Saga - 1949, Page 31
27
ast mátti búast við því, að norðlenzkir höfð-
ingjar létu honum heimila yfirreið hans þar
eða vildu hlíta lögsögu hans.
Andúð Norðlendinga á Jóni og lögmennsku
hans sýnist hafa birzt í því, að árið eftir á
alþingi 1362, hefur Þorsteinn Eyjólfsson verið
kjörinn lögmaður norðan og vestan (sbr. Isl.
fbrs. III. 187).
Um Jón má annars vísa til Safns. II. 64—65,
og Sýslum. æfa I. 449—452.
3. ÞORSTEINN EYJÓLFSSON.
I Snjólfsvísum Flateyjarannáls1) segir:
Yarö Þorsteins vigr með hverri hann
vel löng ok digr, hugarprýSi vann.
Talið hefur verið, að hér væri átt við Þor-
stein Eyjólfsson lögmann frá Urðum.
Hvort sem Þorsteinn hefur verið í aðför að
Smið Andréssyni á Grund 1362 eða ekki, þá
kemur hann svo mikið við sögu, að ástæða er
til þess að minnast hans hér stuttlega. Hann
kemur fyrst til sögunnar árið 1356. Þá fer
bann utan, en árið 1358 kemur hann aftur og
er þá, með Jóni Guttormssyni, skipaður yfir
Vestfirðingafjórðung og Norðlendingafjórðung,
eins og áður segir.2) Fyrst kemur Þorsteinn
við bréf, svo að kunnugt sé, 24. okt. 1358 á
Kvíabekk í Ólafsfirði.3) Hann mun hafa komið
við mál Jóns biskups skalla Eirílcssonar og ey-
1) Isl. Annaler bls. 409.
2) Isl. Annaler bls. 277, 357, 406.
3) ísl. fornbr.safn III. 127. Bogi Benediktsson (Smæf.
I. 300) segir hann þó fulltíða 1344.