Saga - 1949, Page 24
20
Hákonarsonar, sé sami maður og sá Árni Þórð-
arson, sem hirðstjórn hafði og kamur við sögu
Smiðs Andréssonar. Annar Þórður Kolbeinsson
en sá, er talinn er afi Ingileifar Árnadóttur,
var uppi um sömu mundir. Sá maður var Þórð-
ur Kolbeinsson Auðkýlings. Kolbeinn Auðkýl-
ingur var höfðingi mikill og auðmaður. Hann
átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur Halldórssonar og
Ingiríðar ríku Filippussonar Sæmundssonar
Jónssonar í Odda. Þórður þessi Kolbeinsson
hefur sennilega borið nafn Þórðar Andrésson-
ar, frænda síns, sem Gizur Þorvaldsson lét
taka af lífi 1264. Þórður vo Karlamagnús í
hefnd eftir föður sinn árið 1310.1) Hann mun
vera sá Þórður Kolbeinsson, sem sagður er í
Skálholtsannál dáinn 1331,2) en eigi sá Þórður
Kolbeinsson, sem talinn er afi Ingileifar, konu
Jóns Hákonarsonar. Flateyjarannáll minnist
eigi láts neins Þórðar Kolbeinssonar. Þórður
Auðkýlingur Kolbeinsson hefur líklega verið
miklu kunnari maður en alnafni hans og hefur
sennilega verið elztur bræðra sinna og sjálf-
sagt fæddur eigi síðar en 1290. Benedikt bróð-
ir hans, sem síðar verður minnzt, hefur verið
yngri, sennilega fæddur skömmu eftir 1300.
Steinn Dofri3) telur nú, að Árni hirðstjóri
hafi verið sonur Þórðar Kolbeinssonar AuS-
kýlings. Hann ætlar og, að kona Þórðar og
móðir Árna hafi verið frú Halldóra Þorvalds-
dóttir frá Auðbrekku,4) en síðari maður henn-
1) Isl. Annaler bls. 342, 392.
2) Isl. Annaler bls. 206.
3) Blanda YL 379—380.
4) Syrpa 1—3 árg. bls. 143.
■