Saga - 1949, Page 28
24
hafði framið einhvern stórglæp. En hann hefur
líklega jafnframt verið tungumjúkur maður,
sem vel kunni að koma ár sinni fyrir borð,
því að ekki stóð þetta brot hans í vegi hirð-
stjórn hans. Voru þeim Jóni og Þorsteini skip-
aður Vestfirðingafjórðungur og Norðlendinga-
fjórðungur. Höfðu þeir leigt landið með skött-
um og skyldum til þriggja ára. Þeir hafa átt
að hafa skattinn og sennilega fésektir, en þó
líklega ekki fasteignir, sem fyrirgert var. Fyrir
þetta hafa þeir átt að gjalda tiltekna leigu.
Ágóði þeirra hefur þá orðið mismunur inn-
heimtra gjalda, að frádregnu leigugjaldi og
innheimtukostnaði. Ef illa greiddist eða leigu-
gjald var hátt, mátti búast við tapi. Slík lén
hafa menn auðvitað tekið í gróðaskyni, enda
hefur konungsvaldið einnig veitt þau í sama
skyni. Leigutakar hafa haft mikla freistingu
til þess að ganga ríkt eftir gjöldum og pína
úr landsfólkinu sem mest þeir máttu. Lög-
mannsannáll og Flateyjarannáll gera líka mik-
ið úr því, að leigutakar hafi heimtað peninga,
hvar sem gátu fengið þá. „Átti undir þessu at
standa landsfólkit ok þyngt með slíkum af-
drætti".1)
Jón Guttormsson hefur enginn eftirbátur
hinna verið um þenna „afdrátt". Eins og áður
var sagt, höfðu þeir Þorsteinn Eyjólfsson verið
skipaðir yfir Norðlendingafjórðung og Vest-
firðingafjórðung, en ekki segir, hvernig þeir
hafi skipt með sér löndum. En líklegt má
þykja, að Jón hafi átt að hafa Vestfirðinga-
fjórðung og Þorsteinn Norðlendinga, því að
1) Isl. Annaler bls. 277, 40G.