Saga - 1949, Page 22
18
arsonar, úr því að ætt hennar er rakin alveg
með sama hætti sem ætt hans sjálfs. En ef
það er rétt, að Ingileif hafi verið kona hans,
þá er líka mjög ósennilegt, að ætt hennar sé
rangt rakin um næstu ættliðina svo fáa. Virð-
ist því sennilegt, að ritari sögu Þórðar kakala
hafi ekki vitað til fleiri barna Þórðar en þeirra
fimm, sem hann greinir, eða Kolbeinn hafi fall-
ið úr hjá afritara sögunnar. Kolbeinsnafnið var
ættgengt í móðurætt Þórðar, eins og kunnugt
er, og Kolbeinn hét einn bræðra Þórðar, sá
er lézt eftir Örlygsstaðafund 1238. Og var því
engin furða, þó að Þórður hefði látið einn
sona sinna heita því nafni.
1 greinargerð um Grundar-Helgu, verður þess
getið. að Jón Hákonarson hefur ekki komizt að
annarri hálflendu Grundar í Eyjafirði, sem
hann seldi Halldóri presti Loftssyni, fyrir ráða-
hag sinn við Ingileifu Árnadóttur.
Eins og getið var, greinir Flateyjarannáll
fyrst fæðingar „Árna Þórðarsonar". Síðan seg-
ir frá „Árna Þórðarsyni" árin 1358, 1360, 1361
og 1362, með svipuðum hætti og sagt er frá
öðrum höfðingjum. Verður sjálfsagt ekki með
vissu af því ráðið, að sá Árni Þórðarson sé
sami maður sem sá, er sagður er fæddur 1315.
Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu tímans
vegna, að svo sé. í skýrslu sína um fjórmenn-
ingana, sem leigðu landið 1358, hefur Flat-
eyjarannáll tekið frásögn Lögmannsannáls um
fjárdrátt þeirra allra — Árni er þar ekki und-
an tekinn. Það er og einungis sagt, að menn
Árna Þórðarsonar og Jóns Guttormssonar hafi
barizt á alþingi 1361 og greint nokkuð um sára-
far rnanna Árna. Svo er sagt, stutt og laggott,
a