Saga - 1949, Blaðsíða 27
23
ókunnugt um Guttorm þenna. Eignir sýnist
hann hafa átt á Suðurnesjum. því að Bjarni
sá Guttormsson, sem átti Útskála og gerir kaup
við Jón biskup Indriðason 1340,Ú sýnist hafa
verið sonur Guttorms lögmanns. Af Jóni Gutt-
ormssyni fara nú engar sögur fyrr en 1348.
Segir Gottskálksannáll Jón Guttormsson hafa
þá verið dæmdan á konungsmiskunn og farið
utan.1 2) Má víst telja, að átt sé við Jón Gutt-
ormsson skráveifu. Er þess ekki getið, hvaða
brot hann hafi framið, en sennilegt er það, að
hann hafi vegið mann eða framið fjáraðtekt.
Tekist hefur honum að afla sér landvistar og
þiggja sér frið fyrir brot sitt. Næst segir af
Jóni, er hann fer utan með þeim Árna Þórðar-
syni, Andrési Gíslasyni og Þorst. Eyjólfssyni,
sem Gottskálksannáll lætur gerast 1356, eins og
áður er sagt. Þeir koma hingað aftur 1358 að
sögn Lögm.annáls og Flateyjarannáls, sem geta
einungis útkomu þeirra, en ekki utanfarar, eins
og að er vikið.3) Og Gottskálksannáll lætur þá
líka koma út þetta ár. En hann einn segir þá hafa
borið að Hjaltlandi, líklega á heimleið frá Nor-
egi, og hafi þeir setið þar um veturinn, lík-
lega veturinn 1357—1358. Þar hafi Hjaltur
dæmt Jón á konungs miskunn. Og svo hafi
hann komið út samsumars.4) Ekki er þess get-
ið, hvaða illvirki Jón hefur unnið á Hjaltlandi,
hvort það hefur verið mannvíg, rán eða annað
slíkt stórbrot. Var þetta annað sinn, er Jón
1) ísl. fornbr.safn II. 733—734.
2) IsL Annaler bls. 354.
3) Isl. Annaler bls. 277, 406.
4) Isl. Annalor bls. 357. Sbr. og Safn. II. 622—623.