Saga - 1949, Page 20
16
til heimreiðar á Orm og áverka við hann, nema
mikil heipt hefði verið þeim í hug. En svo er
þess gætandi, að Ormi var veitt aðför á heimili
sínu, en á heimili sínu voru menn miklu helg-
ari en á öðrum stöðum, sem ekki voru sérstak-
lega friðlýstir. Verður því naumast annað séð,
en að dómur þessi hafi verið löglegur, eftir
því sem lög gengu þá í landi. Eru og önnur
dæmi þess, að menn voru um þessar mundir
dæmdir til dauða og höggnir fyrir áverka að
vilja sínum á mönnum, sem sérstakrar frið-
helgi nutu. T. d. var Páll nokkur gaddur höggv-
inn fyrir áverka, er hann veitti Jóni Hákonar-
syni í Víðidalstungu í þingreið.1)
Eins og bráðum verður sagt, var Árna síðar
gefið mál Markúsar barkaðar að sök. Hefur og
jafnan verið talið, að Jón Guttormsson hafi
verið þess valdur, að það mál var aftur tekið
upp. Hins vegar er það ekki kunnugt, að þeir
Jón og Markús hafi verið nokkuð venzlaðir.
En af hverju reis þá fjandskapur Jóns og
Árna? Lögmannsannáll og Flateyjarannáll2)
segja, að árið 1361 hafi menn þeirra barizt
á alþingi. Slíkur fjandskapur, sem leiðir til
bardaga á sjálfu alþingi, þar sem hver skyldi
vera í griðum við annan, hlýtur að eiga rót
sína að rekja til mikils ágreinings. Ef Markús
hefur verið verkfæri Jóns í hernaði og til rána
í sýslu Árna, þá má það skiljast, að Jón hafi
reiðzt aftöku hans. En óskýrt er það þá, hvers
vegna Jón hefur hafið þann hernað og þau rán.
En hver var Árni Þórðarson? Stórættaður
1) Isl. Annaler bls. 285.
2) Isl. Annaler bls. 278, 407.