Saga - 1949, Qupperneq 25
21
ar hafi verið Jón Guttormsson skráveifa. Hafi
missætti þeirra Árna og’ Jóns risið um fé Hall-
dóru. Ef Halldóra hefur átt Jón Guttormsson,
þá hefur það orðið að gerast eftir 1331. Hall-
dóra kann að vera fædd litlu fyrir 1300, gift
svo sem 1314 og liðlega þrítug, er hún giftist
aftur Jóni Guttormssyni. Sjálfur getur Jón
verið fæddur um eða laust eftir 1300, en Hall-
dóra látizt laust fyrir 1360. Og hafi þá risið
deilur um það fé, er Jón hafi átt að svara til
Árna sonar hennar af fyrra hjónabandi. Má
öllu þessu heim við tímann koma. Þetta er að
vísu tilgáta, en sú tilgáta skýrir rniklu betur
atburðina 1360, 1361 og 1362, sem síðar verður
vikið að, en aðrar tilgátur og skýringartilraun-
ir, eins og líka síðar mun koma í ljós.
2. JÓN GUTTORMSSON SKRÁVEIFA.
Viðurnefni Jóns, „skráveifa", á víst ekki
skylt við skrá, skinn1), heldur merkir skrá í
viðurnefninu skekkju, rangindi. Sbr. danska
orðið „skraaplan" hallflötur, og þýzka orðið
„schrág“, hallur, skakkur. Skráveifa mun eig-
inlega merkja þann, er veifar skakkt, veifar
i'öngu tré. Nú er sagt, að manni sé gerð skrá-
veifa, sem merkir að gera einhverjum grikk.
Maður verður og fyrir skráveifum, ef honum
hlekkist á eða verður fyrir hrakföllum. Skrá-
veifa hefur Jón verið kallaður annaðhvort
vegna hrakfalla sinna eða vegna ranginda, og
1) Lind, Norsk-isl. personbinavne 332, heldur nafnið
þó komið af skrá = skinn (skinnbók, lögbók), og það
þá merkja þann, er veifi skránni (skinnbókinni, lög-
bókinni).