Saga - 1949, Page 23
19
að Smiður Anrrésson hafi fangað Árna, eigi
þegið boð hans um málskot til konungs og látið
höggva hann í Lambey. Og er frásögnin að
efni til mjög svipuð í Gottskálksannál. En
hvergi er að því vikið, hvor betri málstað hafi
haft, Árni eða Jón Guttormsson, né hvort Smið-
ur hafi að lögum farið, nema ef vera skyldi
það, að Smiður hafi framið lagabrot, er hann
sinnti að engu boðum Árna um málskot til kon-
ungs. Hefði ef til vill mátt vænta þess, að
eitthvað nánari greinargerð hefði fylgt, ef
Árni þessi hefði verið faðir konu Jóns Hákon-
arsonar. Er þó stundum sagt frá tildrögum at-
burðar tiltölulega nákvæmlega. Sagt er t.d., að
1309 hafi Karlamagnús Magnússon Andrésson-
ar vegið herra Kolbein Bjarnason (Auðkýling)
fyrir þá sök, að Kolbeinn hefði látið kveða
flim um hann, dulið og boðið undanfærslu.1)
Og hefur annálaritarinn þó ekki haft þá grein-
argerð úr öðrum annálum, svo að kunnugt sé.
Líklegt er, að nógu margir hafi á síðari hluta
14. aldar vitað eða heyrt um undirrót fjand-
skapar Árna Þórðarsonar og Jóns skráveifu,
og hefði þá mátt búast við því, að hennar væri
getið í Flateyjarannál, ef Árni hefði verið
tengdafaðir Jóns Hákonarsonar. Og eigi síður
hefði þá mátt búast við því, að komið hefði í
ljós hugmynd þess manns, sem annálinn lét
i'ita, um sakleysi Árna framar en raun er á.
Vitanlega eru þetta einungis líkur, en eigi sönn-
un. Hins vegar verður það ekki talið sannað,
að sá Árni Þórðarson, sem sagður er fæddur
1315 og haldinn er hafa verið tengdafaðir Jóns
1) Isl. Annaler bls. 391.