauðum
skal. Með því að annálsgreinarnar eru nálega
einu heimildirnar, þá verður að hlíta þeim og
reyna að skeyta atburðaröðina saman eftir
þeim og ef til vill geta í eyðurnar eftir því,
sem efni standa til, þó að varlega verði að
fara.
Annálsgreinarnar hafa þó einn ko'st. Þær eru
skráðar samtímis eða nokkurn veginn sam-
tímis þeim atburðum, sem hér koma til greina,
eða eftir mönnum, sem samtímis atburðunum
hafa verið.
Fjórum annálanna, Forna annál, Resens ann-