Saga - 1949, Side 21
17
hefur hann verið, því að ekki hefði hann ann-
ars staðið í siglingum og fengið svo mikil völd.
Hann hefur og sennilega verið auðugur eða að
minnsta kosti átt auðuga frændur. Annálarnir
segja eigi deili á Árna fremur en vant er um
menn, er við sögu koma. Flateyjarannáll segir
árið 1315: „Fæddr Árni Þórðarsorí1 d) Með
sama hætti segir Flateyjarannáll, að Gizur
galli sé fæddur 1269 og að hann hafi borið
nafn Gizurar Þorvaldssonar, og að Hákon
Gizurarson, sonur Gizurar galla, sé fæddur
1324.2) Nú er það alkunnt, að Gizur galli var
afi Jóns Hákonarsonar, sem rita lét Flateyjar-
bók, og að Hákon var faðir hans. Aðrir ann-
álar hafa ekki neitt um fæðingarár þessara
þriggja manna, enda er fæðinga manna al-
mennt ekki getið í annálum. Virðist því mjög
sennilegt, að sá Árni Þórðarson, sem sagður
er fæddur 1315, hafi verið mjög nákominn
þeim Víðidalstungu feðgum eða konum þeirra.
f Vatnshyrnubrotinu, sem út er gefið aftan við
Þórðarsögu hreðu, er fyrst rakin ætt Jóns
Hákonarsonar til Hrafns Sveinbjarnarsonar,
en síðan er rakið frá Þórði kakala til Ingileifar
Ámadóttur. Er Árni faðir Ingileifar talinn
Þórðarson Kolbeinssonar Þórðarsonar kakala.
Barna Þórðar kakala er getið fimm,3) Jóns
káríns, Þórðar, Úlfs, Styrmis og Halldóru. En
Kolbeinn er ekki nefndur meðal barna hans.
Naumast má það orka tvímælis, að Ingileif
þessi Árnadóttir hefur verið kona Jóns Hákon-
1) Isl. Annaler bls. 393.
2) Isl. Annaler bls. 383, 396.
3) Sturl. Rvík 1946 II. 85.
Saga.2