Saga - 1949, Qupperneq 18
14
Gíslasyni, Jóni Guttormssyni og Þorsteini Eyj-
ólfssyni. Næsta ár, 1357, segir hann Þorstein
koma út, en hina hafi þá borið að Hjaltlandi
og hafi þeir setið þar um veturinn. En næsta
ár, 1358, segir annállinn enn, að þeir hafi
komið út.1) Lögmannsannáll og Flateyjarannáll
nefna ekki utanför þeirra né vetursetu á Hjalt-
landi, en segja, eins og Gottskálksannáll, að
þeir hafi komið út 1358.2) í för þessari var Árna
veitt hirðstórn í Austfirðinga- og Sunnlend-
ingafjórðungi með Andrési Gíslasyni. Leigðu
þeir landið að þessum hluta með sköttum og
skyldum um þriggja ára tíma, og hefur leigu-
tíminn þá verið úti 1361. Af valdameðferð
Árna fara ekki sögur, fyrr en árið 1360. Gerast
þá austur í Rangárþingi atburðir, sem Flat-
eyjarannáll segir frá og urðu Árna afdrifa-
ríkir. Bogi Benediktsson segir3), að Jón Gutt-
ormsson skráveifa, er verið hafi inn mesti
ójafnaðarmaður, hafi fengið í lið með sér
Markús nokkurn barkað Marðarson4), og hafi
þeir farið með rán og hernað um sýslu Árna.
Hafi Árna tekizt að ná Markúsi, en ekki Jóni.
Ef þetta er annað en tilgáta Boga, þá hefur
hann haft einhverja heimild, sem nú þekkist
ekki. Hitt er annað mál, að sögn Boga er alls
ekki ólíkleg, því að ferill Jóns er slíkur, eftir
því sem hann þekkist af annálum, að honum
er vel trúandi til slíkra framferða.
1) Isl. Annaler bls. 357.
2) Isl. Annaler bls. 277, 406.
3) Sýslum.æfir I. 450.
4) Maðurinn hét Markús, kalla'ður barkaður, en
föðurnafns er ekki getið í annálum.