Saga - 1949, Blaðsíða 15
11
eyjarbók, og er skráður nálægt 1390 af Magn-
úsi presti Þórhallssyni1) fyrir Jón Hákonarson
í Víðidalstungu. Frásögnin af Grundarbardaga
er hér fyllst, og eru vísur um bardagann, sem
Snjólfur nokkur kvað, til á þessum eina stað.
Vísurnar eru stórmerkar, því að þær geyma
vitneskju um almenningsálitið á sumum þeirra
manna, er þar koma við sögu.
Oddaverja annáll svonefndur, sem réttnefnd-
ur væri Kalastaðaannáll, er svo að segja einsk-
isverð heimild um það árabil, sem hér skiptir
máli. Það, sem þar er sagt, er tekið úr Lög-
mannsannál, að undanteknum fáeinum grein-
um, sem ekki varða þá atburði, sem hér koma
til greina.2)
Tímatali í Gottskálksannál (og Skálholtsbrot-
inu víða) og hinum annálunum ber ekki alltaf
saman. Gottskálksannáll (og brotið stundum)
er oft einu til tveimur árum á undan: Grundar-
bardaga setur Gottskálksannáll t. d. 1361, en
ekki 1362, eins og Flateyjarannáll og lögmanns-
annáll. Sira Einar Hafliðason var samtíða-
maður þessa atburðar, og sýnist einsætt að
fylgj a honum um þetta.
Sagnaritarar vorir ýmsir minnast síðan at-
burða þeirra, er hér verður lýst, einkum Grund-
arbardaga. Sira Jón Egilsson getur hans í
Biskupaannálum sínurn, að því er víst má
telja.3) Arngrímur lærði skýrir stuttlega frá
1) Isl. Annaler bls. XXXIV.
2) Isl. Annaler bls. 488—489, sbr. bls. XXII, Annales
Isl. I. 5—6.
3) Safn. I. 39.