Saga - 1949, Page 16
12
vígi Smiðs.1) Sira Jón Halldórsson í Hítardal
skráir sögu Smiðs og Grundarbardaga ræki-
legar í Hirðstjórnarannál sínum.2) Notar sira
Jón þær skráðar heimildir sem honum var
kostur á, og jafnframt skráir hann sagnir þær,
sem myndazt höfðu um Giomdar-Helgu og bar-
dagann á Grund 1362. Finnur biskup Jóns-
son3 4), Jón Espólín1) og Bogi Benediktsson5)
segja og sögu Smiðs hér á landi, en á frásögn
þeirra er í rauninni ekki mikið að gi’æða. Þeir
virðast standa alveg á herðum sira Jóns, en
ráða má þó af frásögn þeirra, hverjum augum
þeir hafa litið á Smið og athafnir hans hér á
landi, eins og síðar verður vikið að. Þá hefur
Klemenz Jónsson vikið að sögu Smiðs í Grund-
arsögu sinni, en verkefni hans þar veitti enga
ástæðu til rannsóknar á sögu Smiðs framar en
um viðskipti þeirra Grundar-Helgu.6) 1 ís-
landssögu ágripum er Smiðs að vísu getið, en
þess er ekki að vænta, að saga hans sé þar
rækilega sögð7).
Saga Smiðs er enn ekki fyllilega skráð, þó að
sízt sami að gera lítið úr þeim fróðleik, sem
sira Jón í Hítardal hefur geymt um hann, því
1) Crymogæa, Liber III, bls. 131 (r: 231).
2) Safn. II. 627—637.
3) Hist. eccl. I. 427—428.
4) Árbækur I. 90—91, 93—95.
5) Sýslum. æfir I. 451.
6) Grund í Eyjafirði bls. 117.
7) Þorkell Bjarnason: Ágrip af sögu ísl., bls. 32,
Arnór Sigurjónsson: Saga íslendinga, bls. 131, Jón Að-
ils: Islands saga, bls. 153.