Saga - 1949, Side 19
15
Flateyjarannáll1) segir söguna þannig, að
Markús barkaður hafi, með konu sinni og
tveimur sonum, gert Ormi á Krossi heimreið.
Eru engin deili á mönnum þessum sögð, en
sjálfsagt hafa þeir verið kunnir menn á sinni
tíð í sínu byggðarlagi. Veitti Markús Ormi
áverka, sem kon'a hans og, að því er virðist,
annar sonanna hafi haldið Ormi undir. Fyrir
þetta var Markús, kona hans og þessi sonur
dæmd „dauðamenn" á Lambeyjarþingi í Fljóts-
hlíð af tólf mönnum. Hafi svo Árni Þórðarson,
sem þá hafi haft kongsvald (sýslu) í Rangár-
þingi, látið höggva þau eftir dóminum.
Hefur Árni farið hér að lögum? Ef það er
rétt, að Markús þessi barkaður hafi ferið með
rán og hernað um Rangárþing og um leið eða
síðan veitt Ormi á Krossi heimreið, þá hefur
dómurinn verið sízt of harður, sbr. Jónsbók
Mannhelgi 3. kap. En gerum ráð fyrir því, að
ekki hafi verið aðrar sakir á hendur Markúsi
en heimreiðin að Ormi og áverkar á honum.
Nokkrir áverkar voru samkvæmt Jónsbók
Mannhelgi 2. kap. níðingsverk og hafði brota-
maður þá fyrirgert fé og friði. Fé féll venju-
lega hálft til konungs, en hálft til erfingja, er
löglegar skuldir voru frá dregnar, Mh. 4. kap.
Afhögg handar eða fótar, gelding, útstunga
auga og ef „maðr meiðir mann at vilja sínum“,
voru verk, er svo miklu vörðuðu. Sjálfsagt hafa
•meiðslin orðið að vera nokkuð alvarleg til þess,
að þau skyldu svo miklu varða. Og sennilega
hafa áverkarnir verið nokkuð miklir, því að
naumast hefði fjölskylda þessi tekið sig upp
1) Isl. Annaler bls. 407.