Saga - 1949, Page 29
25
þar bjó Þorsteinn. Norðlendingafjórðungur var
stærri og tekjumeiri, og mætti því vera, að Jón
hafi talið sig afskiptan. Mætti hugsa sér, að
Jón hafi viljað hafa tekjur af einu þinginu
þar að einhverju eða öllu leyti, og lá þá Húna-
vatnsþing næst honum, að því er ætla má. Hef-
ur Jón gert tilraunir til yfirreiðar þar. Þor-
steinn hefur sennilega talið sér allt þetta þing,
en Húnvetningar hafa að vonum ekki viljað
þola yfirreiðar og skattheimtu þeirra beggja.
Flateyjarannáll segir frá skiptum Jóns við
Húnvetninga.1) Árið 1360 ætlaði Jón að gera
þar yfirreið, en þá söfnuðust 300 (þ. e. 360)
Norðlendingar saman og mættu honum að
Þverá í Vesturhópi. Stökk hann þá suður um
land og fékk enga yfirreið um Norðlendinga-
fjórðung. Hafa það ekki aðeins verið Hún-
vetningar, heldur menn komnir norðar að. Jón
hefur þegar haft yfirreið um vesturhluta Húna-
vatnsþings, Hrútafjörð, Miðfjörð og Vatnsnes,
og verið kominn í hjarta byggðarlagsins, ef
svo má segja. Fregnin um ferðir hans hafa
auðvitað borizt skjótt úr vesturhreppum þings-
ins, og hefur illa verið látið af þessu tiltæki
hans. Forustumenn í þinginu hafa þá verið
Benedikt Kolbeinsson á Auðkúlu og Hákon
Gizurarson galla í Víðidalstungu. Einar prest-
nr Hafliðason hefur þá verið fyrir prestum
þingsins, og margir hafa þar verið stórbændur.
Er og líklegt, að húnvetnsku höfðingjarnir hafi
gert Þorsteini Eyjólfssyni við vart, og að hann
hafi verið forustumaður mannsafnaðarins að
Þverá, því að yfirreið Jóns hefur hann sjálf-
1) Isl. Annaler bls. 407.